Lífið

Manúela ræðir stefnu­móta­menningu: „Mér hefur ekki verið boðið á deit í mörg ár"

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manúela alltaf skemmtileg.
Manúela alltaf skemmtileg.
„Mér hefur ekki verið boðið á deit í mörg ár, bara síðan að Snorri [Björnsson] gerði það,“ segir Manúela Ósk í morgunþættinum Brennslan á FM957. Hún var þar í viðtali í morgun og ræddu um stefnumótamenningu hér á landi.

Manúela starfar töluvert í kringum Miss Universe keppnina sem fram fór í Las Vegas á dögunum. Þar keppti Arna Ýr Jónsdóttir fyrir Íslands hönd en hún komst ekki í gegnum niðurskurð í keppninni.

„Ég er bara reið því Arna átti svo svakalega skilið að komast áfram. Það fannst öllum og fólk var að koma upp að mér í sjokki þegar hún komst ekki áfram. Þetta kom mér rosalega á óvart,“ segir Manúela sem segir að Arna hafi undirbúið sig mjög vel fyrir keppnina.

Þessi fyrrum fegurðardrottning Íslands heldur áfram að tala um stefnumótamenningu Íslendinga og segir að karlmenn í Bandaríkjunum séu mun ákveðnari í því að bjóða konum á stefnumót og að íslenskir karlmenn þori því síður.

„Ég bara man ekki eftir því að hafa verið boðið á stefnumót. Úti í Bandaríkjunum er þetta allt öðruvísi og þar tíðkast að fólk sé að deita marga í einu. Þar er mjög öflug deitmenning, sérstaklega í L.A.“

Hér að neðan má hlusta viðtalið við Manúelu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×