„Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2016 14:12 Ísland, og há tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, er umfjöllunarefni nýjustu predikunar prestsins Steven Anderson í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum. Ísland, og há tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, er umfjöllunarefni nýjustu predikunar prestsins Steven Anderson í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum. Myndband af predikuninni hefur vakið mikla athygli en þar kallar hann Ísland meðal annars „bastarðaþjóð“ og „femínistahelvíti.“ Anderson þessi þykir í meira lagi afturhaldssamur í málflutningi sínum og hefur meðal annars verið staðinn að hatursorðræðu gegn gyðingum og samkynhneigðum. Í predikun sinni vísar Anderson í umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra, en þar var meðal annars fullyrt að 67 prósent barna fæddust utan hjónabands á Íslandi. Bandaríkin stæðu Íslandi ekki langt að baki með um fjörutíu prósent. „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland,“ hrópar Anderson meðal annars og taka áheyrendur hans vel undir.Predikunina í heild sinni má sjá hér að neðan en hún er hátt í klukkustund að lengd.Bryndís Ásmundsdóttir og Sigurður Eggertsson, ógift par sem deilir á milli sín fjórum börnum með þremur öðrum einstaklingum, ræddu við þáttastjórnanda CNN á sínum tíma og þau fá að heyra það frá Anderson. Vísir ræddi við Bryndísi í síðasta mánuði vegna þeirrar holskeflu neikvæðra ummæla sem hún mátti þola á samfélagsmiðlum eftir að CNN-þátturinn kom út. „Við mættum lítið undirbúin til leiks og áttuðum okkur kannski ekki alveg á hversu rosalega út fyrir kassann svona samsett fjölskylda eins og okkar er í augum Kanans,“ sagði Bryndís þá. „Einum fannst ekki hreint fullnægjandi að kalla mig hóru heldur „fucking whorebag“. Margir höfðu alvarlegar áhyggjur af börnum sem alin væru upp við slíkt „siðleysi“. Auðvitað er ógnvænlegt fyrir slíka menn að frétta af heilli eyju í Atlantshafi þar sem konur æða svona algjörlega ótamdar um.“ Tengdar fréttir „Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“ Vegna miður fallegra ummæla á Youtube vegna viðtals sem CNN tók við hana og kærastann vegna „óhefðbundna fjölskyldugildna“ á Íslandi ákvað Bryndís Eva Ásmundsdóttir að svara fyrir sig og íslenskar konur á Facebook. 30. mars 2016 13:16 CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07 Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Ísland, og há tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, er umfjöllunarefni nýjustu predikunar prestsins Steven Anderson í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum. Myndband af predikuninni hefur vakið mikla athygli en þar kallar hann Ísland meðal annars „bastarðaþjóð“ og „femínistahelvíti.“ Anderson þessi þykir í meira lagi afturhaldssamur í málflutningi sínum og hefur meðal annars verið staðinn að hatursorðræðu gegn gyðingum og samkynhneigðum. Í predikun sinni vísar Anderson í umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra, en þar var meðal annars fullyrt að 67 prósent barna fæddust utan hjónabands á Íslandi. Bandaríkin stæðu Íslandi ekki langt að baki með um fjörutíu prósent. „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland,“ hrópar Anderson meðal annars og taka áheyrendur hans vel undir.Predikunina í heild sinni má sjá hér að neðan en hún er hátt í klukkustund að lengd.Bryndís Ásmundsdóttir og Sigurður Eggertsson, ógift par sem deilir á milli sín fjórum börnum með þremur öðrum einstaklingum, ræddu við þáttastjórnanda CNN á sínum tíma og þau fá að heyra það frá Anderson. Vísir ræddi við Bryndísi í síðasta mánuði vegna þeirrar holskeflu neikvæðra ummæla sem hún mátti þola á samfélagsmiðlum eftir að CNN-þátturinn kom út. „Við mættum lítið undirbúin til leiks og áttuðum okkur kannski ekki alveg á hversu rosalega út fyrir kassann svona samsett fjölskylda eins og okkar er í augum Kanans,“ sagði Bryndís þá. „Einum fannst ekki hreint fullnægjandi að kalla mig hóru heldur „fucking whorebag“. Margir höfðu alvarlegar áhyggjur af börnum sem alin væru upp við slíkt „siðleysi“. Auðvitað er ógnvænlegt fyrir slíka menn að frétta af heilli eyju í Atlantshafi þar sem konur æða svona algjörlega ótamdar um.“
Tengdar fréttir „Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“ Vegna miður fallegra ummæla á Youtube vegna viðtals sem CNN tók við hana og kærastann vegna „óhefðbundna fjölskyldugildna“ á Íslandi ákvað Bryndís Eva Ásmundsdóttir að svara fyrir sig og íslenskar konur á Facebook. 30. mars 2016 13:16 CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07 Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“ Vegna miður fallegra ummæla á Youtube vegna viðtals sem CNN tók við hana og kærastann vegna „óhefðbundna fjölskyldugildna“ á Íslandi ákvað Bryndís Eva Ásmundsdóttir að svara fyrir sig og íslenskar konur á Facebook. 30. mars 2016 13:16
CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07