„Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2016 14:12 Ísland, og há tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, er umfjöllunarefni nýjustu predikunar prestsins Steven Anderson í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum. Ísland, og há tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, er umfjöllunarefni nýjustu predikunar prestsins Steven Anderson í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum. Myndband af predikuninni hefur vakið mikla athygli en þar kallar hann Ísland meðal annars „bastarðaþjóð“ og „femínistahelvíti.“ Anderson þessi þykir í meira lagi afturhaldssamur í málflutningi sínum og hefur meðal annars verið staðinn að hatursorðræðu gegn gyðingum og samkynhneigðum. Í predikun sinni vísar Anderson í umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra, en þar var meðal annars fullyrt að 67 prósent barna fæddust utan hjónabands á Íslandi. Bandaríkin stæðu Íslandi ekki langt að baki með um fjörutíu prósent. „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland,“ hrópar Anderson meðal annars og taka áheyrendur hans vel undir.Predikunina í heild sinni má sjá hér að neðan en hún er hátt í klukkustund að lengd.Bryndís Ásmundsdóttir og Sigurður Eggertsson, ógift par sem deilir á milli sín fjórum börnum með þremur öðrum einstaklingum, ræddu við þáttastjórnanda CNN á sínum tíma og þau fá að heyra það frá Anderson. Vísir ræddi við Bryndísi í síðasta mánuði vegna þeirrar holskeflu neikvæðra ummæla sem hún mátti þola á samfélagsmiðlum eftir að CNN-þátturinn kom út. „Við mættum lítið undirbúin til leiks og áttuðum okkur kannski ekki alveg á hversu rosalega út fyrir kassann svona samsett fjölskylda eins og okkar er í augum Kanans,“ sagði Bryndís þá. „Einum fannst ekki hreint fullnægjandi að kalla mig hóru heldur „fucking whorebag“. Margir höfðu alvarlegar áhyggjur af börnum sem alin væru upp við slíkt „siðleysi“. Auðvitað er ógnvænlegt fyrir slíka menn að frétta af heilli eyju í Atlantshafi þar sem konur æða svona algjörlega ótamdar um.“ Tengdar fréttir „Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“ Vegna miður fallegra ummæla á Youtube vegna viðtals sem CNN tók við hana og kærastann vegna „óhefðbundna fjölskyldugildna“ á Íslandi ákvað Bryndís Eva Ásmundsdóttir að svara fyrir sig og íslenskar konur á Facebook. 30. mars 2016 13:16 CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Ísland, og há tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, er umfjöllunarefni nýjustu predikunar prestsins Steven Anderson í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum. Myndband af predikuninni hefur vakið mikla athygli en þar kallar hann Ísland meðal annars „bastarðaþjóð“ og „femínistahelvíti.“ Anderson þessi þykir í meira lagi afturhaldssamur í málflutningi sínum og hefur meðal annars verið staðinn að hatursorðræðu gegn gyðingum og samkynhneigðum. Í predikun sinni vísar Anderson í umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra, en þar var meðal annars fullyrt að 67 prósent barna fæddust utan hjónabands á Íslandi. Bandaríkin stæðu Íslandi ekki langt að baki með um fjörutíu prósent. „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland,“ hrópar Anderson meðal annars og taka áheyrendur hans vel undir.Predikunina í heild sinni má sjá hér að neðan en hún er hátt í klukkustund að lengd.Bryndís Ásmundsdóttir og Sigurður Eggertsson, ógift par sem deilir á milli sín fjórum börnum með þremur öðrum einstaklingum, ræddu við þáttastjórnanda CNN á sínum tíma og þau fá að heyra það frá Anderson. Vísir ræddi við Bryndísi í síðasta mánuði vegna þeirrar holskeflu neikvæðra ummæla sem hún mátti þola á samfélagsmiðlum eftir að CNN-þátturinn kom út. „Við mættum lítið undirbúin til leiks og áttuðum okkur kannski ekki alveg á hversu rosalega út fyrir kassann svona samsett fjölskylda eins og okkar er í augum Kanans,“ sagði Bryndís þá. „Einum fannst ekki hreint fullnægjandi að kalla mig hóru heldur „fucking whorebag“. Margir höfðu alvarlegar áhyggjur af börnum sem alin væru upp við slíkt „siðleysi“. Auðvitað er ógnvænlegt fyrir slíka menn að frétta af heilli eyju í Atlantshafi þar sem konur æða svona algjörlega ótamdar um.“
Tengdar fréttir „Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“ Vegna miður fallegra ummæla á Youtube vegna viðtals sem CNN tók við hana og kærastann vegna „óhefðbundna fjölskyldugildna“ á Íslandi ákvað Bryndís Eva Ásmundsdóttir að svara fyrir sig og íslenskar konur á Facebook. 30. mars 2016 13:16 CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
„Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“ Vegna miður fallegra ummæla á Youtube vegna viðtals sem CNN tók við hana og kærastann vegna „óhefðbundna fjölskyldugildna“ á Íslandi ákvað Bryndís Eva Ásmundsdóttir að svara fyrir sig og íslenskar konur á Facebook. 30. mars 2016 13:16
CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07