Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 12:09 Þegar kalt og þurrt er í veðri er líklegra að svifryk myndi mengunarský yfir borginni frekar en að dreifast. Myndin er úr safni. Vísir/GVA Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar sendi stjórnendum grunn- og leikskóla auk dagforeldra viðvörun í morgun vegna áframhaldandi loftmengunar í borginni. Styrkur mengunaragna var hár í borginni í gær og er sama ástandi spáð í svölu, þurru og stilltu veðri í dag. Fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn voru vöruð við því að vera á ferð nærri miklum umferðargötum vegna lélegra loftgæða í gær. Þá var styrkur grófs svifryks (PM10) og köfnunarefnisdíoxíðs sagður hár og líklega yfir heilsuverndarmörkum. Veðuraðstæður eru sagðar hafa stuðlað að því að loftmengunin safnaðist saman yfir borginni í gær. Þegar kalt og stillt veður er ríkjandi eru minni líkur á að loftmengun dreifist. Því geta sjáanleg mengunarský myndast yfir borgum við slíkar aðstæður. Það er vel þekkt frá erlendum borgum eins og Delí á Indlandi þar sem gríðarleg loftmengun hefur mælst í byrjun vetrar. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar, segir að sömu veðuraðstæður séu ríkjandi í dag. Tilkynning með sambærilegri viðvörun og send var út í gær hafi því verið send á skólana í morgun. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vef Reykjavíkurborgar. Þar má jafnframt sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu og við Hringbraut 26. Auk þess rekur Umhverfisstofnun loftgæðamæli við Grensásveg. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar sendi stjórnendum grunn- og leikskóla auk dagforeldra viðvörun í morgun vegna áframhaldandi loftmengunar í borginni. Styrkur mengunaragna var hár í borginni í gær og er sama ástandi spáð í svölu, þurru og stilltu veðri í dag. Fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn voru vöruð við því að vera á ferð nærri miklum umferðargötum vegna lélegra loftgæða í gær. Þá var styrkur grófs svifryks (PM10) og köfnunarefnisdíoxíðs sagður hár og líklega yfir heilsuverndarmörkum. Veðuraðstæður eru sagðar hafa stuðlað að því að loftmengunin safnaðist saman yfir borginni í gær. Þegar kalt og stillt veður er ríkjandi eru minni líkur á að loftmengun dreifist. Því geta sjáanleg mengunarský myndast yfir borgum við slíkar aðstæður. Það er vel þekkt frá erlendum borgum eins og Delí á Indlandi þar sem gríðarleg loftmengun hefur mælst í byrjun vetrar. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar, segir að sömu veðuraðstæður séu ríkjandi í dag. Tilkynning með sambærilegri viðvörun og send var út í gær hafi því verið send á skólana í morgun. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vef Reykjavíkurborgar. Þar má jafnframt sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu og við Hringbraut 26. Auk þess rekur Umhverfisstofnun loftgæðamæli við Grensásveg.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira