Munu ekki greina frá nöfnum gerendanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Vísir/stefán „Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmálakonur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórnmálakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og samfélaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“ Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagnrýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að einblína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að hættan á þöggun innan stjórnmálaflokka um þessi mál sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðisbrot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokkshagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veikleikamerki bæði fyrir flokka og einstaklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
„Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmálakonur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórnmálakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og samfélaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“ Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagnrýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að einblína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að hættan á þöggun innan stjórnmálaflokka um þessi mál sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðisbrot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokkshagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veikleikamerki bæði fyrir flokka og einstaklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24
Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45