Umfang tónlistariðnaðarins á Íslandi kannað Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. nóvember 2017 10:00 Íslensk tónlist hefur á síðustu árum orðið ansi stór hluti ímyndar landsins út á við. Vísir/Andri Marinó Samtónn (Samtök tónlistarrétthafa á Íslandi), ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafa tekið höndum saman við Rannsóknarmiðstöð skapandi greina og Erlu Rún Guðmundsdóttur til að gera rannsókn á hagrænu umfangi íslenskrar tónlistar. Könnunin er nafnlaus og mun verða send til 4-5 þúsund tónlistarmanna. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segist vonast til að fá að minnsta kosti tvö þúsund svör og að niðurstöður verði unnt að birta fyrir lok árs. „Við erum að taka saman upplýsingar á Íslandi um veltu tónlistarhátíða, diskasölu, Spotify og svo framvegis. Samtónn og ÚTÓN tóku sig saman og fóru á fund hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um það að tónlist sem listgrein þarf að geta skoðast sem atvinnugrein hér á landi og til þess að geta átt þá umræðu af einhverju viti þurfum við að hafa einhverjar tölur yfir hverju greinin er að velta. Aðrar góðar og gildar greinar, hvers konar iðnaður, landbúnaður eða fiskveiðar, eru með tölur frá Hagstofunni um veltu greinarinnar,“ segir Sigtryggur en hann segir að fjárfestingar í tónlist séu í dag aðallega í formi styrkja úr litlum sjóðum og brotabrot þess sem aðrar iðngreinar fái að njóta. Erfitt sé að sækja fjármagn til fjárfesta þegar engar tölur eru til um hagrænt umfang greinarinnar. „Á síðustu árum hefur hið opinbera stutt meira við tónlist en oft áður og á aðeins fjölbreyttari hátt. Það er aðeins á síðustu árum sem fjárfestingar hins opinbera og í borginni eru ekki bara í sígilda og samtímatónlist. Stór hluti af því sem ríkið setur í tónlist fer í tónlistarskóla, sinfóníuna og óperuna en lítið um fjárfestingu í hinum frjálsa geira og því sem ég kalla popp og djass og aðrar greinar. Við viljum hins vegar sjá þetta allt í einum potti.“ Nauðsynlegt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo að niðurstaða hennar verði sem marktækust. „Við erum að reyna að fá smá umfjöllun um þetta í fjölmiðlum fyrst áður en við sendum þetta út til tónlistarmannanna, bara svo að fólk sé meðvitað um það að þátttaka þess skiptir öllu máli í því hvort þetta hefur eitthvert gildi, hvort við fáum einhverjar tölur sem hægt er að byggja á. Þetta kemur líka inn í umræðuna um skapandi greinar yfirhöfuð og hvernig er fjárfest í þeim af hinu opinbera. Tónlist er stór hluti af skapandi greinum hér á landi og líka bara stór hluti af ímynd Íslands út á við þannig að okkur finnst þurfa að taka þetta fastari tökum.“ Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Samtónn (Samtök tónlistarrétthafa á Íslandi), ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafa tekið höndum saman við Rannsóknarmiðstöð skapandi greina og Erlu Rún Guðmundsdóttur til að gera rannsókn á hagrænu umfangi íslenskrar tónlistar. Könnunin er nafnlaus og mun verða send til 4-5 þúsund tónlistarmanna. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segist vonast til að fá að minnsta kosti tvö þúsund svör og að niðurstöður verði unnt að birta fyrir lok árs. „Við erum að taka saman upplýsingar á Íslandi um veltu tónlistarhátíða, diskasölu, Spotify og svo framvegis. Samtónn og ÚTÓN tóku sig saman og fóru á fund hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um það að tónlist sem listgrein þarf að geta skoðast sem atvinnugrein hér á landi og til þess að geta átt þá umræðu af einhverju viti þurfum við að hafa einhverjar tölur yfir hverju greinin er að velta. Aðrar góðar og gildar greinar, hvers konar iðnaður, landbúnaður eða fiskveiðar, eru með tölur frá Hagstofunni um veltu greinarinnar,“ segir Sigtryggur en hann segir að fjárfestingar í tónlist séu í dag aðallega í formi styrkja úr litlum sjóðum og brotabrot þess sem aðrar iðngreinar fái að njóta. Erfitt sé að sækja fjármagn til fjárfesta þegar engar tölur eru til um hagrænt umfang greinarinnar. „Á síðustu árum hefur hið opinbera stutt meira við tónlist en oft áður og á aðeins fjölbreyttari hátt. Það er aðeins á síðustu árum sem fjárfestingar hins opinbera og í borginni eru ekki bara í sígilda og samtímatónlist. Stór hluti af því sem ríkið setur í tónlist fer í tónlistarskóla, sinfóníuna og óperuna en lítið um fjárfestingu í hinum frjálsa geira og því sem ég kalla popp og djass og aðrar greinar. Við viljum hins vegar sjá þetta allt í einum potti.“ Nauðsynlegt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo að niðurstaða hennar verði sem marktækust. „Við erum að reyna að fá smá umfjöllun um þetta í fjölmiðlum fyrst áður en við sendum þetta út til tónlistarmannanna, bara svo að fólk sé meðvitað um það að þátttaka þess skiptir öllu máli í því hvort þetta hefur eitthvert gildi, hvort við fáum einhverjar tölur sem hægt er að byggja á. Þetta kemur líka inn í umræðuna um skapandi greinar yfirhöfuð og hvernig er fjárfest í þeim af hinu opinbera. Tónlist er stór hluti af skapandi greinum hér á landi og líka bara stór hluti af ímynd Íslands út á við þannig að okkur finnst þurfa að taka þetta fastari tökum.“
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira