Góður andi á tökustað Stranger Things Guðný Hrönn skrifar 20. nóvember 2017 09:45 Á tökustað. Þar var mikið stuð að sögn Gabrielle. Það eru eflaust margir landsmenn sem kannast við leikkonuna, snjóbrettakonuna og fyrirsætuna Gabrielle Maiden sem fer með hlutverk Mick í annarri seríu Stranger Things. Gabrielle varði töluverðum tíma á Íslandi á sínum tíma og birtist meðal annars í auglýsingum Nikita og KEA-skyrs. Hún er nú að gera það gott í Hollywood.Gabrielle leikur Mick í annarri seríu Stranger Things.Spurð út í hvernig hún landaði hlutverki í Stranger Things, þáttunum sem tröllríða öllu um þessar mundir, segir Gabrielle: „Ég gerði áheyrnarprófsmyndband. Og þegar umboðsmaðurinn minn hafði svo samband og sagði mér að ég ætti fund þá fríkaði ég út vegna spennu,“ segir Gabrielle sem var aðdáandi Stranger Things áður en hún sóttist eftir hlutverki í annarri seríu. Svo beið Gabrielle í tvær vikur eftir svari.„Þetta voru tvær stressandi vikur,“ segir hún og hlær. „Ég gargaði og datt í gólfið, án djóks,“ segir hún spurð út í hvernig hún hafði brugðist við þegar hún komst að því að hún hafði fengið hlutverkið. Gabrielle segir tökur hafa gengið vel og sérstaklega góða stemningu hafa ríkt á tökustaðnum. „Allt leikaraliðið og starfsfólk tók ofurvel á móti manni.“ Frábær tími á ÍslandiAðspurð um tímann sem hún varði á Íslandi og hvað það hafi verið sem dró hana hingað segir hún: „Ég stundaði snjóbretti og sat fyrir hjá Nikita frá árunum 2008 til 2014, og þetta voru frábær ár. Ég lærði mikið á þessum tíma og af ferðalögum mínum með þeim um heiminn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja svona miklum tíma á Íslandi,“ segir Gabrielle sem flakkaði á milli landa á þessum tíma og stoppaði reglulega á Íslandi.Gabrielle Maiden á frumsýningu SMILF í október, klædd í Rebecca Minkoff.NORDICPHOTOS/GETTY„Með tímanum leið mér eins og heima hjá mér hérna. Ég varð ástfangin af tungumálinu, menningunni og þessum mikla sköpunarkrafti. Ég ákvað að taka mér smá hlé frá snjóbrettaferlinum og rannsaka þennan áfangastað betur,“ útskýrir Gabrielle. Hún segir þetta hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns.En hvað er hún að gera þessa dagana og hvað er framundan? „Ég er núna að leika í gamanþáttunum SMILF. Ég leik Reginu, hún er svolítið stíf, laganemi í Harvard sem óskar þess að systir hennar fari að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu eins og hún sjálf. Og núna er ég komin aftur til Los Angeles og nýt lífsins með fjölskyldu og vinum og held áfram að fara í áheyrnarprufur.“ Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Það eru eflaust margir landsmenn sem kannast við leikkonuna, snjóbrettakonuna og fyrirsætuna Gabrielle Maiden sem fer með hlutverk Mick í annarri seríu Stranger Things. Gabrielle varði töluverðum tíma á Íslandi á sínum tíma og birtist meðal annars í auglýsingum Nikita og KEA-skyrs. Hún er nú að gera það gott í Hollywood.Gabrielle leikur Mick í annarri seríu Stranger Things.Spurð út í hvernig hún landaði hlutverki í Stranger Things, þáttunum sem tröllríða öllu um þessar mundir, segir Gabrielle: „Ég gerði áheyrnarprófsmyndband. Og þegar umboðsmaðurinn minn hafði svo samband og sagði mér að ég ætti fund þá fríkaði ég út vegna spennu,“ segir Gabrielle sem var aðdáandi Stranger Things áður en hún sóttist eftir hlutverki í annarri seríu. Svo beið Gabrielle í tvær vikur eftir svari.„Þetta voru tvær stressandi vikur,“ segir hún og hlær. „Ég gargaði og datt í gólfið, án djóks,“ segir hún spurð út í hvernig hún hafði brugðist við þegar hún komst að því að hún hafði fengið hlutverkið. Gabrielle segir tökur hafa gengið vel og sérstaklega góða stemningu hafa ríkt á tökustaðnum. „Allt leikaraliðið og starfsfólk tók ofurvel á móti manni.“ Frábær tími á ÍslandiAðspurð um tímann sem hún varði á Íslandi og hvað það hafi verið sem dró hana hingað segir hún: „Ég stundaði snjóbretti og sat fyrir hjá Nikita frá árunum 2008 til 2014, og þetta voru frábær ár. Ég lærði mikið á þessum tíma og af ferðalögum mínum með þeim um heiminn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja svona miklum tíma á Íslandi,“ segir Gabrielle sem flakkaði á milli landa á þessum tíma og stoppaði reglulega á Íslandi.Gabrielle Maiden á frumsýningu SMILF í október, klædd í Rebecca Minkoff.NORDICPHOTOS/GETTY„Með tímanum leið mér eins og heima hjá mér hérna. Ég varð ástfangin af tungumálinu, menningunni og þessum mikla sköpunarkrafti. Ég ákvað að taka mér smá hlé frá snjóbrettaferlinum og rannsaka þennan áfangastað betur,“ útskýrir Gabrielle. Hún segir þetta hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns.En hvað er hún að gera þessa dagana og hvað er framundan? „Ég er núna að leika í gamanþáttunum SMILF. Ég leik Reginu, hún er svolítið stíf, laganemi í Harvard sem óskar þess að systir hennar fari að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu eins og hún sjálf. Og núna er ég komin aftur til Los Angeles og nýt lífsins með fjölskyldu og vinum og held áfram að fara í áheyrnarprufur.“
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira