Legsteinasafn Páls fer á ný fyrir úrskurðarnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Páll Guðmundsson á lóð þá væntanlegs safnhúss nærri gamla Húsafellsbænum í október í fyrra. Vísir/Vilhelm Deila tveggja landeigenda í Húsafelli þarf að fara að nýju fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Eins og Fréttablaðið sagði frá 5. október 2016 er listamaðurinn Páll Guðmundson að reisa nýtt hús við vinnustofur sínar í Húsafelli. „Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ sagði Páll í Fréttablaðinu. Deiliskipulag lóðarinnar og byggingarleyfi hússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Steinsnar er milli húsanna. Sæmundur sagði aðkomu að gistiheimilinu og bílastæðum tekna burt og bílastæðin verða notuð af gestum safns Páls. Ómögulegt yrði að stækka gistiheimilið og hann myndi því verða af tekjum. Átroðningur safngesta á hlaði gistiheimilisins myndi ennfremur gera rekstur þess erfiðan. Úrskurðarnefndin sagði hins vegar kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnaði því sömuleiðis að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Sæmundur leitaði í framhaldinu til Umboðsmanns Alþingis sem segir ekki ljóst hvort nefndin hafi tekið formlega afstöðu til þess hvort umdeild auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hafi verið birt með fullnægjandi hætti: „Hafði þetta álitaefni þó sérstaka og verulega þýðingu í því máli sem hér er til umfjöllunar, enda verður að telja að þegar hvort tveggja nafn svæðis sem deiliskipulag á að taka til sem og landnúmer þess er ranglega tilgreint í auglýsingu skipulagsins í Stjórnartíðindum hljóti að vakna umtalsverður vafi um það hvort slík birting geti talist fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu umboðsmanns sem leggur fyrir úrskurðarnefndina að taka málið fyrir ef Sæmundur óskar þess og það mun hann þegar hafa gert. Deilan stendur í raun um tvö hús; safnahúsið sem nú er verið að steypa upp og timburhús sem flutt var á staðinn eftir að deiliskipulagið var kært. Óljóst er hvor húsin þurfa að víkja falli málið á endanum Sæmundi í vil og Páli í óhag. Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Borgarbyggð Söfn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Deila tveggja landeigenda í Húsafelli þarf að fara að nýju fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Eins og Fréttablaðið sagði frá 5. október 2016 er listamaðurinn Páll Guðmundson að reisa nýtt hús við vinnustofur sínar í Húsafelli. „Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ sagði Páll í Fréttablaðinu. Deiliskipulag lóðarinnar og byggingarleyfi hússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Steinsnar er milli húsanna. Sæmundur sagði aðkomu að gistiheimilinu og bílastæðum tekna burt og bílastæðin verða notuð af gestum safns Páls. Ómögulegt yrði að stækka gistiheimilið og hann myndi því verða af tekjum. Átroðningur safngesta á hlaði gistiheimilisins myndi ennfremur gera rekstur þess erfiðan. Úrskurðarnefndin sagði hins vegar kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnaði því sömuleiðis að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Sæmundur leitaði í framhaldinu til Umboðsmanns Alþingis sem segir ekki ljóst hvort nefndin hafi tekið formlega afstöðu til þess hvort umdeild auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hafi verið birt með fullnægjandi hætti: „Hafði þetta álitaefni þó sérstaka og verulega þýðingu í því máli sem hér er til umfjöllunar, enda verður að telja að þegar hvort tveggja nafn svæðis sem deiliskipulag á að taka til sem og landnúmer þess er ranglega tilgreint í auglýsingu skipulagsins í Stjórnartíðindum hljóti að vakna umtalsverður vafi um það hvort slík birting geti talist fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu umboðsmanns sem leggur fyrir úrskurðarnefndina að taka málið fyrir ef Sæmundur óskar þess og það mun hann þegar hafa gert. Deilan stendur í raun um tvö hús; safnahúsið sem nú er verið að steypa upp og timburhús sem flutt var á staðinn eftir að deiliskipulagið var kært. Óljóst er hvor húsin þurfa að víkja falli málið á endanum Sæmundi í vil og Páli í óhag.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Borgarbyggð Söfn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira