Umfang tónlistariðnaðarins á Íslandi kannað Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. nóvember 2017 10:00 Íslensk tónlist hefur á síðustu árum orðið ansi stór hluti ímyndar landsins út á við. Vísir/Andri Marinó Samtónn (Samtök tónlistarrétthafa á Íslandi), ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafa tekið höndum saman við Rannsóknarmiðstöð skapandi greina og Erlu Rún Guðmundsdóttur til að gera rannsókn á hagrænu umfangi íslenskrar tónlistar. Könnunin er nafnlaus og mun verða send til 4-5 þúsund tónlistarmanna. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segist vonast til að fá að minnsta kosti tvö þúsund svör og að niðurstöður verði unnt að birta fyrir lok árs. „Við erum að taka saman upplýsingar á Íslandi um veltu tónlistarhátíða, diskasölu, Spotify og svo framvegis. Samtónn og ÚTÓN tóku sig saman og fóru á fund hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um það að tónlist sem listgrein þarf að geta skoðast sem atvinnugrein hér á landi og til þess að geta átt þá umræðu af einhverju viti þurfum við að hafa einhverjar tölur yfir hverju greinin er að velta. Aðrar góðar og gildar greinar, hvers konar iðnaður, landbúnaður eða fiskveiðar, eru með tölur frá Hagstofunni um veltu greinarinnar,“ segir Sigtryggur en hann segir að fjárfestingar í tónlist séu í dag aðallega í formi styrkja úr litlum sjóðum og brotabrot þess sem aðrar iðngreinar fái að njóta. Erfitt sé að sækja fjármagn til fjárfesta þegar engar tölur eru til um hagrænt umfang greinarinnar. „Á síðustu árum hefur hið opinbera stutt meira við tónlist en oft áður og á aðeins fjölbreyttari hátt. Það er aðeins á síðustu árum sem fjárfestingar hins opinbera og í borginni eru ekki bara í sígilda og samtímatónlist. Stór hluti af því sem ríkið setur í tónlist fer í tónlistarskóla, sinfóníuna og óperuna en lítið um fjárfestingu í hinum frjálsa geira og því sem ég kalla popp og djass og aðrar greinar. Við viljum hins vegar sjá þetta allt í einum potti.“ Nauðsynlegt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo að niðurstaða hennar verði sem marktækust. „Við erum að reyna að fá smá umfjöllun um þetta í fjölmiðlum fyrst áður en við sendum þetta út til tónlistarmannanna, bara svo að fólk sé meðvitað um það að þátttaka þess skiptir öllu máli í því hvort þetta hefur eitthvert gildi, hvort við fáum einhverjar tölur sem hægt er að byggja á. Þetta kemur líka inn í umræðuna um skapandi greinar yfirhöfuð og hvernig er fjárfest í þeim af hinu opinbera. Tónlist er stór hluti af skapandi greinum hér á landi og líka bara stór hluti af ímynd Íslands út á við þannig að okkur finnst þurfa að taka þetta fastari tökum.“ Mest lesið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
Samtónn (Samtök tónlistarrétthafa á Íslandi), ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafa tekið höndum saman við Rannsóknarmiðstöð skapandi greina og Erlu Rún Guðmundsdóttur til að gera rannsókn á hagrænu umfangi íslenskrar tónlistar. Könnunin er nafnlaus og mun verða send til 4-5 þúsund tónlistarmanna. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segist vonast til að fá að minnsta kosti tvö þúsund svör og að niðurstöður verði unnt að birta fyrir lok árs. „Við erum að taka saman upplýsingar á Íslandi um veltu tónlistarhátíða, diskasölu, Spotify og svo framvegis. Samtónn og ÚTÓN tóku sig saman og fóru á fund hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um það að tónlist sem listgrein þarf að geta skoðast sem atvinnugrein hér á landi og til þess að geta átt þá umræðu af einhverju viti þurfum við að hafa einhverjar tölur yfir hverju greinin er að velta. Aðrar góðar og gildar greinar, hvers konar iðnaður, landbúnaður eða fiskveiðar, eru með tölur frá Hagstofunni um veltu greinarinnar,“ segir Sigtryggur en hann segir að fjárfestingar í tónlist séu í dag aðallega í formi styrkja úr litlum sjóðum og brotabrot þess sem aðrar iðngreinar fái að njóta. Erfitt sé að sækja fjármagn til fjárfesta þegar engar tölur eru til um hagrænt umfang greinarinnar. „Á síðustu árum hefur hið opinbera stutt meira við tónlist en oft áður og á aðeins fjölbreyttari hátt. Það er aðeins á síðustu árum sem fjárfestingar hins opinbera og í borginni eru ekki bara í sígilda og samtímatónlist. Stór hluti af því sem ríkið setur í tónlist fer í tónlistarskóla, sinfóníuna og óperuna en lítið um fjárfestingu í hinum frjálsa geira og því sem ég kalla popp og djass og aðrar greinar. Við viljum hins vegar sjá þetta allt í einum potti.“ Nauðsynlegt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo að niðurstaða hennar verði sem marktækust. „Við erum að reyna að fá smá umfjöllun um þetta í fjölmiðlum fyrst áður en við sendum þetta út til tónlistarmannanna, bara svo að fólk sé meðvitað um það að þátttaka þess skiptir öllu máli í því hvort þetta hefur eitthvert gildi, hvort við fáum einhverjar tölur sem hægt er að byggja á. Þetta kemur líka inn í umræðuna um skapandi greinar yfirhöfuð og hvernig er fjárfest í þeim af hinu opinbera. Tónlist er stór hluti af skapandi greinum hér á landi og líka bara stór hluti af ímynd Íslands út á við þannig að okkur finnst þurfa að taka þetta fastari tökum.“
Mest lesið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira