Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 13:00 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Ernir Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag þar sem meirihlutaviðræðum þeirra verður framhaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ríkisstjórn þessara þriggja flokka gæti tekið til starfa í lok næstu viku, ef allt gengur upp, og staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, það í samtali við Vísi. „Við erum ekki að sjá fram á að þetta klárist um helgina af því það er enn þá vinna eftir varðandi málefnasamninginn og einnig varðandi fjárlagagerð, þannig að það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín. Formennirnir hafa fundað stíft síðustu daga og sagði Sigurður Ingi við RÚV að næstu dagar færu í að leggja lokahönd á fjárlagafrumvarp, sem verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman í byrjun desember, samhliða því að ljúka meirihlutaviðræðunum. Hann sagði að flokksstofnanir flokkanna þriggja verði boðaðar til fundar í næstu viku þar sem þær ákveða hvort að fara eigi í þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín segir í samtali við Vísi að þau atriði sem standa eftir í málefnavinnu flokkanna þriggja séu stór mál sem flokkarnir hafi í grundvallaratriðum ólíka sýn á. „Við erum að horfa á þetta sem eina heild. Ef að einn hnútur leysist, þá leysast hinir líka,“ segir Katrín. Spurð hvort að búið sé að raða niður ráðuneytum á flokka segir Katrín það mæta afgangi. „Við höfum tekið einn fund þar sem þessi mál voru rædd og ekkert hefur gerst í þeim síðan, enda munum við ekki gera það fyrr en við erum búin að loka málefnasamningnum.“ Hún segist vona að það muni ganga vel að raða niður ráðuneytum þegar að því kemur. „Það er bara ekkert sem maður er að hugsa um þessa stundina. Við tökum bara eitt skerf í einu.“ Málefnavinnan með Sigurði Inga og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið ágætlega að hennar sögn. „Ég held að stjórnarmyndun sé alltaf flókin, ekki síst þegar flokkarnir eru ólíkir, en þetta hefur verið gengið ágætlega.“ Tengdar fréttir Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag þar sem meirihlutaviðræðum þeirra verður framhaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ríkisstjórn þessara þriggja flokka gæti tekið til starfa í lok næstu viku, ef allt gengur upp, og staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, það í samtali við Vísi. „Við erum ekki að sjá fram á að þetta klárist um helgina af því það er enn þá vinna eftir varðandi málefnasamninginn og einnig varðandi fjárlagagerð, þannig að það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín. Formennirnir hafa fundað stíft síðustu daga og sagði Sigurður Ingi við RÚV að næstu dagar færu í að leggja lokahönd á fjárlagafrumvarp, sem verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman í byrjun desember, samhliða því að ljúka meirihlutaviðræðunum. Hann sagði að flokksstofnanir flokkanna þriggja verði boðaðar til fundar í næstu viku þar sem þær ákveða hvort að fara eigi í þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín segir í samtali við Vísi að þau atriði sem standa eftir í málefnavinnu flokkanna þriggja séu stór mál sem flokkarnir hafi í grundvallaratriðum ólíka sýn á. „Við erum að horfa á þetta sem eina heild. Ef að einn hnútur leysist, þá leysast hinir líka,“ segir Katrín. Spurð hvort að búið sé að raða niður ráðuneytum á flokka segir Katrín það mæta afgangi. „Við höfum tekið einn fund þar sem þessi mál voru rædd og ekkert hefur gerst í þeim síðan, enda munum við ekki gera það fyrr en við erum búin að loka málefnasamningnum.“ Hún segist vona að það muni ganga vel að raða niður ráðuneytum þegar að því kemur. „Það er bara ekkert sem maður er að hugsa um þessa stundina. Við tökum bara eitt skerf í einu.“ Málefnavinnan með Sigurði Inga og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið ágætlega að hennar sögn. „Ég held að stjórnarmyndun sé alltaf flókin, ekki síst þegar flokkarnir eru ólíkir, en þetta hefur verið gengið ágætlega.“
Tengdar fréttir Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15