Innlent

Ársfangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni. Vísir/stefán
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni. Þá var honum gert að greiða dótturinni 800.000 krónur í skaðabætur.

Í dómnum segir að móðirin hafi sagt lögreglu að hún hafi séð ákærða fara með höndina í klof dótturinnar þar sem hún svaf á milli þeirra.

Þá hafi dóttirin sagt móður sinni frá því að faðirinn hafi horft á klám fyrir framan hana og fróað sér.

Í skýrslu dótturinnar sem tekin var í Barnahúsi kom fram að hún væri hrædd við ákærða „því hann nuddaði mjög oft klof hennar“, segir í dómnum.

Ákærði sagði við meðferð málsins að sakirnar sem á hann voru bornar væru upplognar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×