Sjáðu brot úr lokaþættinum: Fósturbörn hluti af kennsluefni í HÍ á næstu önn Guðný Hrönn og Stefán Árni Pálsson skrifa 22. nóvember 2017 11:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Ég ákvað árið 2011 þegar ég fór í gegnum kerfið sjálfur að gera þætti um fósturkerfið á Íslandi. Þarna kynntist ég algjörlega földum heimi sem mjög lítið hafði verið fjallað um enda hefur það komið flestum á óvart að á Íslandi séu yfir fjögur hundruð börn í fóstri og fer fjölgandi,“ segir Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttanna Fósturbarna sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. Síðasti þátturinn fór í loftið í gær og hafa viðtökur við þáttunum verið gríðarlega góðar. „Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu m þætti,“ segir Sindri en áskriftarsalan tók kipp og var áhorfið eftir því. „Enda held ég að málefnið snerti við fólki,“ segir Sindri. Tók viðtöl við fjörutíu manns en sýndi aðeins helminginn Sindri hefur unnið að þáttunum í rúmt ár ásamt Fannari Scheving Edwardssyni klippara. Rætt var við yfir fjörutíu manns á tímabilinu en þeir gátu ekki komið öllum viðmælendum sínum að. „Nei, því miður, aðeins helmingnum. Við Fannar vildum sýna allar hliðar fósturkerfisins en þar sem þættirnir voru aðeins sjö urðum við að velja og hafna,“ segir Sindri sem útilokar ekki að framhald verði á seríunni.Alls ekkert sjálfsagt „Það var ekki ljóst í byrjun að við myndum ná sjö þáttum enda ekki sjálfsagt að fá fólk til að viðurkenna að það hafi ekki alveg staðið sig í foreldrahlutverkinu. Þá var heldur ekki sjálfsagt að fá fósturbörn til að tjá sig enda segjast þau mörg hver finna fyrir fordómum. En þetta tókst og vona ég að fólk hafi aðra mynd af fósturkerfinu í dag.“ Þættirnir verða hluti af kennsluefni HÍ Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að þættirnir verði hluti af kennsluefni á næstu önn og verður Sindri gestakennari. „Ég verð reyndar sjálfur aðeins í síðasta tíma námskeiðsins en mér finnst það vera mikill heiður að Háskóli Íslands vilji nota efnið,“ segir Sindri og bætir við að til standi að stofna félag fósturbarna á Íslandi. „Ég er ánægður með að efnið hafi vakið fólk til umhugsunar, umræðan sé opnari og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu að þáttunum,“ segir Sindri að lokum. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en það var lokaþátturinn í þáttaröðinni. Fósturbörn Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Ég ákvað árið 2011 þegar ég fór í gegnum kerfið sjálfur að gera þætti um fósturkerfið á Íslandi. Þarna kynntist ég algjörlega földum heimi sem mjög lítið hafði verið fjallað um enda hefur það komið flestum á óvart að á Íslandi séu yfir fjögur hundruð börn í fóstri og fer fjölgandi,“ segir Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttanna Fósturbarna sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. Síðasti þátturinn fór í loftið í gær og hafa viðtökur við þáttunum verið gríðarlega góðar. „Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu m þætti,“ segir Sindri en áskriftarsalan tók kipp og var áhorfið eftir því. „Enda held ég að málefnið snerti við fólki,“ segir Sindri. Tók viðtöl við fjörutíu manns en sýndi aðeins helminginn Sindri hefur unnið að þáttunum í rúmt ár ásamt Fannari Scheving Edwardssyni klippara. Rætt var við yfir fjörutíu manns á tímabilinu en þeir gátu ekki komið öllum viðmælendum sínum að. „Nei, því miður, aðeins helmingnum. Við Fannar vildum sýna allar hliðar fósturkerfisins en þar sem þættirnir voru aðeins sjö urðum við að velja og hafna,“ segir Sindri sem útilokar ekki að framhald verði á seríunni.Alls ekkert sjálfsagt „Það var ekki ljóst í byrjun að við myndum ná sjö þáttum enda ekki sjálfsagt að fá fólk til að viðurkenna að það hafi ekki alveg staðið sig í foreldrahlutverkinu. Þá var heldur ekki sjálfsagt að fá fósturbörn til að tjá sig enda segjast þau mörg hver finna fyrir fordómum. En þetta tókst og vona ég að fólk hafi aðra mynd af fósturkerfinu í dag.“ Þættirnir verða hluti af kennsluefni HÍ Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að þættirnir verði hluti af kennsluefni á næstu önn og verður Sindri gestakennari. „Ég verð reyndar sjálfur aðeins í síðasta tíma námskeiðsins en mér finnst það vera mikill heiður að Háskóli Íslands vilji nota efnið,“ segir Sindri og bætir við að til standi að stofna félag fósturbarna á Íslandi. „Ég er ánægður með að efnið hafi vakið fólk til umhugsunar, umræðan sé opnari og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu að þáttunum,“ segir Sindri að lokum. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en það var lokaþátturinn í þáttaröðinni.
Fósturbörn Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“