Hjalti Úrsus kemur syni sínum til varnar með heimildarmynd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2017 15:30 Hjalti, ásamt syni sínum Árna. Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus Árnason hefur gefið út heimildarmynd þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Hjaltasyni, sem á árinu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hjalti ber lögreglu og saksóknara þungum sökum og talar um að framið hafi verið dómsmorð á syni hans. Heimildarmyndin ber nafnið „Fall Risans - rangar sakargiftir,“ og er um 24 mínúta löng og hefur Hjalti birt hana á eigin Facebook-síðu, auk þess sem horfa má á hana hér fyrir neðan.Sjá einnig: Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Sonur Hjalta var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn, alls í rúma 260 daga. Áfrýjun málsins verður tekin fyrir hjá Hæstarétti næstkomandi mánudag. Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir málið, fortíð Árna sem hefur glímt við neyslu áfengis og fíkniefna. Þá fer Hjalti yfir rannsókn málsins hjá lögreglunni sem Hjalti segir að hafi verið verulega ábótavant, auk þess sem hann gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir hefur áður fjallað ítarlega um þá annmarka sem Hjalti telur að hafi verið á málinu en hann telur meðal annars að lögreglan hafi verið búin að ákveða niðurstöðu rannsóknar málsins fyrir fram.Í samtali við Vísi segir Hjalti að hann hafi séð sig knúinn til þess að ráðast í gerð heimildarmyndarinnar til þess að sem flestir gætu áttað sig á málinu. Hann hafi rekið sig á það honum hafi reynst erfitt að útskýra málið á trúverðugan hátt fyrir vinum og vandamönnum. Því hafi verið best að gera heimildarmynd þar sem stiklað væri á stóru á málinu. „Ég var með hana strax í huga af því að þegar ég var að segja fólki hvað hafði gerst, fann ég að það hætti að trúa mér eftir þrjár mínútur, þetta virkaði eins og lygi þó þetta væri allt satt. Fólk missti þráðinn og þá fann ég að ég yrði að gera mynd,“ segir Hjalti. „Ég verð að birta gögnin úr málinu svo að þetta væri ekki bara ég að segja frá, gögn málsins eru líka að segja sögu.“ Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir rannsókn málsins, ræðir við vitni og birtir rannsóknargögn auk þess sem að hann fer á vettvang þar sem árásin átti að hafa sér stað, við Leifasjoppu í Iðufelli. Hjalti segir mikilvægt að vekja athygli á málinu nú þegar styttist í að áfrýjunin verði tekin fyrir í Hæstarétti, en hann er vongóður um að málið endi betur fyrir son sinn fyrir Hæstarétti, en það gerði í héraðsdómi. Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus Árnason hefur gefið út heimildarmynd þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Hjaltasyni, sem á árinu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hjalti ber lögreglu og saksóknara þungum sökum og talar um að framið hafi verið dómsmorð á syni hans. Heimildarmyndin ber nafnið „Fall Risans - rangar sakargiftir,“ og er um 24 mínúta löng og hefur Hjalti birt hana á eigin Facebook-síðu, auk þess sem horfa má á hana hér fyrir neðan.Sjá einnig: Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Sonur Hjalta var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn, alls í rúma 260 daga. Áfrýjun málsins verður tekin fyrir hjá Hæstarétti næstkomandi mánudag. Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir málið, fortíð Árna sem hefur glímt við neyslu áfengis og fíkniefna. Þá fer Hjalti yfir rannsókn málsins hjá lögreglunni sem Hjalti segir að hafi verið verulega ábótavant, auk þess sem hann gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir hefur áður fjallað ítarlega um þá annmarka sem Hjalti telur að hafi verið á málinu en hann telur meðal annars að lögreglan hafi verið búin að ákveða niðurstöðu rannsóknar málsins fyrir fram.Í samtali við Vísi segir Hjalti að hann hafi séð sig knúinn til þess að ráðast í gerð heimildarmyndarinnar til þess að sem flestir gætu áttað sig á málinu. Hann hafi rekið sig á það honum hafi reynst erfitt að útskýra málið á trúverðugan hátt fyrir vinum og vandamönnum. Því hafi verið best að gera heimildarmynd þar sem stiklað væri á stóru á málinu. „Ég var með hana strax í huga af því að þegar ég var að segja fólki hvað hafði gerst, fann ég að það hætti að trúa mér eftir þrjár mínútur, þetta virkaði eins og lygi þó þetta væri allt satt. Fólk missti þráðinn og þá fann ég að ég yrði að gera mynd,“ segir Hjalti. „Ég verð að birta gögnin úr málinu svo að þetta væri ekki bara ég að segja frá, gögn málsins eru líka að segja sögu.“ Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir rannsókn málsins, ræðir við vitni og birtir rannsóknargögn auk þess sem að hann fer á vettvang þar sem árásin átti að hafa sér stað, við Leifasjoppu í Iðufelli. Hjalti segir mikilvægt að vekja athygli á málinu nú þegar styttist í að áfrýjunin verði tekin fyrir í Hæstarétti, en hann er vongóður um að málið endi betur fyrir son sinn fyrir Hæstarétti, en það gerði í héraðsdómi.
Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42
Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08
Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33