Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Benedikt Bóas skrifar 15. desember 2017 11:00 Samkvæmt nefndinni um endurgreiðslu fór fyrir brjóstið á henni að Kórar Íslands væru í beinni útsendingu. Vísir/Daníel Þór Ágústsson „Við erum að leita leiða um hvað við getum gert í þessari stöðu því við trúum þessu varla ennþá,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, en endurgreiðsla upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar við þáttaröðina Kórar Íslands, sem framleidd var fyrir Stöð 2, fæst ekki. Ástæðan er að þáttaröðin þótti ekki nógu menningarleg. Gert var ráð fyrir endurgreiðslunni þegar ákveðið var að gera þáttaröðina og tap Sagafilm því mikið. Farið verður yfir málið með lögfræðingum á næstu dögum, að sögn Hilmars, sem er allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Í dómi nefndar um endurgreiðslu kemur fram að til að fá endurgreiðsluna þurfi að fá minnst fjögur stig. Kórar Íslands fá aðeins þrjú og uppfylla ekki atriði sem snúa að vísun í sögupersónu eða einstakling úr íslenskum menningararfi, sögu úr samfélaginu eða trúarbrögðum. Söguþráðurinn sé ekki byggður á bókmenntaverki, það sé engin sérstök tilvísun til viðfangsefna líðandi stundar og að mikilvægt gildi kóranna hafi ekki komið fram í framleiðslu þáttanna.Samkvæmt Saga Film bjuggust þeir við að fá 14 menningarstig fyrir þættina um Kóra Íslands en fengu aðeins þrjú. Fréttablaðið/Daníel ÁgústssonÞá er ekki vísað nóg til íslenskra eða evrópskra siða, venja og menningar í þáttunum og fær þáttaröðin aðeins eitt stig þar. Sagafilm metur að með sanngirni eigi verkefnið að fá 12 stig en upphaflega var gert ráð fyrir 14 stigum. Sagafilm kærði þessa niðurstöðu og í greinargerð fyrirtækisins kemur fram að verulegir fjárhagslegri hagsmunir séu eru í húfi. Þá er bent á að bandarísk bílahasarmynd hafi náð þessum fjórum stigum og fengið endurgreiðslu. Hilmar segir að Biggest Loser hafi einnig fengið endurgreiðslu. Ekki náðist í Þóru Hallgrímsdóttur, formann nefndarinnar, en í greinargerð hennar vegna kæru Sagafilm kemur fram að ekki sé verið að gera lítið úr kórastarfi á Íslandi en það vanti meiri úrvinnslu. Þá hafi eitt stig verið gefið af sanngirnisástæðum. Heildarmatið sé því að þáttaröðin, Kórar Íslands, uppfylli ekki menningarhlutann. Kórar Íslands Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
„Við erum að leita leiða um hvað við getum gert í þessari stöðu því við trúum þessu varla ennþá,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, en endurgreiðsla upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar við þáttaröðina Kórar Íslands, sem framleidd var fyrir Stöð 2, fæst ekki. Ástæðan er að þáttaröðin þótti ekki nógu menningarleg. Gert var ráð fyrir endurgreiðslunni þegar ákveðið var að gera þáttaröðina og tap Sagafilm því mikið. Farið verður yfir málið með lögfræðingum á næstu dögum, að sögn Hilmars, sem er allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Í dómi nefndar um endurgreiðslu kemur fram að til að fá endurgreiðsluna þurfi að fá minnst fjögur stig. Kórar Íslands fá aðeins þrjú og uppfylla ekki atriði sem snúa að vísun í sögupersónu eða einstakling úr íslenskum menningararfi, sögu úr samfélaginu eða trúarbrögðum. Söguþráðurinn sé ekki byggður á bókmenntaverki, það sé engin sérstök tilvísun til viðfangsefna líðandi stundar og að mikilvægt gildi kóranna hafi ekki komið fram í framleiðslu þáttanna.Samkvæmt Saga Film bjuggust þeir við að fá 14 menningarstig fyrir þættina um Kóra Íslands en fengu aðeins þrjú. Fréttablaðið/Daníel ÁgústssonÞá er ekki vísað nóg til íslenskra eða evrópskra siða, venja og menningar í þáttunum og fær þáttaröðin aðeins eitt stig þar. Sagafilm metur að með sanngirni eigi verkefnið að fá 12 stig en upphaflega var gert ráð fyrir 14 stigum. Sagafilm kærði þessa niðurstöðu og í greinargerð fyrirtækisins kemur fram að verulegir fjárhagslegri hagsmunir séu eru í húfi. Þá er bent á að bandarísk bílahasarmynd hafi náð þessum fjórum stigum og fengið endurgreiðslu. Hilmar segir að Biggest Loser hafi einnig fengið endurgreiðslu. Ekki náðist í Þóru Hallgrímsdóttur, formann nefndarinnar, en í greinargerð hennar vegna kæru Sagafilm kemur fram að ekki sé verið að gera lítið úr kórastarfi á Íslandi en það vanti meiri úrvinnslu. Þá hafi eitt stig verið gefið af sanngirnisástæðum. Heildarmatið sé því að þáttaröðin, Kórar Íslands, uppfylli ekki menningarhlutann.
Kórar Íslands Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira