Fékk fyrsta launaseðilinn sem NFL-leikmaður og fagnaði svona | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:00 Takk McKinley. Vísir/Samsett/Getty Einn af áhugaverðari nýliðum ameríska fótboltans á næstu leiktíð verður örugglega varnarmaðurinn Takkarist McKinley sem vanalega gengur undir nafninu Takk. Takkarist McKinley náði strax athygli bandarískra fjölmiðla þegar hann mætti upp á svið með mynd af látinni ömmu sinni þegar Atlanta Falcons valdi hann númer 26 í nýliðavalinu á dögunum. Takk McKinley hélt síðan hjartræma ræðu um það hvernig hann væri nú að uppfylla loforð sitt við gömlu konuna á dánarbeði hennar. McKinley átti erfitt með sig og það var ljóst að hann var lifa drauminn og ná að bjarga fjölskyldu sinni úr mikill fátækt. McKinley var líka orðinn ríkur maður. Atlanta Falcons samdi við strákinn og hann fær 10,2 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða einn milljarð íslenskra króna. Takk McKinley fékk strax meira en helminginn, alls 548 milljónir íslenskra króna, um leið og hann skrifaði undir. Viðbrögð hans þegar peningurinn kom inn á reikninginn slógu í gegn á samfélagsmiðlum. Þar sagðist hann vera þakklátur fyrir að fara úr því að vera bláfátækur í að verða milljónamæringur á einni nóttu. Þá bauð hann líka upp á óborganlegan dans sem má sjá hér.To see my family struggle everyday growing up and now I can help change that..YES I'M HAPPY! Don't worry I'll be this happy getting sacks pic.twitter.com/LckhYSEkQ8 — Takkarist McKinley (@Takk) June 1, 2017 Takk McKinley mun hafa það starf að reyna að fella leikstjórnendur mótherja Atlanta Falcons á komandi tíma og miðað við þennan dans þá er örugglega mörgum stuðningsmönnum Fálkanna örugglega farið að hlakka til að sjá hann fagna leikstjórnendafellunum sínum. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Sjá meira
Einn af áhugaverðari nýliðum ameríska fótboltans á næstu leiktíð verður örugglega varnarmaðurinn Takkarist McKinley sem vanalega gengur undir nafninu Takk. Takkarist McKinley náði strax athygli bandarískra fjölmiðla þegar hann mætti upp á svið með mynd af látinni ömmu sinni þegar Atlanta Falcons valdi hann númer 26 í nýliðavalinu á dögunum. Takk McKinley hélt síðan hjartræma ræðu um það hvernig hann væri nú að uppfylla loforð sitt við gömlu konuna á dánarbeði hennar. McKinley átti erfitt með sig og það var ljóst að hann var lifa drauminn og ná að bjarga fjölskyldu sinni úr mikill fátækt. McKinley var líka orðinn ríkur maður. Atlanta Falcons samdi við strákinn og hann fær 10,2 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða einn milljarð íslenskra króna. Takk McKinley fékk strax meira en helminginn, alls 548 milljónir íslenskra króna, um leið og hann skrifaði undir. Viðbrögð hans þegar peningurinn kom inn á reikninginn slógu í gegn á samfélagsmiðlum. Þar sagðist hann vera þakklátur fyrir að fara úr því að vera bláfátækur í að verða milljónamæringur á einni nóttu. Þá bauð hann líka upp á óborganlegan dans sem má sjá hér.To see my family struggle everyday growing up and now I can help change that..YES I'M HAPPY! Don't worry I'll be this happy getting sacks pic.twitter.com/LckhYSEkQ8 — Takkarist McKinley (@Takk) June 1, 2017 Takk McKinley mun hafa það starf að reyna að fella leikstjórnendur mótherja Atlanta Falcons á komandi tíma og miðað við þennan dans þá er örugglega mörgum stuðningsmönnum Fálkanna örugglega farið að hlakka til að sjá hann fagna leikstjórnendafellunum sínum.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Sjá meira