Innlent

Nafn mannsins sem lést á Miklubraut

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð á Miklubraut við Réttarholtsveg.
Slysið varð á Miklubraut við Réttarholtsveg. Vísir
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Miklubraut í Reykjavík á laugardagsmorgun hét Sebastian Dariusz Bieniek. Sebastian, sem var 24 ára, var pólskur ríkisborgari.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir

Banaslys á Miklubraut

Banaslys varð á Miklubraut við Réttarholtsveg á níunda tímanum í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×