Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 18:23 Katrín Jakobsdóttir í þinghúsinu í dag. vísir/anton brink Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þetta kemur fram í ályktun frá Ungum vinstri grænum. Þar segir að UVG muni ávallt fordæma gjörðir sem eru þvert á stefnu Vinstri grænna og í andstöðu við grasrót flokksins. „Ung vinstri græn setja sig því eindregið á móti því að Vinstri græn gangi inn í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum,“ segir í ályktuninni. „Við getum ekki samþykkt síendurteknar lygar, spillingu og frændhygli. Við getum ekki samþykkt leyndarhyggju með kynferðisbrotamönnum. Gjörðir vega þyngra en orð og við í Vinstri grænum þurfum að sýna í verki hvað við stöndum fyrir með því að neita því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt ríkisstjórnarsamstarf er ekki rétta leiðin til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar.“ Þau biðla til þingflokks VG að sýna ábyrgð með því að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og láta reyna á stjórnarmyndun með öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og Miðflokki. Þau segja að ríkisstjórnarsamstarf með spilltum flokkum muni rýrar trúverðugleika flokksins. „Það er mikilvægt til þess að Vinstri græn verði sterkt afl til framtíðar og til þess að geta staðið að langtímaúrbótum í samfélaginu. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka skýra afstöðu gegn samstarfi við flokka þar sem að spilling og leyndarhyggja hefur grasserað.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Sjá meira
Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þetta kemur fram í ályktun frá Ungum vinstri grænum. Þar segir að UVG muni ávallt fordæma gjörðir sem eru þvert á stefnu Vinstri grænna og í andstöðu við grasrót flokksins. „Ung vinstri græn setja sig því eindregið á móti því að Vinstri græn gangi inn í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum,“ segir í ályktuninni. „Við getum ekki samþykkt síendurteknar lygar, spillingu og frændhygli. Við getum ekki samþykkt leyndarhyggju með kynferðisbrotamönnum. Gjörðir vega þyngra en orð og við í Vinstri grænum þurfum að sýna í verki hvað við stöndum fyrir með því að neita því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt ríkisstjórnarsamstarf er ekki rétta leiðin til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar.“ Þau biðla til þingflokks VG að sýna ábyrgð með því að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og láta reyna á stjórnarmyndun með öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og Miðflokki. Þau segja að ríkisstjórnarsamstarf með spilltum flokkum muni rýrar trúverðugleika flokksins. „Það er mikilvægt til þess að Vinstri græn verði sterkt afl til framtíðar og til þess að geta staðið að langtímaúrbótum í samfélaginu. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka skýra afstöðu gegn samstarfi við flokka þar sem að spilling og leyndarhyggja hefur grasserað.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Sjá meira
Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09