Góður andi á tökustað Stranger Things Guðný Hrönn skrifar 20. nóvember 2017 09:45 Á tökustað. Þar var mikið stuð að sögn Gabrielle. Það eru eflaust margir landsmenn sem kannast við leikkonuna, snjóbrettakonuna og fyrirsætuna Gabrielle Maiden sem fer með hlutverk Mick í annarri seríu Stranger Things. Gabrielle varði töluverðum tíma á Íslandi á sínum tíma og birtist meðal annars í auglýsingum Nikita og KEA-skyrs. Hún er nú að gera það gott í Hollywood.Gabrielle leikur Mick í annarri seríu Stranger Things.Spurð út í hvernig hún landaði hlutverki í Stranger Things, þáttunum sem tröllríða öllu um þessar mundir, segir Gabrielle: „Ég gerði áheyrnarprófsmyndband. Og þegar umboðsmaðurinn minn hafði svo samband og sagði mér að ég ætti fund þá fríkaði ég út vegna spennu,“ segir Gabrielle sem var aðdáandi Stranger Things áður en hún sóttist eftir hlutverki í annarri seríu. Svo beið Gabrielle í tvær vikur eftir svari.„Þetta voru tvær stressandi vikur,“ segir hún og hlær. „Ég gargaði og datt í gólfið, án djóks,“ segir hún spurð út í hvernig hún hafði brugðist við þegar hún komst að því að hún hafði fengið hlutverkið. Gabrielle segir tökur hafa gengið vel og sérstaklega góða stemningu hafa ríkt á tökustaðnum. „Allt leikaraliðið og starfsfólk tók ofurvel á móti manni.“ Frábær tími á ÍslandiAðspurð um tímann sem hún varði á Íslandi og hvað það hafi verið sem dró hana hingað segir hún: „Ég stundaði snjóbretti og sat fyrir hjá Nikita frá árunum 2008 til 2014, og þetta voru frábær ár. Ég lærði mikið á þessum tíma og af ferðalögum mínum með þeim um heiminn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja svona miklum tíma á Íslandi,“ segir Gabrielle sem flakkaði á milli landa á þessum tíma og stoppaði reglulega á Íslandi.Gabrielle Maiden á frumsýningu SMILF í október, klædd í Rebecca Minkoff.NORDICPHOTOS/GETTY„Með tímanum leið mér eins og heima hjá mér hérna. Ég varð ástfangin af tungumálinu, menningunni og þessum mikla sköpunarkrafti. Ég ákvað að taka mér smá hlé frá snjóbrettaferlinum og rannsaka þennan áfangastað betur,“ útskýrir Gabrielle. Hún segir þetta hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns.En hvað er hún að gera þessa dagana og hvað er framundan? „Ég er núna að leika í gamanþáttunum SMILF. Ég leik Reginu, hún er svolítið stíf, laganemi í Harvard sem óskar þess að systir hennar fari að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu eins og hún sjálf. Og núna er ég komin aftur til Los Angeles og nýt lífsins með fjölskyldu og vinum og held áfram að fara í áheyrnarprufur.“ Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Það eru eflaust margir landsmenn sem kannast við leikkonuna, snjóbrettakonuna og fyrirsætuna Gabrielle Maiden sem fer með hlutverk Mick í annarri seríu Stranger Things. Gabrielle varði töluverðum tíma á Íslandi á sínum tíma og birtist meðal annars í auglýsingum Nikita og KEA-skyrs. Hún er nú að gera það gott í Hollywood.Gabrielle leikur Mick í annarri seríu Stranger Things.Spurð út í hvernig hún landaði hlutverki í Stranger Things, þáttunum sem tröllríða öllu um þessar mundir, segir Gabrielle: „Ég gerði áheyrnarprófsmyndband. Og þegar umboðsmaðurinn minn hafði svo samband og sagði mér að ég ætti fund þá fríkaði ég út vegna spennu,“ segir Gabrielle sem var aðdáandi Stranger Things áður en hún sóttist eftir hlutverki í annarri seríu. Svo beið Gabrielle í tvær vikur eftir svari.„Þetta voru tvær stressandi vikur,“ segir hún og hlær. „Ég gargaði og datt í gólfið, án djóks,“ segir hún spurð út í hvernig hún hafði brugðist við þegar hún komst að því að hún hafði fengið hlutverkið. Gabrielle segir tökur hafa gengið vel og sérstaklega góða stemningu hafa ríkt á tökustaðnum. „Allt leikaraliðið og starfsfólk tók ofurvel á móti manni.“ Frábær tími á ÍslandiAðspurð um tímann sem hún varði á Íslandi og hvað það hafi verið sem dró hana hingað segir hún: „Ég stundaði snjóbretti og sat fyrir hjá Nikita frá árunum 2008 til 2014, og þetta voru frábær ár. Ég lærði mikið á þessum tíma og af ferðalögum mínum með þeim um heiminn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja svona miklum tíma á Íslandi,“ segir Gabrielle sem flakkaði á milli landa á þessum tíma og stoppaði reglulega á Íslandi.Gabrielle Maiden á frumsýningu SMILF í október, klædd í Rebecca Minkoff.NORDICPHOTOS/GETTY„Með tímanum leið mér eins og heima hjá mér hérna. Ég varð ástfangin af tungumálinu, menningunni og þessum mikla sköpunarkrafti. Ég ákvað að taka mér smá hlé frá snjóbrettaferlinum og rannsaka þennan áfangastað betur,“ útskýrir Gabrielle. Hún segir þetta hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns.En hvað er hún að gera þessa dagana og hvað er framundan? „Ég er núna að leika í gamanþáttunum SMILF. Ég leik Reginu, hún er svolítið stíf, laganemi í Harvard sem óskar þess að systir hennar fari að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu eins og hún sjálf. Og núna er ég komin aftur til Los Angeles og nýt lífsins með fjölskyldu og vinum og held áfram að fara í áheyrnarprufur.“
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira