Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar
Almannavarnir hafa fundað stíft í dag vegna hræringa í Öræfajökli og óvissuástand er enn í gildi á svæðinu. Í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö förum við vel yfir stöðuna og verðum í beinni útsendingu úr Öræfunum.

Við fjöllum líka um erfiðustu stjórnarkreppu sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi og hittum unga konu sem er að kaupa sína fyrstu íbúð en segist þurfa að taka dýran yfirdrátt vegna tafa sem orðið hafa á afgreiðslu umsókna um ráðstöfun séreignarsparnaðar.

Loks hittum við krakka sem vöktu athygli á réttindum sínum í dag, í tilefni af alþjóðlegum degi barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×