Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar

Foreldrar stúlku sem upplifað hefur einelti á Húsavík um nokkurra ára skeið segja að skólayfirvöld þar hafi algjörlega brugðist í málefnum hennar en nær engin gögn eru til um hvernig unnið var í þeim.

Skólastjóri viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. Fjallað verður um málið og rætt við foreldra stúlkunnar og skólastjórann í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar kynnum við okkur líka nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en samkvæmt henni fá grunnskólabörn í Reykjavík ókeypis námsgögn á næsta skólaári og fasteignagjöld lækka.

Við skoðum líka hvernig jólabókasalan fór af stað í ár og ræðum við varaformann Félags eldri borgara, en þeir hafa boðið fram krafta sína til að starfa á leikskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.