Tólf til fimmtán þúsund manns í Kringluna á aðfangadag Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. desember 2017 13:15 Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Tólf til fimmtán þúsund manns fara í Kringluna á aðfangadag til að klára jólainnkaupin. Kaupmaður sem hefur staðið vaktina í áratugi segir jólin ekki koma án þess að vera bakvið búðarborðið og að stemningin á aðfangadag sé alveg einstök. Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Framkvæmdastjóri Kringlunnar er sérlega ánægður með hve margir sýndu hlýhug í verki og settu jólagjöf undir tréð handa börnum á Íslandi sem fá engar eða fáar gjafir. „Í ár erum við að telja næstum því 10.000 gjafir sem bera landanum fagurt vitni um hlýjan hug og samhug á þessari stund barnanna,“ segir Sigurjón Örn Þórðarson. Sigurjón segir kaupmenn líka sátta við jólavertíðina sem hefur verið góð í ár þrátt fyrir utanlandsferðir landans og netverslun. „Hvað varðar aðfangadag sjálfan þá koma á bilinu 12 til 15 þúsund á þessum þremur klukkutímum. Það eru margir á síðustu stundu þannig að það er mikil ástæða til þess að hafa opið.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins, hefur staðið vaktina á aðfangadag í nítján ár. „Það er brjálað að gera á aðfangadag og alltaf verið. Mennirnir eru að ná í skyrturnar sem þeir eiga ekki til heima og konan að redda síðustu gjöfinni þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Vilhjálmur. Og jólaverslunin er fastur liður í hátíðarhöldunum. „Jólin væru ekki til nema þetta væri. Jólin fyrir mér er að vinna í þessum bransa og aðstoða. Það er ómissandi og ég veit ekki hvað ég ætti að gera annað.“ Jól Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Tólf til fimmtán þúsund manns fara í Kringluna á aðfangadag til að klára jólainnkaupin. Kaupmaður sem hefur staðið vaktina í áratugi segir jólin ekki koma án þess að vera bakvið búðarborðið og að stemningin á aðfangadag sé alveg einstök. Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Framkvæmdastjóri Kringlunnar er sérlega ánægður með hve margir sýndu hlýhug í verki og settu jólagjöf undir tréð handa börnum á Íslandi sem fá engar eða fáar gjafir. „Í ár erum við að telja næstum því 10.000 gjafir sem bera landanum fagurt vitni um hlýjan hug og samhug á þessari stund barnanna,“ segir Sigurjón Örn Þórðarson. Sigurjón segir kaupmenn líka sátta við jólavertíðina sem hefur verið góð í ár þrátt fyrir utanlandsferðir landans og netverslun. „Hvað varðar aðfangadag sjálfan þá koma á bilinu 12 til 15 þúsund á þessum þremur klukkutímum. Það eru margir á síðustu stundu þannig að það er mikil ástæða til þess að hafa opið.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins, hefur staðið vaktina á aðfangadag í nítján ár. „Það er brjálað að gera á aðfangadag og alltaf verið. Mennirnir eru að ná í skyrturnar sem þeir eiga ekki til heima og konan að redda síðustu gjöfinni þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Vilhjálmur. Og jólaverslunin er fastur liður í hátíðarhöldunum. „Jólin væru ekki til nema þetta væri. Jólin fyrir mér er að vinna í þessum bransa og aðstoða. Það er ómissandi og ég veit ekki hvað ég ætti að gera annað.“
Jól Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira