Eins og annars flokks í hávaða frá Nýbýlavegi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Hjónin Sandra og Jónas eru úrkula vonar um að bærinn grípi til ráðstafana. vísir/stefán Hjón í Kópavogi eru þreytt á hávaða sem berst inn til þeirra frá umferðaræð í bænum. Samskipti við bæinn hafa litlu skilað. „Við fluttum hérna inn síðasta sumar og höfum staðið í þessu stappi síðan þá,“ segir Sandra Árnadóttir, íbúi í Vallhólma í Kópavogi. Hún og Jónas, maðurinn hennar, fluttu í húsið úr póstnúmeri 203 ásamt tveimur ungum sonum sínum, fjögurra og sex ára. Íbúðin á nýja staðnum hefur hins vegar ekki reynst jafn skemmtileg og þau vonuðust til. Við garð þeirra liggur Nýbýlavegur en talsverð umferð er um götuna á degi hverjum. Hjónin segja að mikill hávaði berist í húsið þeirra frá götunni og hafa kallað eftir því að lokið yrði við gerð hljóðmanar við garð þeirra. „Skömmu eftir að við fluttum fór ég á fund á skrifstofu bæjarins. Eftir það kom hingað maður og mældi hávaðann frá götunni og komst að því að hér væri allt í lagi. Mælingin var hins vegar gerð á neðri hæðinni hjá okkur, sem er aðeins notuð sem bílskúr og sjónvarpsherbergi, en ekki af þeirri efri þar sem við höfumst við,“ segir Sandra. Í kjölfarið hafi þau sent bæjaryfirvöldum ítrekuð bréf. Þegar þeim hefur verið svarað hefur svarið verið á þá leið að ekki standi til að gera neitt í málinu. „Nágrannar okkar hér í næstu húsum sögðu okkur bara að sleppa þessu. Þetta væri ekki til neins. Þau hafi reynt í fjölmörg ár að fá bæinn til að gera eitthvað í málinu,“ segir Sandra. Sandra segir málið ekki aðeins snúast um hljóðvist í húsi sínu heldur einnig öryggi sona sinna. Hún geti ekki leyft þeim að leika sér í garðinum hjá sér meðan aðbúnaður sé eins og hann er nema undir stöðugu eftirlit. Þeir geti auðveldlega komist út á Nýbýlaveg meðan ástandið sé eins og það er. „Það eru ekki aðeins við sem erum hætt að nota garðinn. Nágrannar okkar gera það varla enda varla líft hérna þegar umferðin er sem mest,“ segir Sandra. „Það er búið að hækka hljóðmönina hérna í kringum flest hús nema okkar og nokkur hér við hlið okkar. Okkur líður eins og annars flokks íbúum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Hjón í Kópavogi eru þreytt á hávaða sem berst inn til þeirra frá umferðaræð í bænum. Samskipti við bæinn hafa litlu skilað. „Við fluttum hérna inn síðasta sumar og höfum staðið í þessu stappi síðan þá,“ segir Sandra Árnadóttir, íbúi í Vallhólma í Kópavogi. Hún og Jónas, maðurinn hennar, fluttu í húsið úr póstnúmeri 203 ásamt tveimur ungum sonum sínum, fjögurra og sex ára. Íbúðin á nýja staðnum hefur hins vegar ekki reynst jafn skemmtileg og þau vonuðust til. Við garð þeirra liggur Nýbýlavegur en talsverð umferð er um götuna á degi hverjum. Hjónin segja að mikill hávaði berist í húsið þeirra frá götunni og hafa kallað eftir því að lokið yrði við gerð hljóðmanar við garð þeirra. „Skömmu eftir að við fluttum fór ég á fund á skrifstofu bæjarins. Eftir það kom hingað maður og mældi hávaðann frá götunni og komst að því að hér væri allt í lagi. Mælingin var hins vegar gerð á neðri hæðinni hjá okkur, sem er aðeins notuð sem bílskúr og sjónvarpsherbergi, en ekki af þeirri efri þar sem við höfumst við,“ segir Sandra. Í kjölfarið hafi þau sent bæjaryfirvöldum ítrekuð bréf. Þegar þeim hefur verið svarað hefur svarið verið á þá leið að ekki standi til að gera neitt í málinu. „Nágrannar okkar hér í næstu húsum sögðu okkur bara að sleppa þessu. Þetta væri ekki til neins. Þau hafi reynt í fjölmörg ár að fá bæinn til að gera eitthvað í málinu,“ segir Sandra. Sandra segir málið ekki aðeins snúast um hljóðvist í húsi sínu heldur einnig öryggi sona sinna. Hún geti ekki leyft þeim að leika sér í garðinum hjá sér meðan aðbúnaður sé eins og hann er nema undir stöðugu eftirlit. Þeir geti auðveldlega komist út á Nýbýlaveg meðan ástandið sé eins og það er. „Það eru ekki aðeins við sem erum hætt að nota garðinn. Nágrannar okkar gera það varla enda varla líft hérna þegar umferðin er sem mest,“ segir Sandra. „Það er búið að hækka hljóðmönina hérna í kringum flest hús nema okkar og nokkur hér við hlið okkar. Okkur líður eins og annars flokks íbúum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira