Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 20:00 Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. Fréttablaðið og Stöð 2 greindu í gær frá stórauknum fjölda trampolínslysa. Í september og október komu fimmtíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna slíkra slysa samanborið við átta á sama tíma í fyrra. Áverkar eru í sumum tilvikum alvarlegir og má að sögn lækna rekja nokkurn fjölda slysanna til trampolínsgarðs í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis fer með eftirlit með garðinum og er hann nú til sérstakrar skoðunar eftir ábendingar frá lögreglu. Fyrirhugað er að fara á vettvang og gera úttekt á svæðinu auk þess að kalla eftir gögnum. Að sögn lögreglu hefur verið farið í fimm útköll vegna slysa í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.Guðmundur H. EinarssonSkemmtigarðar sem trampolíngarðurinn er flokkaðir sem íþróttahús hjá heilbrigðiseftirlitinu og falla undir reglugerð um hollustuhætti. Fyrir opnun var farið í úttekt á staðnum og athugað hvort frágangur samræmdist 14. gr. reglugerðarinnar en hún kveður að mestu á um hreinlæti en ekki öryggi. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir enga sérstaka öryggisúttekt gerða á svæðum sem þessum enda kveða reglur ekki á um slíkt eftirlit. „Ef það eru til staðlar þá eiga þau að uppfylla staðlana," segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis. Eru til staðlar fyrir svona svæði? „Ég bara get ekki svarað því hér og nú, það er eitt af þessu sem við skoðum. Af því þú nefndir trampolíngarð að þá er þetta fyrsta starfsemin sem við erum með," segir Guðmundur. Þannig það eru engar öryggisprófanir sérstaklega? „Ekki svo mér sé kunnugt. En það getur verið að framleiðandi tækisins hafi mjög góðar leiðbeiningar," segir Guðmundur. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. Fréttablaðið og Stöð 2 greindu í gær frá stórauknum fjölda trampolínslysa. Í september og október komu fimmtíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna slíkra slysa samanborið við átta á sama tíma í fyrra. Áverkar eru í sumum tilvikum alvarlegir og má að sögn lækna rekja nokkurn fjölda slysanna til trampolínsgarðs í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis fer með eftirlit með garðinum og er hann nú til sérstakrar skoðunar eftir ábendingar frá lögreglu. Fyrirhugað er að fara á vettvang og gera úttekt á svæðinu auk þess að kalla eftir gögnum. Að sögn lögreglu hefur verið farið í fimm útköll vegna slysa í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.Guðmundur H. EinarssonSkemmtigarðar sem trampolíngarðurinn er flokkaðir sem íþróttahús hjá heilbrigðiseftirlitinu og falla undir reglugerð um hollustuhætti. Fyrir opnun var farið í úttekt á staðnum og athugað hvort frágangur samræmdist 14. gr. reglugerðarinnar en hún kveður að mestu á um hreinlæti en ekki öryggi. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir enga sérstaka öryggisúttekt gerða á svæðum sem þessum enda kveða reglur ekki á um slíkt eftirlit. „Ef það eru til staðlar þá eiga þau að uppfylla staðlana," segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis. Eru til staðlar fyrir svona svæði? „Ég bara get ekki svarað því hér og nú, það er eitt af þessu sem við skoðum. Af því þú nefndir trampolíngarð að þá er þetta fyrsta starfsemin sem við erum með," segir Guðmundur. Þannig það eru engar öryggisprófanir sérstaklega? „Ekki svo mér sé kunnugt. En það getur verið að framleiðandi tækisins hafi mjög góðar leiðbeiningar," segir Guðmundur.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira