Segja röskun verða á flugi 10 þúsund farþega komi til verkfalls flugvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 15:58 Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýna félag flugvirkja harðlega. Deilan varðar kjör flugvirkja hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætla að röskun verði á flugi hjá 10 þúsund farþegum dag hvern sem aðgerðir flugvirkja standa yfir. Þetta segja samtökin í tilefni af boðaðs ótímabundins verkfalls sem Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað frá og með næstkomandi sunnudegi 17. desember næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair. Samtök ferðaþjónustunnar segja Flugvirkjafélag Íslands hafa boðað til verkfalls á um það bil eins og hálfs árs fresti frá árinu 2009 með tilheyrandi óvissu og höggi fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. „Það segir sig sjálft að slíkt vinnumarkaðslíkan gengur ekki upp og er fullreynt. Tryggja verður stöðugt rekstrarumhverfi greinarinnar til framtíðar. Það er umhugsunarefni hvernig fámennir hópar í kjarabaráttu geta ítrekað komið ferðaþjónustunni í uppnám. Jól og áramót eru handan við hornið, en Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir hátíðirnar hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Ferðaþjónustan er afar viðkvæm atvinnugrein, sérstaklega á landsbyggðinni, og má við litlum áföllum ásamt því að afleiddar atvinnugreinar eiga mikið undir að flugsamgöngur til og frá landinu séu greiðar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni. Hún segir verkfallshótun flugvirkja hafa þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist ásamt því að ferðaheildsalar séu uggandi. „Umræðan ein og sér hefur þannig þegar haft áhrif. Tryggar samgöngur til og frá landinu er eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsatvinnugrein landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu um 39% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, eða 463 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu frá Stjórn samtakanna. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætlar á sama tíma að beinar, nettó, tekjur ríkis og sveitarfélaga af greininni hafi numið um 54 milljörðum króna. „Þá eru óbein áhrif greinarinnar mikil og því mun stöðvun flugs þess félags sem flýgur með 10 þúsund ferðamenn á dag, og hefur mesta markaðshlutdeild, hafa mikil neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Á hverjum degi sem verkfall stendur yfir er fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið því gífurlegt,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Eru samningsaðilar hvattir til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar treysta því að samningar náist sem allra fyrst þannig að ekki komi til aðgerða af hálfu flugvirkja næstkomandi sunnudag. Fréttir af flugi Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætla að röskun verði á flugi hjá 10 þúsund farþegum dag hvern sem aðgerðir flugvirkja standa yfir. Þetta segja samtökin í tilefni af boðaðs ótímabundins verkfalls sem Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað frá og með næstkomandi sunnudegi 17. desember næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair. Samtök ferðaþjónustunnar segja Flugvirkjafélag Íslands hafa boðað til verkfalls á um það bil eins og hálfs árs fresti frá árinu 2009 með tilheyrandi óvissu og höggi fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. „Það segir sig sjálft að slíkt vinnumarkaðslíkan gengur ekki upp og er fullreynt. Tryggja verður stöðugt rekstrarumhverfi greinarinnar til framtíðar. Það er umhugsunarefni hvernig fámennir hópar í kjarabaráttu geta ítrekað komið ferðaþjónustunni í uppnám. Jól og áramót eru handan við hornið, en Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir hátíðirnar hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Ferðaþjónustan er afar viðkvæm atvinnugrein, sérstaklega á landsbyggðinni, og má við litlum áföllum ásamt því að afleiddar atvinnugreinar eiga mikið undir að flugsamgöngur til og frá landinu séu greiðar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni. Hún segir verkfallshótun flugvirkja hafa þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist ásamt því að ferðaheildsalar séu uggandi. „Umræðan ein og sér hefur þannig þegar haft áhrif. Tryggar samgöngur til og frá landinu er eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsatvinnugrein landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu um 39% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, eða 463 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu frá Stjórn samtakanna. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætlar á sama tíma að beinar, nettó, tekjur ríkis og sveitarfélaga af greininni hafi numið um 54 milljörðum króna. „Þá eru óbein áhrif greinarinnar mikil og því mun stöðvun flugs þess félags sem flýgur með 10 þúsund ferðamenn á dag, og hefur mesta markaðshlutdeild, hafa mikil neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Á hverjum degi sem verkfall stendur yfir er fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið því gífurlegt,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Eru samningsaðilar hvattir til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar treysta því að samningar náist sem allra fyrst þannig að ekki komi til aðgerða af hálfu flugvirkja næstkomandi sunnudag.
Fréttir af flugi Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira