Finnur til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu kannabisolíu í Danmörku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. nóvember 2017 20:00 Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt. Íslensk kona, Málfríður Þorleifsdóttir, sætir nú ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Greint er frá málinu í morgunblaðinu í dag en ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greindst hafði með illvígt krabbamein. Málið hefur vakið talsverða athygli í Danmörku og vakið upp spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Þá hefur sú umræða einnig komið upp hér á landi en hér er það ólöglegt. Ítarlega var fjallað um málið í þáttunum Brestir á Stöð2 fyrir nokkrum árum þar sem ungur maður sagði frá því hvernig hann hefði aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. Einn þeirra var Sigurður Jón Súddason en hann greindist með æxli í heila árið 2013. Hann og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þá upp á því að útbúa kannabisolíu þar sem hefðbundnar leiðir duguðu ekki til að slá á verki hans. Sigurður lést í janúar í fyrra en hann notaði kannabisolíu nánast alveg fram að þeim degi. „Og það er engin efi í mínum huga varðandi verkastillandi og það eykur matarlyst,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segist finna mikið til með Málfríði og að hún geti sett sig í hennar spor. Þegar maður horfi á ástvin kveljast, þá geri maður allt til að hjálpa. „Mér leið illa að byrja og var hrædd en þegar ég sá árangurinn þá skipti það engu máli,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segir að fjöldi fólk sé í sömu stöðu en það höfðu margir samband eftir þáttinn. Þá fær félagið Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, reglulega spurningar frá félagsmönnum um kannabis í lækningarskyni. „Þar sem þetta er ólöglegt þá eru hendur okkar mjög bundnar,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts. Hún segir félagið opið fyrir því að lagt yrði fram frumvarp um að lögleiða kannabis í lækningarskyni. „Ef að félagsmenn okkar geta farið í apótek og leyst út lyfin sín án þess að þurfa að fara á svartan markað til þess að láta sér líða betur þá segjum við já,“ segir Ástrós. Þá á Ástrós mann með krabbamein og segir að þau hjón hafi þurft að skoða þann möguleika að nota kannabis til að lina þjáningar hans. „Auðvitað veður maður yfir eld og brennistein fyrir ástvin en að þurfa að fara á svartan markað og þurfa að læðupúkast sem ég veit að margir gera í dag er rosalega erfitt og auðvitað vill maður ekki þurfa að brjóta lög,“ segir Ástrós. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt. Íslensk kona, Málfríður Þorleifsdóttir, sætir nú ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Greint er frá málinu í morgunblaðinu í dag en ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greindst hafði með illvígt krabbamein. Málið hefur vakið talsverða athygli í Danmörku og vakið upp spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Þá hefur sú umræða einnig komið upp hér á landi en hér er það ólöglegt. Ítarlega var fjallað um málið í þáttunum Brestir á Stöð2 fyrir nokkrum árum þar sem ungur maður sagði frá því hvernig hann hefði aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. Einn þeirra var Sigurður Jón Súddason en hann greindist með æxli í heila árið 2013. Hann og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þá upp á því að útbúa kannabisolíu þar sem hefðbundnar leiðir duguðu ekki til að slá á verki hans. Sigurður lést í janúar í fyrra en hann notaði kannabisolíu nánast alveg fram að þeim degi. „Og það er engin efi í mínum huga varðandi verkastillandi og það eykur matarlyst,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segist finna mikið til með Málfríði og að hún geti sett sig í hennar spor. Þegar maður horfi á ástvin kveljast, þá geri maður allt til að hjálpa. „Mér leið illa að byrja og var hrædd en þegar ég sá árangurinn þá skipti það engu máli,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segir að fjöldi fólk sé í sömu stöðu en það höfðu margir samband eftir þáttinn. Þá fær félagið Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, reglulega spurningar frá félagsmönnum um kannabis í lækningarskyni. „Þar sem þetta er ólöglegt þá eru hendur okkar mjög bundnar,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts. Hún segir félagið opið fyrir því að lagt yrði fram frumvarp um að lögleiða kannabis í lækningarskyni. „Ef að félagsmenn okkar geta farið í apótek og leyst út lyfin sín án þess að þurfa að fara á svartan markað til þess að láta sér líða betur þá segjum við já,“ segir Ástrós. Þá á Ástrós mann með krabbamein og segir að þau hjón hafi þurft að skoða þann möguleika að nota kannabis til að lina þjáningar hans. „Auðvitað veður maður yfir eld og brennistein fyrir ástvin en að þurfa að fara á svartan markað og þurfa að læðupúkast sem ég veit að margir gera í dag er rosalega erfitt og auðvitað vill maður ekki þurfa að brjóta lög,“ segir Ástrós.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira