Innlent

Eldur í bíl á Kleppsvegi

Þórdís Valsdóttir skrifar
Einn dælubíll var sendur á vettvang.
Einn dælubíll var sendur á vettvang. Vísir/Vilhelm
Eldur kviknaði í bifreið á horni Kleppsvegar og Holtavegar fyrir skömmu síðan.

Einn dælubíll var sendur á vettvang og greiðilega gekk að slökkva eldinn en samkvæmt uplýsingum frá slökkviliðinu var í upphafi talið að bílar í kring myndu skaðast.

„Við notuðum nýja tækni við að slökkva eldinn, breiddum yfir hann sérstakt segl og eldurinn var kæfður. Þetta virkar svipað og eldvarnarteppinn, nema mun stærra,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson varðstjóri og bætir við að fínt sé að minna á eldvarnarteppin nú þegar líða fer að jólum.

Sigurbjörn segir bifreiðina talsvert skemmda og telur bifreiðina hafa verið mannlausa þegar eldurinn kviknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×