Innlent

Vigdís heiðruð á heimsþingi stjórnmálakvenna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá athöfninni í Hörpu í morgun.
Frá athöfninni í Hörpu í morgun. Vísir
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1980 til 1996, var heiðruð á heimsþingi stjórnmálakvenna sem fram fer á Íslandi um þessar mundir.

Þingið var sett í Hörpu í morgun og sótti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, athöfnina þar sem Vigdísi voru afhent heiðursverðlaunin.

Vigdís ásamt fjölda stjórnmálakvenna í móttökunni í Veröld í gær.Vísir/Stefán
Á fjórða hundrað kvenleiðtoga, þingmenn og þjóðhöfðingjar, frá um hundrað löndum eru gestir á þinginu. Þeirra á meðal er forseti Möltu sem ræddi við fréttastofu um þingið í beinni útsendingu frá móttöku í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur.

Viðtalið má sjá hér að neðan.


 Yfirskrift þingsins er „We can do it!“ en allar nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér.

Bein útsending er frá þinginu og má fylgjast með þingstörfum hér að neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×