Sjáðu brot úr lokaþættinum: Fósturbörn hluti af kennsluefni í HÍ á næstu önn Guðný Hrönn og Stefán Árni Pálsson skrifa 22. nóvember 2017 11:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Ég ákvað árið 2011 þegar ég fór í gegnum kerfið sjálfur að gera þætti um fósturkerfið á Íslandi. Þarna kynntist ég algjörlega földum heimi sem mjög lítið hafði verið fjallað um enda hefur það komið flestum á óvart að á Íslandi séu yfir fjögur hundruð börn í fóstri og fer fjölgandi,“ segir Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttanna Fósturbarna sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. Síðasti þátturinn fór í loftið í gær og hafa viðtökur við þáttunum verið gríðarlega góðar. „Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu m þætti,“ segir Sindri en áskriftarsalan tók kipp og var áhorfið eftir því. „Enda held ég að málefnið snerti við fólki,“ segir Sindri. Tók viðtöl við fjörutíu manns en sýndi aðeins helminginn Sindri hefur unnið að þáttunum í rúmt ár ásamt Fannari Scheving Edwardssyni klippara. Rætt var við yfir fjörutíu manns á tímabilinu en þeir gátu ekki komið öllum viðmælendum sínum að. „Nei, því miður, aðeins helmingnum. Við Fannar vildum sýna allar hliðar fósturkerfisins en þar sem þættirnir voru aðeins sjö urðum við að velja og hafna,“ segir Sindri sem útilokar ekki að framhald verði á seríunni.Alls ekkert sjálfsagt „Það var ekki ljóst í byrjun að við myndum ná sjö þáttum enda ekki sjálfsagt að fá fólk til að viðurkenna að það hafi ekki alveg staðið sig í foreldrahlutverkinu. Þá var heldur ekki sjálfsagt að fá fósturbörn til að tjá sig enda segjast þau mörg hver finna fyrir fordómum. En þetta tókst og vona ég að fólk hafi aðra mynd af fósturkerfinu í dag.“ Þættirnir verða hluti af kennsluefni HÍ Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að þættirnir verði hluti af kennsluefni á næstu önn og verður Sindri gestakennari. „Ég verð reyndar sjálfur aðeins í síðasta tíma námskeiðsins en mér finnst það vera mikill heiður að Háskóli Íslands vilji nota efnið,“ segir Sindri og bætir við að til standi að stofna félag fósturbarna á Íslandi. „Ég er ánægður með að efnið hafi vakið fólk til umhugsunar, umræðan sé opnari og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu að þáttunum,“ segir Sindri að lokum. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en það var lokaþátturinn í þáttaröðinni. Fósturbörn Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Ég ákvað árið 2011 þegar ég fór í gegnum kerfið sjálfur að gera þætti um fósturkerfið á Íslandi. Þarna kynntist ég algjörlega földum heimi sem mjög lítið hafði verið fjallað um enda hefur það komið flestum á óvart að á Íslandi séu yfir fjögur hundruð börn í fóstri og fer fjölgandi,“ segir Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttanna Fósturbarna sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. Síðasti þátturinn fór í loftið í gær og hafa viðtökur við þáttunum verið gríðarlega góðar. „Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu m þætti,“ segir Sindri en áskriftarsalan tók kipp og var áhorfið eftir því. „Enda held ég að málefnið snerti við fólki,“ segir Sindri. Tók viðtöl við fjörutíu manns en sýndi aðeins helminginn Sindri hefur unnið að þáttunum í rúmt ár ásamt Fannari Scheving Edwardssyni klippara. Rætt var við yfir fjörutíu manns á tímabilinu en þeir gátu ekki komið öllum viðmælendum sínum að. „Nei, því miður, aðeins helmingnum. Við Fannar vildum sýna allar hliðar fósturkerfisins en þar sem þættirnir voru aðeins sjö urðum við að velja og hafna,“ segir Sindri sem útilokar ekki að framhald verði á seríunni.Alls ekkert sjálfsagt „Það var ekki ljóst í byrjun að við myndum ná sjö þáttum enda ekki sjálfsagt að fá fólk til að viðurkenna að það hafi ekki alveg staðið sig í foreldrahlutverkinu. Þá var heldur ekki sjálfsagt að fá fósturbörn til að tjá sig enda segjast þau mörg hver finna fyrir fordómum. En þetta tókst og vona ég að fólk hafi aðra mynd af fósturkerfinu í dag.“ Þættirnir verða hluti af kennsluefni HÍ Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að þættirnir verði hluti af kennsluefni á næstu önn og verður Sindri gestakennari. „Ég verð reyndar sjálfur aðeins í síðasta tíma námskeiðsins en mér finnst það vera mikill heiður að Háskóli Íslands vilji nota efnið,“ segir Sindri og bætir við að til standi að stofna félag fósturbarna á Íslandi. „Ég er ánægður með að efnið hafi vakið fólk til umhugsunar, umræðan sé opnari og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu að þáttunum,“ segir Sindri að lokum. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en það var lokaþátturinn í þáttaröðinni.
Fósturbörn Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira