Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 06:57 Muniði eftir Steve Anderson? Hann er mættur aftur. Skjáskot Suðurríkjapresturinn Steven Anderson, sem öðlaðist ómælda frægð í fyrra fyrir fyrirlestur sinn í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum um „Bastarðaþjóðina Íslendinga,“ hefur gengið skrefinu lengra. Anderson hefur nú sent frá sér rúmlega klukkustundarlanga heimildarmynd um þetta nákvæmlega sama efni. Inntakið er nokkuð einfalt: Ísland er að mati prestsins feminístahelvíti sem grefur kerfisbundið undan kristilegum gildum - og svo er sósíalismi líka hræðilegur.Hér má nálgast fyrri fyrirlestur Andersson: „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“Myndin, sem sjá má hér að neðan, er nokkuð undarleg samsuða. Rauði þráðurinn virðist vera fyrri fyrirlestur Anderson sem hann svo brýtur upp með margvíslegri umfjöllun um stöðu jafnréttis á Norðurlöndum - ekki síst Íslandi. Til að mynda má heyra hann ræða við Frosta Logason í Harmageddon. Það spjall má nálgast hér.Síðar klippir hann saman brot úr umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra áður en hann gefur Opruh Winfrey orðið, sem ræddi við mæður á Norðurlöndum í einum þætti sínum. Þá fléttar hann inn umfjöllun CBS um það hversu mörgum fóstrum með Down's-heilkennið er eytt hér á hverju ári. Anderson sér auknu jafnfrétti kynjanna allt til foráttu og gagnrýnir í því samhengi hærra menntunarstig kvenna og aukna þátttöku karla í heimilisstörfum. Bæði atriðin séu til þess fallin að grafa undan hefðbundnum, kristilegum fjölskyldugildum. Þá getur hann ekki minnst á Ísland án þess að tala aðeins um Jóhönnu Sigurðardóttur, kynsjúkdóma og notkun okkar á þunglyndislyfjum. Höfuðóvinur Andersons virðist þó vera sósíalisminn í Skandínavíu og skattprósentan á Norðurlöndunum. Lýðræðið sé í því samhengi sérstaklega varasamt enda leiðir það til aukins sósíalisma, að mati hans og Karls Marx. Samsuðu Suðuríkjaprestsins má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Suðurríkjapresturinn Steven Anderson, sem öðlaðist ómælda frægð í fyrra fyrir fyrirlestur sinn í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum um „Bastarðaþjóðina Íslendinga,“ hefur gengið skrefinu lengra. Anderson hefur nú sent frá sér rúmlega klukkustundarlanga heimildarmynd um þetta nákvæmlega sama efni. Inntakið er nokkuð einfalt: Ísland er að mati prestsins feminístahelvíti sem grefur kerfisbundið undan kristilegum gildum - og svo er sósíalismi líka hræðilegur.Hér má nálgast fyrri fyrirlestur Andersson: „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“Myndin, sem sjá má hér að neðan, er nokkuð undarleg samsuða. Rauði þráðurinn virðist vera fyrri fyrirlestur Anderson sem hann svo brýtur upp með margvíslegri umfjöllun um stöðu jafnréttis á Norðurlöndum - ekki síst Íslandi. Til að mynda má heyra hann ræða við Frosta Logason í Harmageddon. Það spjall má nálgast hér.Síðar klippir hann saman brot úr umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra áður en hann gefur Opruh Winfrey orðið, sem ræddi við mæður á Norðurlöndum í einum þætti sínum. Þá fléttar hann inn umfjöllun CBS um það hversu mörgum fóstrum með Down's-heilkennið er eytt hér á hverju ári. Anderson sér auknu jafnfrétti kynjanna allt til foráttu og gagnrýnir í því samhengi hærra menntunarstig kvenna og aukna þátttöku karla í heimilisstörfum. Bæði atriðin séu til þess fallin að grafa undan hefðbundnum, kristilegum fjölskyldugildum. Þá getur hann ekki minnst á Ísland án þess að tala aðeins um Jóhönnu Sigurðardóttur, kynsjúkdóma og notkun okkar á þunglyndislyfjum. Höfuðóvinur Andersons virðist þó vera sósíalisminn í Skandínavíu og skattprósentan á Norðurlöndunum. Lýðræðið sé í því samhengi sérstaklega varasamt enda leiðir það til aukins sósíalisma, að mati hans og Karls Marx. Samsuðu Suðuríkjaprestsins má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
„Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12