Segir Miðflokkinn vera einangraðan í stjórnarmyndunarviðræðum Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. nóvember 2017 18:02 Baldur segir að allir flokkar vilji vinna með Framsóknarflokknum og Vinstri grænum. Vísir/Samsett Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir að Miðflokkurinn sé einangraður í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Flokkarnir, fyrir utan Flokk fólksins, vilja ekki vinna með honum nema í algjörri neyð,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook síðu sinni. Þá segir hann að samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Flokks fólksins og Miðflokksins sé mjög ólíkleg eins og staðan er í dag. Jafnframt segir hann það stórlega vanmetið í opinberri umræðu hversu erfitt það er fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn að vinna saman vegna ágreinings um málefni, vinnubrögð og deilna milli einstaklinga. Baldur telur hins vegar Framsóknarflokkinn ekki í frekari lykilstöðu en Vinstri hreyfingin grænt framboð. „Það vilja allir vinna með þessum tveimur flokkum. Allt bendir til þess að VG geti unnið bæði til hægri og vinstri.“Sigmundur ímyndar sér að ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna yrði veik Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann væri ekki sannfærður um að ríkisstjórn með breiða skírskotun frá hægri til vinstri væri vænlegasti kosturinn í stöðunni. Þá sagði hann að ef hann fengi umboð til stjórnarmyndunar myndi hann eiga samtal við formenn allra flokka. „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að æskilegt sé að mynda ríkisstjórn á grundvelli málefnanna og mér hefur þótt svolítið skrýtið að fylgjast með tali um annað undanfara daga,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði að ríkisstjórn þeirra flokka sem eru nú að ræða saman myndi varla snúast um margt annað en að viðhalda núverandi ástandi. „Ég ímynda mér að slík ríkisstjórn væri veik já, ef þessum flokkum er einhver alvara með sínar pólitísku áherslur. Því að það myndi varla snúast um margt annað en að viðhalda núverandi ástandi.” Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir að Miðflokkurinn sé einangraður í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Flokkarnir, fyrir utan Flokk fólksins, vilja ekki vinna með honum nema í algjörri neyð,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook síðu sinni. Þá segir hann að samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Flokks fólksins og Miðflokksins sé mjög ólíkleg eins og staðan er í dag. Jafnframt segir hann það stórlega vanmetið í opinberri umræðu hversu erfitt það er fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn að vinna saman vegna ágreinings um málefni, vinnubrögð og deilna milli einstaklinga. Baldur telur hins vegar Framsóknarflokkinn ekki í frekari lykilstöðu en Vinstri hreyfingin grænt framboð. „Það vilja allir vinna með þessum tveimur flokkum. Allt bendir til þess að VG geti unnið bæði til hægri og vinstri.“Sigmundur ímyndar sér að ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna yrði veik Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann væri ekki sannfærður um að ríkisstjórn með breiða skírskotun frá hægri til vinstri væri vænlegasti kosturinn í stöðunni. Þá sagði hann að ef hann fengi umboð til stjórnarmyndunar myndi hann eiga samtal við formenn allra flokka. „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að æskilegt sé að mynda ríkisstjórn á grundvelli málefnanna og mér hefur þótt svolítið skrýtið að fylgjast með tali um annað undanfara daga,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði að ríkisstjórn þeirra flokka sem eru nú að ræða saman myndi varla snúast um margt annað en að viðhalda núverandi ástandi. „Ég ímynda mér að slík ríkisstjórn væri veik já, ef þessum flokkum er einhver alvara með sínar pólitísku áherslur. Því að það myndi varla snúast um margt annað en að viðhalda núverandi ástandi.”
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira