Ákærðir fyrir innflutning á sögulegu magni af amfetamínbasa Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 13:10 Hægt hefði verið að framleiða um 150 kíló af amfetamíni úr vökvanum. Vísir/GVA Héraðssaksóknari hefur ákært tvo pólska karlmenn á sextugsaldri fyrir innflutning á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. október síðastliðinn. Basinn var falinn í bensíntanki bifreiðar sem þeir fluttu til landsins með Norrænu. RÚV greindi fyrst frá þessu. Hægt hefði verið að framleiða um 150 kíló af amfetamíni úr vökvanum. Samkvæmt ákærunni óku þeir frá Varsjá í Póllandi til Þýskalands, þaðan til Hirtshals í Danmörku og fóru svo með Norrænu til Seyðisfjarðar með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum. Þar fundu tollverðir svo amfetamínbasann falinn í bensíntanki bílsins í 23 hálfs lítra plastflöskum. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan.Sjá einnig: Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í NorrænuEins og Vísir hefur greint frá hafa mennirnir tveir báðir neitað að hafa vitað að þeir flyttu efnin. Upphaflega sögðust þeir báðir hafa komið hingað frá Póllandi í leit að vinnu. Síðar viðurkenndi annar þeirra að að tilgangur ferðarinnar hingað til lands hafi verið að sækja hingað peninga og fara með þá aftur til baka til Póllands fyrir mann sem hann þekkir í Póllandi.Sögulegt magn amfetamínbasa Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft. Styrkleiki amfetamíns sem dreift er hér á markaði er að meðaltali 5,8 prósent samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi. Sé miðað við þennan styrkleika er að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti. Málið var unnið af tollyfirvöldum á Íslandi í samstarfi við tollgæsluna í Færeyjum.Í umfjöllun Stöðvar 2 um málið í síðasta mánuði sagði lögreglan að ljóst væri að fleiri aðilar tengist málinu. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo pólska karlmenn á sextugsaldri fyrir innflutning á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. október síðastliðinn. Basinn var falinn í bensíntanki bifreiðar sem þeir fluttu til landsins með Norrænu. RÚV greindi fyrst frá þessu. Hægt hefði verið að framleiða um 150 kíló af amfetamíni úr vökvanum. Samkvæmt ákærunni óku þeir frá Varsjá í Póllandi til Þýskalands, þaðan til Hirtshals í Danmörku og fóru svo með Norrænu til Seyðisfjarðar með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum. Þar fundu tollverðir svo amfetamínbasann falinn í bensíntanki bílsins í 23 hálfs lítra plastflöskum. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan.Sjá einnig: Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í NorrænuEins og Vísir hefur greint frá hafa mennirnir tveir báðir neitað að hafa vitað að þeir flyttu efnin. Upphaflega sögðust þeir báðir hafa komið hingað frá Póllandi í leit að vinnu. Síðar viðurkenndi annar þeirra að að tilgangur ferðarinnar hingað til lands hafi verið að sækja hingað peninga og fara með þá aftur til baka til Póllands fyrir mann sem hann þekkir í Póllandi.Sögulegt magn amfetamínbasa Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft. Styrkleiki amfetamíns sem dreift er hér á markaði er að meðaltali 5,8 prósent samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi. Sé miðað við þennan styrkleika er að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti. Málið var unnið af tollyfirvöldum á Íslandi í samstarfi við tollgæsluna í Færeyjum.Í umfjöllun Stöðvar 2 um málið í síðasta mánuði sagði lögreglan að ljóst væri að fleiri aðilar tengist málinu.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira