Góður andi á tökustað Stranger Things Guðný Hrönn skrifar 20. nóvember 2017 09:45 Á tökustað. Þar var mikið stuð að sögn Gabrielle. Það eru eflaust margir landsmenn sem kannast við leikkonuna, snjóbrettakonuna og fyrirsætuna Gabrielle Maiden sem fer með hlutverk Mick í annarri seríu Stranger Things. Gabrielle varði töluverðum tíma á Íslandi á sínum tíma og birtist meðal annars í auglýsingum Nikita og KEA-skyrs. Hún er nú að gera það gott í Hollywood.Gabrielle leikur Mick í annarri seríu Stranger Things.Spurð út í hvernig hún landaði hlutverki í Stranger Things, þáttunum sem tröllríða öllu um þessar mundir, segir Gabrielle: „Ég gerði áheyrnarprófsmyndband. Og þegar umboðsmaðurinn minn hafði svo samband og sagði mér að ég ætti fund þá fríkaði ég út vegna spennu,“ segir Gabrielle sem var aðdáandi Stranger Things áður en hún sóttist eftir hlutverki í annarri seríu. Svo beið Gabrielle í tvær vikur eftir svari.„Þetta voru tvær stressandi vikur,“ segir hún og hlær. „Ég gargaði og datt í gólfið, án djóks,“ segir hún spurð út í hvernig hún hafði brugðist við þegar hún komst að því að hún hafði fengið hlutverkið. Gabrielle segir tökur hafa gengið vel og sérstaklega góða stemningu hafa ríkt á tökustaðnum. „Allt leikaraliðið og starfsfólk tók ofurvel á móti manni.“ Frábær tími á ÍslandiAðspurð um tímann sem hún varði á Íslandi og hvað það hafi verið sem dró hana hingað segir hún: „Ég stundaði snjóbretti og sat fyrir hjá Nikita frá árunum 2008 til 2014, og þetta voru frábær ár. Ég lærði mikið á þessum tíma og af ferðalögum mínum með þeim um heiminn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja svona miklum tíma á Íslandi,“ segir Gabrielle sem flakkaði á milli landa á þessum tíma og stoppaði reglulega á Íslandi.Gabrielle Maiden á frumsýningu SMILF í október, klædd í Rebecca Minkoff.NORDICPHOTOS/GETTY„Með tímanum leið mér eins og heima hjá mér hérna. Ég varð ástfangin af tungumálinu, menningunni og þessum mikla sköpunarkrafti. Ég ákvað að taka mér smá hlé frá snjóbrettaferlinum og rannsaka þennan áfangastað betur,“ útskýrir Gabrielle. Hún segir þetta hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns.En hvað er hún að gera þessa dagana og hvað er framundan? „Ég er núna að leika í gamanþáttunum SMILF. Ég leik Reginu, hún er svolítið stíf, laganemi í Harvard sem óskar þess að systir hennar fari að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu eins og hún sjálf. Og núna er ég komin aftur til Los Angeles og nýt lífsins með fjölskyldu og vinum og held áfram að fara í áheyrnarprufur.“ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Það eru eflaust margir landsmenn sem kannast við leikkonuna, snjóbrettakonuna og fyrirsætuna Gabrielle Maiden sem fer með hlutverk Mick í annarri seríu Stranger Things. Gabrielle varði töluverðum tíma á Íslandi á sínum tíma og birtist meðal annars í auglýsingum Nikita og KEA-skyrs. Hún er nú að gera það gott í Hollywood.Gabrielle leikur Mick í annarri seríu Stranger Things.Spurð út í hvernig hún landaði hlutverki í Stranger Things, þáttunum sem tröllríða öllu um þessar mundir, segir Gabrielle: „Ég gerði áheyrnarprófsmyndband. Og þegar umboðsmaðurinn minn hafði svo samband og sagði mér að ég ætti fund þá fríkaði ég út vegna spennu,“ segir Gabrielle sem var aðdáandi Stranger Things áður en hún sóttist eftir hlutverki í annarri seríu. Svo beið Gabrielle í tvær vikur eftir svari.„Þetta voru tvær stressandi vikur,“ segir hún og hlær. „Ég gargaði og datt í gólfið, án djóks,“ segir hún spurð út í hvernig hún hafði brugðist við þegar hún komst að því að hún hafði fengið hlutverkið. Gabrielle segir tökur hafa gengið vel og sérstaklega góða stemningu hafa ríkt á tökustaðnum. „Allt leikaraliðið og starfsfólk tók ofurvel á móti manni.“ Frábær tími á ÍslandiAðspurð um tímann sem hún varði á Íslandi og hvað það hafi verið sem dró hana hingað segir hún: „Ég stundaði snjóbretti og sat fyrir hjá Nikita frá árunum 2008 til 2014, og þetta voru frábær ár. Ég lærði mikið á þessum tíma og af ferðalögum mínum með þeim um heiminn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja svona miklum tíma á Íslandi,“ segir Gabrielle sem flakkaði á milli landa á þessum tíma og stoppaði reglulega á Íslandi.Gabrielle Maiden á frumsýningu SMILF í október, klædd í Rebecca Minkoff.NORDICPHOTOS/GETTY„Með tímanum leið mér eins og heima hjá mér hérna. Ég varð ástfangin af tungumálinu, menningunni og þessum mikla sköpunarkrafti. Ég ákvað að taka mér smá hlé frá snjóbrettaferlinum og rannsaka þennan áfangastað betur,“ útskýrir Gabrielle. Hún segir þetta hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns.En hvað er hún að gera þessa dagana og hvað er framundan? „Ég er núna að leika í gamanþáttunum SMILF. Ég leik Reginu, hún er svolítið stíf, laganemi í Harvard sem óskar þess að systir hennar fari að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu eins og hún sjálf. Og núna er ég komin aftur til Los Angeles og nýt lífsins með fjölskyldu og vinum og held áfram að fara í áheyrnarprufur.“
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira