Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2017 13:24 Hari Kondabolu hefur oft fjallað um búðareigandann Apu í uppistandi sínu. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Hari Kondabolu gerir tilraun til að kortleggja vandamálið við persónuna Apu, búðareigandann í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, segist hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Síðar var ákveðið að gera sérstaka þætti um fjölskylduna og hafa nú verið framleiddar heilar 29 þáttaraðir. Kondabolu segir persónuna Apu þó ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og virðast allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurásíska innflytendur birtast í persónunni. Kondabolu hefur oft rætt um Apu í uppistandi sínu og ákvað hann að gera heimildarmyndina eftir að eitt atriðið úr sýningu hans varð sérstaklega vinsælt í netheimum.„Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ segir Kondabolu í samtali við NBC, og bætir við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Í myndinni fjallar Kondabalu meðal annars um sögu indverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, indverska vísnasöngvara, og hvernig hreimur Apu varð til. Sömuleiðis ræðir hann við grínista og leikara af indverskum ættum og hvernig þeim hefur verið boðið að fara með hlutverk í Hollywood sem byggja á staðalímyndum. Kondabalu ræðir í mynd sinni meðal annars við leikara á borð við Aziz Ansari, Kal Penn, Aparna Nancherla, Hasan Minhaj,Russell Peters, Sakina Jaffrey, Aasif Mandvi og Danny Pudi „Ég hata Apu,“ er haft eftir Kal Penn í myndinni.Sjá má stiklu úr myndinni að neðan. Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Bandaríski grínistinn Hari Kondabolu gerir tilraun til að kortleggja vandamálið við persónuna Apu, búðareigandann í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, segist hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Síðar var ákveðið að gera sérstaka þætti um fjölskylduna og hafa nú verið framleiddar heilar 29 þáttaraðir. Kondabolu segir persónuna Apu þó ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og virðast allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurásíska innflytendur birtast í persónunni. Kondabolu hefur oft rætt um Apu í uppistandi sínu og ákvað hann að gera heimildarmyndina eftir að eitt atriðið úr sýningu hans varð sérstaklega vinsælt í netheimum.„Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ segir Kondabolu í samtali við NBC, og bætir við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Í myndinni fjallar Kondabalu meðal annars um sögu indverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, indverska vísnasöngvara, og hvernig hreimur Apu varð til. Sömuleiðis ræðir hann við grínista og leikara af indverskum ættum og hvernig þeim hefur verið boðið að fara með hlutverk í Hollywood sem byggja á staðalímyndum. Kondabalu ræðir í mynd sinni meðal annars við leikara á borð við Aziz Ansari, Kal Penn, Aparna Nancherla, Hasan Minhaj,Russell Peters, Sakina Jaffrey, Aasif Mandvi og Danny Pudi „Ég hata Apu,“ er haft eftir Kal Penn í myndinni.Sjá má stiklu úr myndinni að neðan.
Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira