Lífið

Brot úr Fósturbörnum: „Reið út í barnavernd og pabba“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjallar var um Alenu í síðasta þætti af Fósturbörnum.
Fjallar var um Alenu í síðasta þætti af Fósturbörnum.
Svanhildur Sif Haraldsdóttir fékk Alenu Elisa Da Silva í varanlegt fóstur á sínum tíma en þá hafði Alena ítrekað beðið um að láta fjarlægja sig af heimilinu. Þá var stúlkan búsett hjá föður sínum ásamt eldri systur sinni.

Fjallað var um Alenu í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið.

Svanhildur tók við Alenu reglulega frá unga aldri og stundum nokkra mánuði í senn, en svo að lokum flutti Alena alfarið til hennar.  Þegar hún varð 18 ára fékk hún gríðarlegt magn af skjölum frá Barnaverndarstofu.

„Ég hef aðeins verið að skoða þetta, en þetta er auðvitað bara eins og bók,“ sagði Alena í þættinum.

Reið út í kerfið

„Þarna koma fram allar tilkynningarnar þegar lögreglan kom og sótti okkur, allt frá skólanum og bara allt um okkur.“

Hún segist verða reið þegar hún byrjar að renna í gegnum umrædd gögn.

„Ég verð reið fyrir okkar hönd, sem litlar stelpur. Ef ég á að segja alveg eins og er er ég reið út í barnavernd og pabba minn.“

En hefur Alena áhyggjur hvort faðir hennar verði reiður þegar hann sér umfjöllunina um hana?

„Þá má hann bara verða reiður, honum var nær.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×