Segir Íslendinga þurfa að sýna meiri yfirvegun þegar kemur að mygluskemmdum Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. desember 2017 14:14 Sérfræðingur hjá Mannviti segir áhugavert að bera saman nálgun Íslendinga og Þjóðverja þegar kemur að myglu – en hann telur að verkferlar í Þýskalandi séu langtum þróaðri en hérlendis. Vísir/Getty Nálgast þarf rakaskemmdir og myglu í byggingum hérlendis með yfirvegaðri hætti. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti. Hann segir viðbrögðin hér á landi oft ofsafengin, en í Þýskalandi sé nánast óheyrt að hús séu rifin vegna myglu. Mygluskemmdir voru í kastljósinu á fræðslufundi Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn var í vikunni. Meðal ræðumanna var þýskur myglusérfræðingur sem er einn helsti ráðgjafi þýskra stjórnvalda um málefnið auk verkfræðingsins Einars Ragnarssonar. Einar segir áhugavert að bera saman nálgun Íslendinga og Þjóðverja þegar kemur að myglu – en hann telur að verkferlar í Þýskalandi séu langtum þróaðri en hérlendis. „Þeir flokka húsnæði niður eftir því hve vandamálið er mikið. Það fer auðvitað eftir því hversu mikið, hversu útbreitt þetta er.Það er nánast óþekkt að hús séu rýmd með öllu. Ef upp koma svona mál hvað varðar til dæmis skóla, þá er oftar en ekki að það er tekið fyrir eitt herbergi, eitt rými, ein kennslustofa, en annað er í rekstri á meðan,“ segir Einar.Notast við sérstaka „mygluhunda“ Þá megi taka sér ýmiss konar nýlega tækni til fyrirmyndar, en þannig nota Þjóðverjar til að mynda sérstaka mygluhunda sér til aðstoðar. „Þú getur þá nokkurn veginn treyst því að ef þú ferð með hundinn inn í rými, þá þarft ekki að vera að leita að myglu á öðrum stöðum en þeim sem hann veitir einhverja athygli,“ segir Einar. Þannig segir hann Íslendinga nokkuð gjarna á að dæma hús ónýt, rýma þau og jafnvel rífa án þess að búið sé greina og kanna alvarleika hvers tilviks. Hann ítrekar að heilsufarslegar afleiðingar myglu séu tvímælalaust oft miklar og alvarlegar. Aftur á móti vær oft hægt að leysa þann þátt er snýr að byggingunum sjálfum með yfirvegaðri hætti, enda geti til að mynda verið afar miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. „Í fyrsta lagi þurfum við að rannsaka þetta, þekkja þetta, athuga umfangið hérna á Íslandi, og svo þurfum við að finna einhverjar leiðir til að bregðast við á skynsamari hátt þannig að við séum ekki hreinlega að sóa fjármunum að óþörfu.“ Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Nálgast þarf rakaskemmdir og myglu í byggingum hérlendis með yfirvegaðri hætti. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti. Hann segir viðbrögðin hér á landi oft ofsafengin, en í Þýskalandi sé nánast óheyrt að hús séu rifin vegna myglu. Mygluskemmdir voru í kastljósinu á fræðslufundi Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn var í vikunni. Meðal ræðumanna var þýskur myglusérfræðingur sem er einn helsti ráðgjafi þýskra stjórnvalda um málefnið auk verkfræðingsins Einars Ragnarssonar. Einar segir áhugavert að bera saman nálgun Íslendinga og Þjóðverja þegar kemur að myglu – en hann telur að verkferlar í Þýskalandi séu langtum þróaðri en hérlendis. „Þeir flokka húsnæði niður eftir því hve vandamálið er mikið. Það fer auðvitað eftir því hversu mikið, hversu útbreitt þetta er.Það er nánast óþekkt að hús séu rýmd með öllu. Ef upp koma svona mál hvað varðar til dæmis skóla, þá er oftar en ekki að það er tekið fyrir eitt herbergi, eitt rými, ein kennslustofa, en annað er í rekstri á meðan,“ segir Einar.Notast við sérstaka „mygluhunda“ Þá megi taka sér ýmiss konar nýlega tækni til fyrirmyndar, en þannig nota Þjóðverjar til að mynda sérstaka mygluhunda sér til aðstoðar. „Þú getur þá nokkurn veginn treyst því að ef þú ferð með hundinn inn í rými, þá þarft ekki að vera að leita að myglu á öðrum stöðum en þeim sem hann veitir einhverja athygli,“ segir Einar. Þannig segir hann Íslendinga nokkuð gjarna á að dæma hús ónýt, rýma þau og jafnvel rífa án þess að búið sé greina og kanna alvarleika hvers tilviks. Hann ítrekar að heilsufarslegar afleiðingar myglu séu tvímælalaust oft miklar og alvarlegar. Aftur á móti vær oft hægt að leysa þann þátt er snýr að byggingunum sjálfum með yfirvegaðri hætti, enda geti til að mynda verið afar miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. „Í fyrsta lagi þurfum við að rannsaka þetta, þekkja þetta, athuga umfangið hérna á Íslandi, og svo þurfum við að finna einhverjar leiðir til að bregðast við á skynsamari hátt þannig að við séum ekki hreinlega að sóa fjármunum að óþörfu.“
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira