„Þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2017 19:53 Formenn flokkanna þriggja voru mættir í sjónvarpssal í kvöld. Vísir/Anton Formenn stjórnarflokkanna þriggja vonast til þess að með stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé pólitískum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum lokið. Traust og skilningur ríki á milli leiðtoga flokkanna sem muni hjálpa til við úrlausn þeirra mála sem upp geti komið á kjörtímabilinu. Leiðtogar flokkanna voru gestir Heimis Más Péturssonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum í dag. Athygli vekur að í ríkisstjórnina sitja tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Var Katrín spurð að því hvort að hún myndi ná að hafa tökin á þeim tveimur, mönnum sem væru vanir að stjórna? „Ég hef nú bara ekki nokkrar áhyggjur af því,“ svaraði Katrín sem er aðeins önnur konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra Íslands. Hún segir það alveg skýrt að stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja beri þess merki að hér séu ólíkir flokkar á ferð. „Þar af leiðandi er hann svolítið öðruvísi en þeir stjórnarsáttmálar sem að ég hef lesið. Það er ekki þessi skýra vinstri eða hægri áhersla. Hins vegar mjög skýr áhersla á þau sameiginlegu verkefni sem við viljum ráðast í.“Formennirnir þrír þegar þeir kynntu sáttmálann í morgun.vísir/eyþórÞá segir hún það liggja fyrir að flokkarnir hafi ólíka sýn á ákveðin mál en samtalið sem átti sér stað á milli flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi verið gott og það muni skipta sköpum þegar komið að því að taka á erfiðum verkefnum. „Við brennum auðvitað öll fyrir okkar pólitík og hún er mjög ólík. En það er líka mikilvægt í pólitík að geta leyft sér það að takast á um þau mál sem við erum ósammála um en vera um leið sammála um hinar stærri línur ef fólk er sammála um það að þjóni stærri hagsmunum en endilega hagsmunum hvers flokks fyrir sig,“ sagði KatrínMinna spennustig eftir kosningarnar Formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Katrínar og sagði að hið þriggja vikna samtal á milli flokkanna hafi verið skynsamlegt. Þá hafi andrúmsloftið eftir kosningarnar nú verið öðruvísi en eftir kosningarnar á síðasta ári, þrátt fyrir að harkalega hafi verið tekist á fyrir kosningarnar. Þetta andrúmsloft hafi auðveldað stjórnarmyndun. „En þegar upp var staðið fannst mér samtalið sem átti sér stað eftir kosningar bera þess mjög merki að það finna allir að við þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna fyrir þjóðina. Með þennan meðbyr sem við höfum á svo mörgum sviðum til þess að gera betur þá hjálpaði það. Það að kjósa tvisvar á einu ári er að hafa áhrif á þetta samtal,“ sagði Bjarni. Svöruðum kallinu Sigurður Ingi Jóhannesson tók undir orð Bjarna og Katrínar en bætti við að margir upplifi það að hægt væri að gera betur og þá sérsaklega þegar kæmi að uppbyggingu menntakerfisins, í heilbrigðismálum og í samgöngumálum. Við þær aðstæður væri mikilvæg að leggja til hliðar ágreiningsefni flokkanna.„Aðstæður á íslenskri pólítik kalla kannski á að við reynum að finna á hvað það er sem sameinar okkur til þess að geta gert nákvæmlega þetta sem fólkið hefur verið að kalla eftir,“ sagði Sigurður Ingi.„Hér koma þrír ólíkir flokkar, vissulega stærstu flokkarnir á þingi, sem spanna hið pólitíska litrof frá hægri til vinstri og segja: „Já við treystum okkur í það.““ Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna þriggja vonast til þess að með stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé pólitískum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum lokið. Traust og skilningur ríki á milli leiðtoga flokkanna sem muni hjálpa til við úrlausn þeirra mála sem upp geti komið á kjörtímabilinu. Leiðtogar flokkanna voru gestir Heimis Más Péturssonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum í dag. Athygli vekur að í ríkisstjórnina sitja tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Var Katrín spurð að því hvort að hún myndi ná að hafa tökin á þeim tveimur, mönnum sem væru vanir að stjórna? „Ég hef nú bara ekki nokkrar áhyggjur af því,“ svaraði Katrín sem er aðeins önnur konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra Íslands. Hún segir það alveg skýrt að stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja beri þess merki að hér séu ólíkir flokkar á ferð. „Þar af leiðandi er hann svolítið öðruvísi en þeir stjórnarsáttmálar sem að ég hef lesið. Það er ekki þessi skýra vinstri eða hægri áhersla. Hins vegar mjög skýr áhersla á þau sameiginlegu verkefni sem við viljum ráðast í.“Formennirnir þrír þegar þeir kynntu sáttmálann í morgun.vísir/eyþórÞá segir hún það liggja fyrir að flokkarnir hafi ólíka sýn á ákveðin mál en samtalið sem átti sér stað á milli flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi verið gott og það muni skipta sköpum þegar komið að því að taka á erfiðum verkefnum. „Við brennum auðvitað öll fyrir okkar pólitík og hún er mjög ólík. En það er líka mikilvægt í pólitík að geta leyft sér það að takast á um þau mál sem við erum ósammála um en vera um leið sammála um hinar stærri línur ef fólk er sammála um það að þjóni stærri hagsmunum en endilega hagsmunum hvers flokks fyrir sig,“ sagði KatrínMinna spennustig eftir kosningarnar Formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Katrínar og sagði að hið þriggja vikna samtal á milli flokkanna hafi verið skynsamlegt. Þá hafi andrúmsloftið eftir kosningarnar nú verið öðruvísi en eftir kosningarnar á síðasta ári, þrátt fyrir að harkalega hafi verið tekist á fyrir kosningarnar. Þetta andrúmsloft hafi auðveldað stjórnarmyndun. „En þegar upp var staðið fannst mér samtalið sem átti sér stað eftir kosningar bera þess mjög merki að það finna allir að við þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna fyrir þjóðina. Með þennan meðbyr sem við höfum á svo mörgum sviðum til þess að gera betur þá hjálpaði það. Það að kjósa tvisvar á einu ári er að hafa áhrif á þetta samtal,“ sagði Bjarni. Svöruðum kallinu Sigurður Ingi Jóhannesson tók undir orð Bjarna og Katrínar en bætti við að margir upplifi það að hægt væri að gera betur og þá sérsaklega þegar kæmi að uppbyggingu menntakerfisins, í heilbrigðismálum og í samgöngumálum. Við þær aðstæður væri mikilvæg að leggja til hliðar ágreiningsefni flokkanna.„Aðstæður á íslenskri pólítik kalla kannski á að við reynum að finna á hvað það er sem sameinar okkur til þess að geta gert nákvæmlega þetta sem fólkið hefur verið að kalla eftir,“ sagði Sigurður Ingi.„Hér koma þrír ólíkir flokkar, vissulega stærstu flokkarnir á þingi, sem spanna hið pólitíska litrof frá hægri til vinstri og segja: „Já við treystum okkur í það.““
Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira