Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 20:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. „Ég er nú ekkert sérstaklega bjartsýn á að slík samsetning, með eins manns meirihluta, væri vænleg til árangurs fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Honum kemur þó ekki á óvart að flokkarnir fjórir séu í stjórnarmyndunarviðræðum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í dag. Sigmundur Davíð segist óttast að þessi naumi meirihluti, 32 þingmenn eða minnsti möguleiki meirihluti muni standa ríkisstjórninni fyrir þrifum. Í ótta við að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu muni enginn þora að taka erfiðar ákvarðanir, en að mati Sigmundar Davíðs sé erfitt að ráðast í umbætur þegar forðast er að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir þó að takist flokkunum að mynda ríkisstjórn voni hann að henni takist vel upp að stýra landinu. „En auðvitað, ef að þetta verður niðurstaðan er ekki annað að gera en að óska mönnum góðs gengis og að samfélagið komi sem best út úr því.“Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Vísir/ErnirSegir símtalið við Sigurð Inga hafa verið vinsamlegt Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að talsamband væri komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs, en samband þeirra hefur verið stirt eftir að sá fyrrnefndi sigraði þann síðarnefnda í formannskosningum Framsóknarflokksins á vormánuðum 2016. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær en möguleiki á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Fólks flokksins hafði verið í umræðunni áður en Katrínu var falið stjórnarmyndunarumboð. „Við ræddum aðeins stöðuna í pólitíkinni. Auðvitað alveg sjálfsagt mál eins og sakir standa að allir ræði saman. Ég hef alltaf verið til í að heyra í hverjum sem er í pólitíkinni,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um símtalið. Aðspurður hvort að einhvers konar samstarf á hægri vængnum hefði verið til umræðu svaraði Sigmundur Davíð því neitandi, en vildi ekki svara hvort að samstarf til vinstri hefði verið rætt í símtalinu. „Ég held að það sé best að láta vera að útlista nákvæmlega hvað fór okkar á milli að öðru leyti að því en að segja að þetta var vinsamlegt samtal,“ sagði Sigmundur Davíð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. „Ég er nú ekkert sérstaklega bjartsýn á að slík samsetning, með eins manns meirihluta, væri vænleg til árangurs fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Honum kemur þó ekki á óvart að flokkarnir fjórir séu í stjórnarmyndunarviðræðum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í dag. Sigmundur Davíð segist óttast að þessi naumi meirihluti, 32 þingmenn eða minnsti möguleiki meirihluti muni standa ríkisstjórninni fyrir þrifum. Í ótta við að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu muni enginn þora að taka erfiðar ákvarðanir, en að mati Sigmundar Davíðs sé erfitt að ráðast í umbætur þegar forðast er að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir þó að takist flokkunum að mynda ríkisstjórn voni hann að henni takist vel upp að stýra landinu. „En auðvitað, ef að þetta verður niðurstaðan er ekki annað að gera en að óska mönnum góðs gengis og að samfélagið komi sem best út úr því.“Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Vísir/ErnirSegir símtalið við Sigurð Inga hafa verið vinsamlegt Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að talsamband væri komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs, en samband þeirra hefur verið stirt eftir að sá fyrrnefndi sigraði þann síðarnefnda í formannskosningum Framsóknarflokksins á vormánuðum 2016. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær en möguleiki á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Fólks flokksins hafði verið í umræðunni áður en Katrínu var falið stjórnarmyndunarumboð. „Við ræddum aðeins stöðuna í pólitíkinni. Auðvitað alveg sjálfsagt mál eins og sakir standa að allir ræði saman. Ég hef alltaf verið til í að heyra í hverjum sem er í pólitíkinni,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um símtalið. Aðspurður hvort að einhvers konar samstarf á hægri vængnum hefði verið til umræðu svaraði Sigmundur Davíð því neitandi, en vildi ekki svara hvort að samstarf til vinstri hefði verið rætt í símtalinu. „Ég held að það sé best að láta vera að útlista nákvæmlega hvað fór okkar á milli að öðru leyti að því en að segja að þetta var vinsamlegt samtal,“ sagði Sigmundur Davíð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16