Eftirminnilegustu raðir okkar tíma Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. nóvember 2017 10:45 Röð/slagsmál (?) fyrir utan dönsku keðjuna Søstrene Grene. Vísir/Eyþór Slegist um skandinavíska hönnun Við Íslendingar elskum skandinavíska hönnun greinilega af mikilli ástríðu og erum alveg til í að standa í löngum röðum og jafnvel takast á við aðra Íslendinga um téða hönnun. Margir muna eftir þeim tryllingi sem myndaðist í þjóðfélaginu þegar afmælisútgáfa Omaggio-vasans frá Kähler mætti til landsins, þið vitið, þessi með bronsröndunum – það lá við að allt færi á hliðina. Sömuleiðis þegar SØstrene Grene settu vegghillur nokkrar í sölu. Í Kringlunni myndaðist röð og sögðu sjónarvottar að legið hefði við slagsmálum.Fréttablaðið/VilhelmKleinuhringja-kaos Íslendingar eru feitasta þjóð Norðurlandanna, og því kom ekkert stórfenglega á óvart að stór hópur fólks safnaðist saman í röð fyrir utan fyrstu verslun Dunkin’ Donuts kleinuhringjakeðjunnar hér á landi. Fólkið beið bókstaflega í röð yfir nótt til að eiga möguleika á að fá gjafakort að fríum kleinuhringjum. Krummi, kenndur við hljómsveitina Mínus, var þó ekkert sérlega kátur með þetta húllumhæ allt saman og birti hárbeitta mynd af sér að gefa kleinuhringjabúllunni fingurinn á Facebook-síðu sinni. Það er kannski ástæðan fyrir því að verið er að loka þessum stað á Laugaveginum samkvæmt nýjustu fregnum?Það verður að segjast að það voru ákveðin vonbrigði hvað það voru fá Supreme tjöld í þessum tjaldbúðum. Vísir/ErnirTjaldbúðir um miðjan vetur Það er þó ekki einungis skandinavísk hönnun sem fellur í kramið hjá okkur Íslendingum heldur virðist amerísk/þýsk hönnun einnig eiga upp á pallborðið. Tískuvöruverslunin Húrra á Hverfisgötu hefur nú margoft bókstaflega verið umsetin ungmennum trylltum í að festa kaup á Adidas-skóm hönnuðum af rapparanum og tískumógúlnum Kanye West. Eigendur verslunarinnar eru öllu orðnir vanir í þessum málum en mesta athygli vakti kannski það þegar þeir fengu þessa eftirsóttu skó í sölu í fyrsta sinn og hjá versluninni voru settar upp tjaldbúðir og þar lifðu og hírðust nokkrir svokallaðir „hypebeasts“ í tæpa tvo sólarhringa í skítaveðri um miðjan febrúar.Allt þetta fólk er núna á Costco-grúppunni á Facebook. Vísir/ErnirRaðamaðurinn Steinar Costco var opnað við gríðarlega eftirvæntingu í maí síðastliðnum. Eftir margra vikna fréttaflutning og pískur fólks á milli um stórkostlega lágt verðlag var fólk orðið gjörsamlega snarbilað af spennu. Fáir voru líklega jafn spenntir og hann Steinar en hann var mættur fyrstur af öllum og sat þolinmóður og beið eftir því að verða hleypt inn í amerísku paradísina Costco. Í haust var H&M svo opnað í Kringlunni og hver ætli hafi verið mættur fyrstur þar? Jú, Steinar blessaður.Blessuð Freydís fékk risa stórt gjafabréf. Verst að upphæðin var ekki jafn stór.Íslendingar hættir að fara utan? Í mörg ár hefur það reglulega flogið fyrir að sænski fatarisinn H&M sé alveg við það að opna verslun hér á landi og skyndilega, eins og í góðum draumi (eða martröð, fyrir þá sem pæla í réttindum verkafólks), var bara komið að því einn daginn að hausti til – H&M í Smáralindinni, gjöriði svo vel. Nú þarf enginn Íslendingur að fara til útlanda framar. Hún Freydís mætti manna fyrst og beið lengi vel ein eftir að verslunin lyki upp dyrum sínum, raunar beið hún Freydís okkar blessuð í sólarhring.Var þetta drasl þess virði?Gleymda leikfangið Fyrir jólin í fyrra var eitthvert fyrirbæri sem nefnist „Hatchimals“ svo ótrúlega vinsælt að það seldist alls staðar upp og fólk var farið að panta það dýrum dómum á söluvefnum eBay. Á Korputorgi myndaðist löng röð og áreiðanlegar heimildir herma að stemmingin hafi verið nákvæmlega eins og í kvikmyndinni Jingle All the Way með Arnold Schwarzenegger og Sinbad í aðalhlutverkum. Eftir jól kom svo í ljós að þetta leikfang var algjört drasl sem virkaði ekki neitt og er núna löngu gleymt. Það verður spennandi að sjá hvaða leikfang vöðvamikill austurrískur dýnusölumaður og póstburðarmaður munu slást um fyrir næstu jól. Eru á óupptalin fleiri skipti þegar Íslendingar fóru í röð og má nefna opnun Bauhaus, Lindex og Toys R Us. Fjallað var um þessar opnanir og fleiri sumarið 2015. Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira
Slegist um skandinavíska hönnun Við Íslendingar elskum skandinavíska hönnun greinilega af mikilli ástríðu og erum alveg til í að standa í löngum röðum og jafnvel takast á við aðra Íslendinga um téða hönnun. Margir muna eftir þeim tryllingi sem myndaðist í þjóðfélaginu þegar afmælisútgáfa Omaggio-vasans frá Kähler mætti til landsins, þið vitið, þessi með bronsröndunum – það lá við að allt færi á hliðina. Sömuleiðis þegar SØstrene Grene settu vegghillur nokkrar í sölu. Í Kringlunni myndaðist röð og sögðu sjónarvottar að legið hefði við slagsmálum.Fréttablaðið/VilhelmKleinuhringja-kaos Íslendingar eru feitasta þjóð Norðurlandanna, og því kom ekkert stórfenglega á óvart að stór hópur fólks safnaðist saman í röð fyrir utan fyrstu verslun Dunkin’ Donuts kleinuhringjakeðjunnar hér á landi. Fólkið beið bókstaflega í röð yfir nótt til að eiga möguleika á að fá gjafakort að fríum kleinuhringjum. Krummi, kenndur við hljómsveitina Mínus, var þó ekkert sérlega kátur með þetta húllumhæ allt saman og birti hárbeitta mynd af sér að gefa kleinuhringjabúllunni fingurinn á Facebook-síðu sinni. Það er kannski ástæðan fyrir því að verið er að loka þessum stað á Laugaveginum samkvæmt nýjustu fregnum?Það verður að segjast að það voru ákveðin vonbrigði hvað það voru fá Supreme tjöld í þessum tjaldbúðum. Vísir/ErnirTjaldbúðir um miðjan vetur Það er þó ekki einungis skandinavísk hönnun sem fellur í kramið hjá okkur Íslendingum heldur virðist amerísk/þýsk hönnun einnig eiga upp á pallborðið. Tískuvöruverslunin Húrra á Hverfisgötu hefur nú margoft bókstaflega verið umsetin ungmennum trylltum í að festa kaup á Adidas-skóm hönnuðum af rapparanum og tískumógúlnum Kanye West. Eigendur verslunarinnar eru öllu orðnir vanir í þessum málum en mesta athygli vakti kannski það þegar þeir fengu þessa eftirsóttu skó í sölu í fyrsta sinn og hjá versluninni voru settar upp tjaldbúðir og þar lifðu og hírðust nokkrir svokallaðir „hypebeasts“ í tæpa tvo sólarhringa í skítaveðri um miðjan febrúar.Allt þetta fólk er núna á Costco-grúppunni á Facebook. Vísir/ErnirRaðamaðurinn Steinar Costco var opnað við gríðarlega eftirvæntingu í maí síðastliðnum. Eftir margra vikna fréttaflutning og pískur fólks á milli um stórkostlega lágt verðlag var fólk orðið gjörsamlega snarbilað af spennu. Fáir voru líklega jafn spenntir og hann Steinar en hann var mættur fyrstur af öllum og sat þolinmóður og beið eftir því að verða hleypt inn í amerísku paradísina Costco. Í haust var H&M svo opnað í Kringlunni og hver ætli hafi verið mættur fyrstur þar? Jú, Steinar blessaður.Blessuð Freydís fékk risa stórt gjafabréf. Verst að upphæðin var ekki jafn stór.Íslendingar hættir að fara utan? Í mörg ár hefur það reglulega flogið fyrir að sænski fatarisinn H&M sé alveg við það að opna verslun hér á landi og skyndilega, eins og í góðum draumi (eða martröð, fyrir þá sem pæla í réttindum verkafólks), var bara komið að því einn daginn að hausti til – H&M í Smáralindinni, gjöriði svo vel. Nú þarf enginn Íslendingur að fara til útlanda framar. Hún Freydís mætti manna fyrst og beið lengi vel ein eftir að verslunin lyki upp dyrum sínum, raunar beið hún Freydís okkar blessuð í sólarhring.Var þetta drasl þess virði?Gleymda leikfangið Fyrir jólin í fyrra var eitthvert fyrirbæri sem nefnist „Hatchimals“ svo ótrúlega vinsælt að það seldist alls staðar upp og fólk var farið að panta það dýrum dómum á söluvefnum eBay. Á Korputorgi myndaðist löng röð og áreiðanlegar heimildir herma að stemmingin hafi verið nákvæmlega eins og í kvikmyndinni Jingle All the Way með Arnold Schwarzenegger og Sinbad í aðalhlutverkum. Eftir jól kom svo í ljós að þetta leikfang var algjört drasl sem virkaði ekki neitt og er núna löngu gleymt. Það verður spennandi að sjá hvaða leikfang vöðvamikill austurrískur dýnusölumaður og póstburðarmaður munu slást um fyrir næstu jól. Eru á óupptalin fleiri skipti þegar Íslendingar fóru í röð og má nefna opnun Bauhaus, Lindex og Toys R Us. Fjallað var um þessar opnanir og fleiri sumarið 2015.
Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira