Beittu vændistálbeitu til að fremja rán Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. desember 2017 06:00 Myndin tengist fréttinni ekki. NordicPhotos/Getty Kona og karlmaður, bæði um tvítugt, voru sakfelld fyrir rán í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Samkvæmt dómnum þykir sannað að ákærðu hafi í sameiningu blekkt eldri mann með samskiptum við hann á samfélagsmiðlum og talið honum trú um að hann væri að kaupa vændi af tveimur stúlkum. Þau fengu brotaþola til að bjóða sér inn heima hjá sér undir þessu yfirskini en þegar inn var komið ruddust aðrir tveir menn inn og réðust að manninum með exi, kylfu og byssu, þvinguðu hann í gólfið og veittu honum ýmsa áverka þar á meðal stungusár á læri, sár á sköflungi, rifbrot og hruflsár á hálsi. Meðan þessu fór fram kröfðu þeir manninn um peninga. Atlögunni lauk þegar nágranni kom að og hringdi á lögreglu en á flóttanum höfðu ákærðu með sér verkjalyf, sígarettur og iPhone 5 síma. Málavöxtum er þannig lýst í dóminum að lögregla hafi verið kvödd að húsi við Reynimel í Reykjavík vegna innbrots. Brotaþoli greindi lögreglu frá því á vettvangi að hann hefði samið um að tvær vændiskonur kæmu til hans þetta kvöld en hann hafði áður verið í sambandi við stúlku á netinu og síðar einnig karlmann og hefði þeim samist um að tvær stúlkur kæmu til hans. Önnur stúlkan og karlmaður hefðu komið til hans um klukkan níu þetta kvöld og sagt að hin stúlkan væri á leiðinni. Skömmu síðar hefði verið barið að dyrum og þegar hann opnaði hefðu þrír grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á hann ásamt manninum sem þegar var kominn. Mennirnir hafi verið vopnaðir öxi, hafnaboltakylfu og tveir þeirra auk þess með vasahnífa. Þeir hafi krafið sig um peninga en þegar hann neitaði því hefðu þeir beitt sig ofbeldi. Grunur tók að beinast að ákærðu eftir rannsókn á síma brotaþola og játuðu dómfelldu að hafa komið í íbúðina. Karlmaðurinn játaði aðild að hluta en benti á aðra menn sem helstu skipuleggjendur brotsins. Þá játaði konan að hafa komið í íbúðina sem tálbeita. Enn er óupplýst hverjir það voru sem ruddust inn og réðust á brotaþola eftir að ákærðu voru komin inn til hans. Konan var ekki ákærð fyrir þátt í líkamsárásinni en karlinn var sýknaður af þeirri ákæru vegna sönnunarskorts. Brotaþoli var einn um að bera að hann hafi ráðist á hann með fyrrgreindum hætti ásamt hinum óþekktu mönnum en að mati dómsins styðja önnur gögn málsins ekki framburð brotaþola um aðild hans að líkamsárásinni. Konan hlaut 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ránið en karlmaðurinn var dæmdur til fangelsisvistar í þrjá mánuði óskilorðsbundið en hann rauf skilorð með broti sínu og var dæmdur hegningarauki. Auk þeirra tveggja sem sakfelld voru fyrir ránið var þriðji maðurinn ákærður í málinu, en hann var sýknaður, aðallega vegna sönnunarskorts en einnig vegna nafnaruglings í ákæru þar sem nöfnum hans og meðákærða var ruglað saman. Lögum samkvæmt má ekki dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru er greint frá né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Ákvæðið heimilar þó leiðréttingu á misritun en í dóminum er ekki fallist á að misritun nafna ákærðu sé aukaatriði sem leiðrétta megi með bókun. Þar sem hin ákærðu voru sýknuð af líkamsárás og aðrir árásarmenn eru óþekktir, var enginn sakfelldur fyrir líkamsárásina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Kona og karlmaður, bæði um tvítugt, voru sakfelld fyrir rán í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Samkvæmt dómnum þykir sannað að ákærðu hafi í sameiningu blekkt eldri mann með samskiptum við hann á samfélagsmiðlum og talið honum trú um að hann væri að kaupa vændi af tveimur stúlkum. Þau fengu brotaþola til að bjóða sér inn heima hjá sér undir þessu yfirskini en þegar inn var komið ruddust aðrir tveir menn inn og réðust að manninum með exi, kylfu og byssu, þvinguðu hann í gólfið og veittu honum ýmsa áverka þar á meðal stungusár á læri, sár á sköflungi, rifbrot og hruflsár á hálsi. Meðan þessu fór fram kröfðu þeir manninn um peninga. Atlögunni lauk þegar nágranni kom að og hringdi á lögreglu en á flóttanum höfðu ákærðu með sér verkjalyf, sígarettur og iPhone 5 síma. Málavöxtum er þannig lýst í dóminum að lögregla hafi verið kvödd að húsi við Reynimel í Reykjavík vegna innbrots. Brotaþoli greindi lögreglu frá því á vettvangi að hann hefði samið um að tvær vændiskonur kæmu til hans þetta kvöld en hann hafði áður verið í sambandi við stúlku á netinu og síðar einnig karlmann og hefði þeim samist um að tvær stúlkur kæmu til hans. Önnur stúlkan og karlmaður hefðu komið til hans um klukkan níu þetta kvöld og sagt að hin stúlkan væri á leiðinni. Skömmu síðar hefði verið barið að dyrum og þegar hann opnaði hefðu þrír grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á hann ásamt manninum sem þegar var kominn. Mennirnir hafi verið vopnaðir öxi, hafnaboltakylfu og tveir þeirra auk þess með vasahnífa. Þeir hafi krafið sig um peninga en þegar hann neitaði því hefðu þeir beitt sig ofbeldi. Grunur tók að beinast að ákærðu eftir rannsókn á síma brotaþola og játuðu dómfelldu að hafa komið í íbúðina. Karlmaðurinn játaði aðild að hluta en benti á aðra menn sem helstu skipuleggjendur brotsins. Þá játaði konan að hafa komið í íbúðina sem tálbeita. Enn er óupplýst hverjir það voru sem ruddust inn og réðust á brotaþola eftir að ákærðu voru komin inn til hans. Konan var ekki ákærð fyrir þátt í líkamsárásinni en karlinn var sýknaður af þeirri ákæru vegna sönnunarskorts. Brotaþoli var einn um að bera að hann hafi ráðist á hann með fyrrgreindum hætti ásamt hinum óþekktu mönnum en að mati dómsins styðja önnur gögn málsins ekki framburð brotaþola um aðild hans að líkamsárásinni. Konan hlaut 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ránið en karlmaðurinn var dæmdur til fangelsisvistar í þrjá mánuði óskilorðsbundið en hann rauf skilorð með broti sínu og var dæmdur hegningarauki. Auk þeirra tveggja sem sakfelld voru fyrir ránið var þriðji maðurinn ákærður í málinu, en hann var sýknaður, aðallega vegna sönnunarskorts en einnig vegna nafnaruglings í ákæru þar sem nöfnum hans og meðákærða var ruglað saman. Lögum samkvæmt má ekki dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru er greint frá né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Ákvæðið heimilar þó leiðréttingu á misritun en í dóminum er ekki fallist á að misritun nafna ákærðu sé aukaatriði sem leiðrétta megi með bókun. Þar sem hin ákærðu voru sýknuð af líkamsárás og aðrir árásarmenn eru óþekktir, var enginn sakfelldur fyrir líkamsárásina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira