Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. desember 2017 02:00 Þó svo að Katrín Jakobsdóttir sé undrandi og glöð segir hún mikilvægt að ríkisstjórnin standi undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. vísir/stefán Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Ekki virðist vera munur á afstöðu til ríkisstjórnarinnar eftir kyni. Hins vegar er nokkur munur þegar horft er til aldurs. Þannig segjast 85 prósent kjósenda í aldurshópnum 50 ára og eldri styðja ríkisstjórnina en 15 prósent styðja hana ekki. Aftur á móti segjast einungis 73 prósent í aldurshópnum 18-49 ára styðja hana á meðan 27 prósent segjast ekki styðja hana. Gallup birtir á vef sínum ítarlegar upplýsingar um stuðning við ríkisstjórnir síðustu tvo áratugina. Samkvæmt þeim upplýsingum mælist engin ríkisstjórn með viðlíka stuðning á þessari öld, ef undanskilin er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem mældist 83 prósent mánuði eftir alþingiskosningarnar 2007.Úr niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins„Ég er auðvitað bæði undrandi og glöð með þennan stuðning og þakklát fyrir þann meðbyr sem við fáum í upphafi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Katrín segir að niðurstaða könnunarinnar breyti því ekki að hún sé fyrst og fremst að hugsa um verkefnin fram undan. „Þótt gott sé að fá meðbyr í upphafi þá kallar þetta á enn ríkari kröfur um að standa undir þeim væntingum sem fólk hefur,“ segir Katrín. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er svo þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi síðan rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með slétt fjögur prósent.Fjöldi þngsæta eftir flokkum og skipting þeirra.Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, Vinstri græn myndu fá 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin myndi verða stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn með níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn myndu hafa fimm menn hvor þingflokkur. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar myndi þingflokkum fækka úr átta í sex ef kosið væri í dag því hvorki Viðreisn né Flokkur fólksins myndu fá kjörna þingmenn. Þetta eru fyrstu niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru á fylgi flokka eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku og á föstudaginn tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Fyrsti fundur Alþingis eftir kosningar verður fimmtudaginn 14. desember, það er í næstu viku. Þann dag verður Alþingi sett að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína. Venju samkvæmt verður fjárlagafrumvarpið fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Búist er við því að Alþingi fundi milli jóla og nýárs. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur en VG eru á mikilli siglingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Ekki virðist vera munur á afstöðu til ríkisstjórnarinnar eftir kyni. Hins vegar er nokkur munur þegar horft er til aldurs. Þannig segjast 85 prósent kjósenda í aldurshópnum 50 ára og eldri styðja ríkisstjórnina en 15 prósent styðja hana ekki. Aftur á móti segjast einungis 73 prósent í aldurshópnum 18-49 ára styðja hana á meðan 27 prósent segjast ekki styðja hana. Gallup birtir á vef sínum ítarlegar upplýsingar um stuðning við ríkisstjórnir síðustu tvo áratugina. Samkvæmt þeim upplýsingum mælist engin ríkisstjórn með viðlíka stuðning á þessari öld, ef undanskilin er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem mældist 83 prósent mánuði eftir alþingiskosningarnar 2007.Úr niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins„Ég er auðvitað bæði undrandi og glöð með þennan stuðning og þakklát fyrir þann meðbyr sem við fáum í upphafi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Katrín segir að niðurstaða könnunarinnar breyti því ekki að hún sé fyrst og fremst að hugsa um verkefnin fram undan. „Þótt gott sé að fá meðbyr í upphafi þá kallar þetta á enn ríkari kröfur um að standa undir þeim væntingum sem fólk hefur,“ segir Katrín. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er svo þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi síðan rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með slétt fjögur prósent.Fjöldi þngsæta eftir flokkum og skipting þeirra.Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, Vinstri græn myndu fá 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin myndi verða stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn með níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn myndu hafa fimm menn hvor þingflokkur. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar myndi þingflokkum fækka úr átta í sex ef kosið væri í dag því hvorki Viðreisn né Flokkur fólksins myndu fá kjörna þingmenn. Þetta eru fyrstu niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru á fylgi flokka eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku og á föstudaginn tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Fyrsti fundur Alþingis eftir kosningar verður fimmtudaginn 14. desember, það er í næstu viku. Þann dag verður Alþingi sett að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína. Venju samkvæmt verður fjárlagafrumvarpið fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Búist er við því að Alþingi fundi milli jóla og nýárs. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur en VG eru á mikilli siglingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira