Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. desember 2017 19:15 Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um vanda heimilislausra í Reykjavík en samkvæmt úttekt velferðarsviðs frá því í júní eru 349 einstaklingar utangarðs eða á götunni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum. Borgin hefur í haust keypt 144 íbúðir sem heimilislausir einstaklingar ættu að flutt inn í mjög fljótlega. Þær verða þó einungis tímabundið úrræði á meðan unnið er að uppbyggingu fleiri félagslegra íbúða. „Það er verið að standsetja íbúðirnar og þær fyrstu eru að koma til úthlutunar þessar vikurnar. Víðinesið fer að verað klárt líka, þannig það er bara spurning um daga og vikur," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Um fjórtán gistirými verða á Víðinesi en það er einungis neyðarúrræði sem verður í boði á meðan leitað er að varanlegu húsnæði. Borgarstjóri hefur kallað önnur sveitarfélög til ábyrgðar og sagt nauðsynlegt að fjölga félagslegum íbúðum víðar en í borginni. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar stendur til að fjölga þeim um 10% á næsta ári og bæjarstjóri Hafnafjarðar segir að bærinn stefni að því að verja 500 milljónum árlega til ársins 2020 til kaupa á félagslegu húsnæði. Í Kópavogi verður á föstudag opnað nýtt heimili fyrir fólk sem býr á götunni þegar fyrsti íbúinn mun flytja inn í átta til níu herbergja húsnæði. Heimilið er ætlað fyrir fólk sem getur ekki verið í félagslegum íbúðum. Þar má fólkið búa í þrjú ár og fá á meðan aðstoð frá ráðgjöfum. Vonir standa til þess að fólkið verði þá hæft til að færa sig í hefðbundnar félagslegar íbúðir. „Ég lít svo á að bæjaryfirvöld séu í ákveðinni vegferð í þessum málum af því allir gera sér grein fyrir því að það er talsvert af fólki sem á í húsnæðislegum erfiðleikum og þarf á þessari þjónustu að halda," segir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs. Húsnæðið kostaði 100 milljónir króna og er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður um 35 milljónir króna. Íbúarnir koma úr ýmsum aðstæðum; sumir búa nú hjá vinum eða ættingjum, en aðrir eru að koma úr meðferð eða fangelsi. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um vanda heimilislausra í Reykjavík en samkvæmt úttekt velferðarsviðs frá því í júní eru 349 einstaklingar utangarðs eða á götunni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum. Borgin hefur í haust keypt 144 íbúðir sem heimilislausir einstaklingar ættu að flutt inn í mjög fljótlega. Þær verða þó einungis tímabundið úrræði á meðan unnið er að uppbyggingu fleiri félagslegra íbúða. „Það er verið að standsetja íbúðirnar og þær fyrstu eru að koma til úthlutunar þessar vikurnar. Víðinesið fer að verað klárt líka, þannig það er bara spurning um daga og vikur," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Um fjórtán gistirými verða á Víðinesi en það er einungis neyðarúrræði sem verður í boði á meðan leitað er að varanlegu húsnæði. Borgarstjóri hefur kallað önnur sveitarfélög til ábyrgðar og sagt nauðsynlegt að fjölga félagslegum íbúðum víðar en í borginni. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar stendur til að fjölga þeim um 10% á næsta ári og bæjarstjóri Hafnafjarðar segir að bærinn stefni að því að verja 500 milljónum árlega til ársins 2020 til kaupa á félagslegu húsnæði. Í Kópavogi verður á föstudag opnað nýtt heimili fyrir fólk sem býr á götunni þegar fyrsti íbúinn mun flytja inn í átta til níu herbergja húsnæði. Heimilið er ætlað fyrir fólk sem getur ekki verið í félagslegum íbúðum. Þar má fólkið búa í þrjú ár og fá á meðan aðstoð frá ráðgjöfum. Vonir standa til þess að fólkið verði þá hæft til að færa sig í hefðbundnar félagslegar íbúðir. „Ég lít svo á að bæjaryfirvöld séu í ákveðinni vegferð í þessum málum af því allir gera sér grein fyrir því að það er talsvert af fólki sem á í húsnæðislegum erfiðleikum og þarf á þessari þjónustu að halda," segir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs. Húsnæðið kostaði 100 milljónir króna og er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður um 35 milljónir króna. Íbúarnir koma úr ýmsum aðstæðum; sumir búa nú hjá vinum eða ættingjum, en aðrir eru að koma úr meðferð eða fangelsi.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira