Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2017 13:24 Hari Kondabolu hefur oft fjallað um búðareigandann Apu í uppistandi sínu. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Hari Kondabolu gerir tilraun til að kortleggja vandamálið við persónuna Apu, búðareigandann í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, segist hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Síðar var ákveðið að gera sérstaka þætti um fjölskylduna og hafa nú verið framleiddar heilar 29 þáttaraðir. Kondabolu segir persónuna Apu þó ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og virðast allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurásíska innflytendur birtast í persónunni. Kondabolu hefur oft rætt um Apu í uppistandi sínu og ákvað hann að gera heimildarmyndina eftir að eitt atriðið úr sýningu hans varð sérstaklega vinsælt í netheimum.„Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ segir Kondabolu í samtali við NBC, og bætir við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Í myndinni fjallar Kondabalu meðal annars um sögu indverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, indverska vísnasöngvara, og hvernig hreimur Apu varð til. Sömuleiðis ræðir hann við grínista og leikara af indverskum ættum og hvernig þeim hefur verið boðið að fara með hlutverk í Hollywood sem byggja á staðalímyndum. Kondabalu ræðir í mynd sinni meðal annars við leikara á borð við Aziz Ansari, Kal Penn, Aparna Nancherla, Hasan Minhaj,Russell Peters, Sakina Jaffrey, Aasif Mandvi og Danny Pudi „Ég hata Apu,“ er haft eftir Kal Penn í myndinni.Sjá má stiklu úr myndinni að neðan. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Bandaríski grínistinn Hari Kondabolu gerir tilraun til að kortleggja vandamálið við persónuna Apu, búðareigandann í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, segist hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Síðar var ákveðið að gera sérstaka þætti um fjölskylduna og hafa nú verið framleiddar heilar 29 þáttaraðir. Kondabolu segir persónuna Apu þó ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og virðast allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurásíska innflytendur birtast í persónunni. Kondabolu hefur oft rætt um Apu í uppistandi sínu og ákvað hann að gera heimildarmyndina eftir að eitt atriðið úr sýningu hans varð sérstaklega vinsælt í netheimum.„Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ segir Kondabolu í samtali við NBC, og bætir við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Í myndinni fjallar Kondabalu meðal annars um sögu indverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, indverska vísnasöngvara, og hvernig hreimur Apu varð til. Sömuleiðis ræðir hann við grínista og leikara af indverskum ættum og hvernig þeim hefur verið boðið að fara með hlutverk í Hollywood sem byggja á staðalímyndum. Kondabalu ræðir í mynd sinni meðal annars við leikara á borð við Aziz Ansari, Kal Penn, Aparna Nancherla, Hasan Minhaj,Russell Peters, Sakina Jaffrey, Aasif Mandvi og Danny Pudi „Ég hata Apu,“ er haft eftir Kal Penn í myndinni.Sjá má stiklu úr myndinni að neðan.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira