Innlent

Tugir hafa sagt sig úr VG

Jakob Bjarnar skrifar
Þingflokkur VG ræður ráðum sínum en nokkuð hefur verið um uppsagnir úr flokknum í dag.
Þingflokkur VG ræður ráðum sínum en nokkuð hefur verið um uppsagnir úr flokknum í dag. visir/stefán
Í dag og um helgina hafa rúmlega þrjátíu sagt sig úr VG. Að sögn Bjargar Evu Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra VG, eru úrsagnirnar vegna óánægju með stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hafa staðið milli VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Björg Eva segir að skráðir meðlimir VG séu rétt innan við sex þúsund og þrjátíu séu augljóslega ekki stórt hlutfalli af þeirri tölu.

„Svo er alltaf einhver hreyfing, en þessi er meiri en venjulega. Svo eru þeir sem hringja með þjósti og segja sig úr en eru alls ekki skráðir.“

Björg Eva segir einnig að svo hafi einir þrír skráð sig í flokkinn í dag og einn í gær. „Til að hafa áhrif og taka þátt í umræðunni.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×