Tekst á við sársaukann í gegnum tónlistina Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. maí 2017 10:30 Jóhann greindist með sjúkdóminn colitis ulcerosa eða sáraristilbólgu árið 2012. Mynd/Lone Wolf Productions Við vorum að gefa út okkar fjórðu plötu, The Four Doors of the Mind, nú á dögunum. Við tókum upp plötuna í fyrra en mig hefur langað til að gefa út þessa plötu í langan tíma. Í fyrsta skiptið er ég ekki að nota eigin ljóð heldur ljóð nafna míns, Jóhanns Sigurjónssonar – sem orti til dæmis Sofðu unga ástin mín. Það er brætt saman við skrif bókahöfundarins Patrick Rothfuss sem skrifaði einmitt um þessar fjórar dyr hugans sem platan heitir eftir. Þessar fjórar dyr hugans eru sem sagt tæki til að takast á við sársauka,“ segir Jóhann Örn Sigurjónsson úr hljómsveitinni Dynfara sem heldur útgáfutónleika 10. júní næstkomandi. Hluti ágóðans af tónleikunum mun renna til renna til Crohn's og Colitis ulcerosa samtakanna (CCU) en í dag er einmitt alþjóðlegur dagur IBD-sjúkdóma. Ástæða þess að sársaukinn var innblástur á plötunni er sú að Jóhann er sjálfur greindur með sáraristilbólgu.„Árið 2012 var ég greindur með sjálfsofnæmissjúkdóminn colitis ulcerosa eða sáraristilbólgu. Það hefur engin lækning verið fundin við þessum sjúkdómi og það er mjög lítið vitað um eðli og orsakir sjúkdómsins. Þetta er meltingarsjúkdómur sem lýsir sér með sárum og bólgum í meltingarfærum og veldur kvalafullum kviðverkjum, þyngdartapi og auðvitað fer maður oftar á dolluna en eðlilegt gæti talist. Ég þjáðist mikið af þessu fyrir svona fjórum, fimm árum síðan. Ég fékk margar kveisur, prófaði alls konar lyfjagjafir og var speglaður og allt þetta. Síðan datt ég niður á lyfjasamsetningu sem virkaði á mig þannig að ég er búinn að vera í sjúkdómshléi í um það bil fjögur ár núna. Ég tek þrjár tegundir lyfja daglega og bætiefni. Einkennin ganga dálítið í bylgjum – ég prófaði að minnka skammtinn og fann þá strax að sjúkdómurinn kraumar þarna enn þá. Það geta alveg komið bakslög með skömmum fyrirvara – svona sjúkdómshlé er ekkert varanlegt, það hefur varað í fjögur ár núna en maður veit ekki hvað gerist.“ Jóhann tekur fram að hann sé alls ekki að leita að vorkunn eða einhverri ódýrri leið til að koma hljómsveitinni sinni á framfæri heldur sé þetta hans persónulega úrvinnsla á sjúkdómnum og þeim sársauka sem honum fylgir. „Það tók svolítið á að koma á framfæri hvað innra með mér dró mig út í það að syngja og öskra á sviði um sársauka og hvernig það er hægt að takast á við hann – en eftir að ég komst að því hvað fékk mig til að vilja gera þetta þá vildi ég svolítið varpa þessari hreinskilni út í kosmósið. Síst af öllu vil ég að eitthvað sem er hluti af líkama mínum sé tabú; sama hvort mér líkar betur eða verr þá mun þessi sjúkdómur vera hluti af lífi mínu þangað til ég dey. Á meðan ég er hraustur vil ég nota krafta mína í að skapa eitthvað sem vekur aðra til umhugsunar um hvað lífið er í raun og veru stutt.“Tónleikarnir fara fram á Gauknum þann 10. júní næstkomandi. Ásamt þeim kemur hljómsveitin Auðn fram og miðaverð er 2.000 krónur og mun hluti ágóðans renna til CCU eins og áður sagði. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Við vorum að gefa út okkar fjórðu plötu, The Four Doors of the Mind, nú á dögunum. Við tókum upp plötuna í fyrra en mig hefur langað til að gefa út þessa plötu í langan tíma. Í fyrsta skiptið er ég ekki að nota eigin ljóð heldur ljóð nafna míns, Jóhanns Sigurjónssonar – sem orti til dæmis Sofðu unga ástin mín. Það er brætt saman við skrif bókahöfundarins Patrick Rothfuss sem skrifaði einmitt um þessar fjórar dyr hugans sem platan heitir eftir. Þessar fjórar dyr hugans eru sem sagt tæki til að takast á við sársauka,“ segir Jóhann Örn Sigurjónsson úr hljómsveitinni Dynfara sem heldur útgáfutónleika 10. júní næstkomandi. Hluti ágóðans af tónleikunum mun renna til renna til Crohn's og Colitis ulcerosa samtakanna (CCU) en í dag er einmitt alþjóðlegur dagur IBD-sjúkdóma. Ástæða þess að sársaukinn var innblástur á plötunni er sú að Jóhann er sjálfur greindur með sáraristilbólgu.„Árið 2012 var ég greindur með sjálfsofnæmissjúkdóminn colitis ulcerosa eða sáraristilbólgu. Það hefur engin lækning verið fundin við þessum sjúkdómi og það er mjög lítið vitað um eðli og orsakir sjúkdómsins. Þetta er meltingarsjúkdómur sem lýsir sér með sárum og bólgum í meltingarfærum og veldur kvalafullum kviðverkjum, þyngdartapi og auðvitað fer maður oftar á dolluna en eðlilegt gæti talist. Ég þjáðist mikið af þessu fyrir svona fjórum, fimm árum síðan. Ég fékk margar kveisur, prófaði alls konar lyfjagjafir og var speglaður og allt þetta. Síðan datt ég niður á lyfjasamsetningu sem virkaði á mig þannig að ég er búinn að vera í sjúkdómshléi í um það bil fjögur ár núna. Ég tek þrjár tegundir lyfja daglega og bætiefni. Einkennin ganga dálítið í bylgjum – ég prófaði að minnka skammtinn og fann þá strax að sjúkdómurinn kraumar þarna enn þá. Það geta alveg komið bakslög með skömmum fyrirvara – svona sjúkdómshlé er ekkert varanlegt, það hefur varað í fjögur ár núna en maður veit ekki hvað gerist.“ Jóhann tekur fram að hann sé alls ekki að leita að vorkunn eða einhverri ódýrri leið til að koma hljómsveitinni sinni á framfæri heldur sé þetta hans persónulega úrvinnsla á sjúkdómnum og þeim sársauka sem honum fylgir. „Það tók svolítið á að koma á framfæri hvað innra með mér dró mig út í það að syngja og öskra á sviði um sársauka og hvernig það er hægt að takast á við hann – en eftir að ég komst að því hvað fékk mig til að vilja gera þetta þá vildi ég svolítið varpa þessari hreinskilni út í kosmósið. Síst af öllu vil ég að eitthvað sem er hluti af líkama mínum sé tabú; sama hvort mér líkar betur eða verr þá mun þessi sjúkdómur vera hluti af lífi mínu þangað til ég dey. Á meðan ég er hraustur vil ég nota krafta mína í að skapa eitthvað sem vekur aðra til umhugsunar um hvað lífið er í raun og veru stutt.“Tónleikarnir fara fram á Gauknum þann 10. júní næstkomandi. Ásamt þeim kemur hljómsveitin Auðn fram og miðaverð er 2.000 krónur og mun hluti ágóðans renna til CCU eins og áður sagði.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira