Umfang tónlistariðnaðarins á Íslandi kannað Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. nóvember 2017 10:00 Íslensk tónlist hefur á síðustu árum orðið ansi stór hluti ímyndar landsins út á við. Vísir/Andri Marinó Samtónn (Samtök tónlistarrétthafa á Íslandi), ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafa tekið höndum saman við Rannsóknarmiðstöð skapandi greina og Erlu Rún Guðmundsdóttur til að gera rannsókn á hagrænu umfangi íslenskrar tónlistar. Könnunin er nafnlaus og mun verða send til 4-5 þúsund tónlistarmanna. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segist vonast til að fá að minnsta kosti tvö þúsund svör og að niðurstöður verði unnt að birta fyrir lok árs. „Við erum að taka saman upplýsingar á Íslandi um veltu tónlistarhátíða, diskasölu, Spotify og svo framvegis. Samtónn og ÚTÓN tóku sig saman og fóru á fund hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um það að tónlist sem listgrein þarf að geta skoðast sem atvinnugrein hér á landi og til þess að geta átt þá umræðu af einhverju viti þurfum við að hafa einhverjar tölur yfir hverju greinin er að velta. Aðrar góðar og gildar greinar, hvers konar iðnaður, landbúnaður eða fiskveiðar, eru með tölur frá Hagstofunni um veltu greinarinnar,“ segir Sigtryggur en hann segir að fjárfestingar í tónlist séu í dag aðallega í formi styrkja úr litlum sjóðum og brotabrot þess sem aðrar iðngreinar fái að njóta. Erfitt sé að sækja fjármagn til fjárfesta þegar engar tölur eru til um hagrænt umfang greinarinnar. „Á síðustu árum hefur hið opinbera stutt meira við tónlist en oft áður og á aðeins fjölbreyttari hátt. Það er aðeins á síðustu árum sem fjárfestingar hins opinbera og í borginni eru ekki bara í sígilda og samtímatónlist. Stór hluti af því sem ríkið setur í tónlist fer í tónlistarskóla, sinfóníuna og óperuna en lítið um fjárfestingu í hinum frjálsa geira og því sem ég kalla popp og djass og aðrar greinar. Við viljum hins vegar sjá þetta allt í einum potti.“ Nauðsynlegt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo að niðurstaða hennar verði sem marktækust. „Við erum að reyna að fá smá umfjöllun um þetta í fjölmiðlum fyrst áður en við sendum þetta út til tónlistarmannanna, bara svo að fólk sé meðvitað um það að þátttaka þess skiptir öllu máli í því hvort þetta hefur eitthvert gildi, hvort við fáum einhverjar tölur sem hægt er að byggja á. Þetta kemur líka inn í umræðuna um skapandi greinar yfirhöfuð og hvernig er fjárfest í þeim af hinu opinbera. Tónlist er stór hluti af skapandi greinum hér á landi og líka bara stór hluti af ímynd Íslands út á við þannig að okkur finnst þurfa að taka þetta fastari tökum.“ Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Samtónn (Samtök tónlistarrétthafa á Íslandi), ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafa tekið höndum saman við Rannsóknarmiðstöð skapandi greina og Erlu Rún Guðmundsdóttur til að gera rannsókn á hagrænu umfangi íslenskrar tónlistar. Könnunin er nafnlaus og mun verða send til 4-5 þúsund tónlistarmanna. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segist vonast til að fá að minnsta kosti tvö þúsund svör og að niðurstöður verði unnt að birta fyrir lok árs. „Við erum að taka saman upplýsingar á Íslandi um veltu tónlistarhátíða, diskasölu, Spotify og svo framvegis. Samtónn og ÚTÓN tóku sig saman og fóru á fund hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um það að tónlist sem listgrein þarf að geta skoðast sem atvinnugrein hér á landi og til þess að geta átt þá umræðu af einhverju viti þurfum við að hafa einhverjar tölur yfir hverju greinin er að velta. Aðrar góðar og gildar greinar, hvers konar iðnaður, landbúnaður eða fiskveiðar, eru með tölur frá Hagstofunni um veltu greinarinnar,“ segir Sigtryggur en hann segir að fjárfestingar í tónlist séu í dag aðallega í formi styrkja úr litlum sjóðum og brotabrot þess sem aðrar iðngreinar fái að njóta. Erfitt sé að sækja fjármagn til fjárfesta þegar engar tölur eru til um hagrænt umfang greinarinnar. „Á síðustu árum hefur hið opinbera stutt meira við tónlist en oft áður og á aðeins fjölbreyttari hátt. Það er aðeins á síðustu árum sem fjárfestingar hins opinbera og í borginni eru ekki bara í sígilda og samtímatónlist. Stór hluti af því sem ríkið setur í tónlist fer í tónlistarskóla, sinfóníuna og óperuna en lítið um fjárfestingu í hinum frjálsa geira og því sem ég kalla popp og djass og aðrar greinar. Við viljum hins vegar sjá þetta allt í einum potti.“ Nauðsynlegt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo að niðurstaða hennar verði sem marktækust. „Við erum að reyna að fá smá umfjöllun um þetta í fjölmiðlum fyrst áður en við sendum þetta út til tónlistarmannanna, bara svo að fólk sé meðvitað um það að þátttaka þess skiptir öllu máli í því hvort þetta hefur eitthvert gildi, hvort við fáum einhverjar tölur sem hægt er að byggja á. Þetta kemur líka inn í umræðuna um skapandi greinar yfirhöfuð og hvernig er fjárfest í þeim af hinu opinbera. Tónlist er stór hluti af skapandi greinum hér á landi og líka bara stór hluti af ímynd Íslands út á við þannig að okkur finnst þurfa að taka þetta fastari tökum.“
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira