Ráðherraskipan rædd í dag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 20:00 Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var haldið áfram í dag. Stefnt er að þingsetningu fyrir 15. desember og ráðist verður í fjárlagagerð á næstu dögum. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund í fyrramálið. Formenn flokkanna þriggja hittust í stjórnarráðinu klukkan tíu í morgun og stilltu saman strengi áður en þeir héldu á fund með formönnum allra flokka klukkan tólf í Alþingishúsinu. Þar voru kynntar tvær hugmyndir varðandi fjárlög. Annars vegar að fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar yrði lagt fram með breytingartillögum strax í næstu viku. Hins vegar að ráðist yrði í gerð á nýju fjárlagafrumvarpi en sú vinna gæti tekið um tvær vikur. Stjórnarandstaðan vildi nýtt frumvarp og er því stefnt að þingsetningu fyrir fimmtánda desember. „Stjórnarandstaðan vildi þá hafa minni tíma til að fást við fjárlögin og fá fremur fullbúið frumvarp. Og það er bara það sem við gerum en þá er auðvitað tíminn mjög skammur fyrir ýmisleg mikilvæg mál sem við þurfum að leysa," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, og bendir meðal annars frumvarpið um NPA-aðstoð og breytingar á lögum um uppreist æru sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. „Það er mjög mikilvægt að stefna nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir frá upphafi þannig við getum tekist á um ný fjárlög," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar. „Við höfum verið reiðubúin til að veita þeim tíma til að fullvinna fjárlagafrumvarpið þannig það verði alveg skýrt hvaða pólitísku línur verða lagðar þar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Í stað þess að við séum að taka fyrstu umræðu um frumvarp sem ríkisstjórnin sjálf er ekki að leggja fram og ætla síðan að breyta því í meðförum þingsins. Ég held að við spörum engan sérstakan tíma á því," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu á sinn fund á Bessastöðum klukkan hálf ellefu í fyrramálið en líklegt er talið að forsetinn muni þar veita Katrínu formlegt stjórnarmyndunarumboð. Viðræðurnar sem hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur hafa borið árangur og kynntu formenn flokkanna málefnasamning fyrir þingflokkum sínum í dag. Að sögn Katrínar hafa helstu ágreiningsefni verið leyst og er nú farið að ræða ráðherrastóla. Katrín hefur óskað eftir forsætisráðuneytinu. „Við ákváðum að ræða ráðuneytaskiptingu þegar við værum komin til botns í málefnavinnunni og þess vegna byrjuðum við á því í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. Stofnanir flokkanna funda um málefnasamninginn á miðvikudag og verði hann samþykktur er stefnt að fyrsta ríkisráðsfundinum á fullveldisdaginn á föstudag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36 Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var haldið áfram í dag. Stefnt er að þingsetningu fyrir 15. desember og ráðist verður í fjárlagagerð á næstu dögum. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund í fyrramálið. Formenn flokkanna þriggja hittust í stjórnarráðinu klukkan tíu í morgun og stilltu saman strengi áður en þeir héldu á fund með formönnum allra flokka klukkan tólf í Alþingishúsinu. Þar voru kynntar tvær hugmyndir varðandi fjárlög. Annars vegar að fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar yrði lagt fram með breytingartillögum strax í næstu viku. Hins vegar að ráðist yrði í gerð á nýju fjárlagafrumvarpi en sú vinna gæti tekið um tvær vikur. Stjórnarandstaðan vildi nýtt frumvarp og er því stefnt að þingsetningu fyrir fimmtánda desember. „Stjórnarandstaðan vildi þá hafa minni tíma til að fást við fjárlögin og fá fremur fullbúið frumvarp. Og það er bara það sem við gerum en þá er auðvitað tíminn mjög skammur fyrir ýmisleg mikilvæg mál sem við þurfum að leysa," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, og bendir meðal annars frumvarpið um NPA-aðstoð og breytingar á lögum um uppreist æru sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. „Það er mjög mikilvægt að stefna nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir frá upphafi þannig við getum tekist á um ný fjárlög," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar. „Við höfum verið reiðubúin til að veita þeim tíma til að fullvinna fjárlagafrumvarpið þannig það verði alveg skýrt hvaða pólitísku línur verða lagðar þar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Í stað þess að við séum að taka fyrstu umræðu um frumvarp sem ríkisstjórnin sjálf er ekki að leggja fram og ætla síðan að breyta því í meðförum þingsins. Ég held að við spörum engan sérstakan tíma á því," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu á sinn fund á Bessastöðum klukkan hálf ellefu í fyrramálið en líklegt er talið að forsetinn muni þar veita Katrínu formlegt stjórnarmyndunarumboð. Viðræðurnar sem hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur hafa borið árangur og kynntu formenn flokkanna málefnasamning fyrir þingflokkum sínum í dag. Að sögn Katrínar hafa helstu ágreiningsefni verið leyst og er nú farið að ræða ráðherrastóla. Katrín hefur óskað eftir forsætisráðuneytinu. „Við ákváðum að ræða ráðuneytaskiptingu þegar við værum komin til botns í málefnavinnunni og þess vegna byrjuðum við á því í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. Stofnanir flokkanna funda um málefnasamninginn á miðvikudag og verði hann samþykktur er stefnt að fyrsta ríkisráðsfundinum á fullveldisdaginn á föstudag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36 Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36
Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47