Rafn hvetur fólk til að líma fyrir munninn á sér á næturnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 07:15 Þú talar að minnsta kosti ekki mikið upp úr svefni á meðan. Hvað þætti þér um það að setja alltaf límband yfir munninn á þér áður en þú ferð að sofa? Furðulegt? Ekki að mati einkaþjálfarans Rafns Franklín sem segir límbandið hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. Í færslu á Facebook-síðu sinni telur hann upp kosti límbandsins, og vísar í skrif tannlæknisins Mark Burhenne máli sínu til stuðnings. „Til gamans má geta að anda með munninum er ekki æskilegt, heldur er neföndun náttúruleg og eðlileg leið líkamans til þess að anda. Neföndun er mikilvæg út af lofttegund að nafni nituroxíð sem líkaminn myndar í ennisholunum og skiptir miklu máli fyrir eðlilegt blóðflæði, blóðþrýsting, vöðvasamdráttarstyrk og framleiðslu hvatbera. 25% af nituroxíð myndar líkaminn í gegnum neföndun,“ útskýrir Rafn. Hann segist vera einn af þeim sem „hrýtur, slefar með galopinn munninn og er með allskonar önnur leiðindi á nóttunni“ sem meðal annars verður til þess að hann sofi verr og nái síður djúpsvefni. Þau vandræði hafi þó horfið eins og dögg fyrir sólu eftir að hann byrjaði að setja límband fyrir munninn. „Með því að anda með nefinu í svefni má búast við eftirfarandi: - Þú vaknar úthvíld/ur - Blóðþrýstingur lækkar og líkur á hjarta- og æðasjúkdómum minnka - Þú dregur úr kvíða og þunglyndi - Þú eykur einbeitingu og minnið verður betra - Hausverkir, mígreni og bakverkir geta minnkað - Melting bætist og þyngdartap eykst - Ónæmiskerfið styrkist og þar með fer kvef og pestum fækkandi - Og síðast en ekki síst, hrotur minnka eða hverfa. Teip í nótt og þú sefur rótt,“ segir Rafn glettinn. Færslu einkaþjálfarans má sjá hér að neðan Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Hvað þætti þér um það að setja alltaf límband yfir munninn á þér áður en þú ferð að sofa? Furðulegt? Ekki að mati einkaþjálfarans Rafns Franklín sem segir límbandið hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. Í færslu á Facebook-síðu sinni telur hann upp kosti límbandsins, og vísar í skrif tannlæknisins Mark Burhenne máli sínu til stuðnings. „Til gamans má geta að anda með munninum er ekki æskilegt, heldur er neföndun náttúruleg og eðlileg leið líkamans til þess að anda. Neföndun er mikilvæg út af lofttegund að nafni nituroxíð sem líkaminn myndar í ennisholunum og skiptir miklu máli fyrir eðlilegt blóðflæði, blóðþrýsting, vöðvasamdráttarstyrk og framleiðslu hvatbera. 25% af nituroxíð myndar líkaminn í gegnum neföndun,“ útskýrir Rafn. Hann segist vera einn af þeim sem „hrýtur, slefar með galopinn munninn og er með allskonar önnur leiðindi á nóttunni“ sem meðal annars verður til þess að hann sofi verr og nái síður djúpsvefni. Þau vandræði hafi þó horfið eins og dögg fyrir sólu eftir að hann byrjaði að setja límband fyrir munninn. „Með því að anda með nefinu í svefni má búast við eftirfarandi: - Þú vaknar úthvíld/ur - Blóðþrýstingur lækkar og líkur á hjarta- og æðasjúkdómum minnka - Þú dregur úr kvíða og þunglyndi - Þú eykur einbeitingu og minnið verður betra - Hausverkir, mígreni og bakverkir geta minnkað - Melting bætist og þyngdartap eykst - Ónæmiskerfið styrkist og þar með fer kvef og pestum fækkandi - Og síðast en ekki síst, hrotur minnka eða hverfa. Teip í nótt og þú sefur rótt,“ segir Rafn glettinn. Færslu einkaþjálfarans má sjá hér að neðan
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira