Tveggja mánaða fangelsi fyrir að kýla sambýliskonu sína og skalla hana ítrekað Þórdís Valsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 20:30 Maðurinn veittist tvisvar sinnum að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Vísir/getty Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi síðastliðinn fimmtudag mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn fyrrverandi sambýliskonu hans. Manninum var gefið að sök að hafa veist tvívegis að konunni á heimili mannsins. Hann játaði sök fyrir dómi og taldi dómurinn því nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var borinn sökum. Í fyrri árásinni sló hann konuna hnefahöggi og skallaði hana í andlit. Því næst ýtti hann konunni upp að vegg með því að leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og haldið henni þannig fastri. Eftir að hún náði að losa sig réðst maðurinn að henni á ný og hélt henni á gólfinu. Í síðari árásinni réðst hann að konunni með hnefahöggum og skallaði hana ítrekað í andlit. Hann hrinti henni í gólfið svo enni hennar skall í gólfið. Konan hlaut bólgur og mar um allt andlit í kjölfar árásanna. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í skaðabætur.Langur sakaferill Maðurinn á langan sakaferil að baki sem teygir sig aftur til ársins 1999. Hann hefur margsinnis verið dæmdur til refsingar fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þar að auki hefur hann verið dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað, brot gegn valdstjórninni og fyrir að raksa umferðaröryggi og stofna lífi og heilsu vegfaranda í háska með akstri sínum. Hann hefur einnig ítrekað sætt sektum fyrir umferðarlagabrot og hefur verið sviptur ökurétti ævilangt. Dómurinn leit til þess að maðurinn hafi nú í annað sinn ítrekað brot sem tengt er við vísvitandi ofbeldi og leiddi það því til þess að maðurinn hlaut þyngri refsingu en ella. Hins vegar féllst dómurinn á það með manninum að lækka beri refsingu hans vegna þess að árásirnar hafi verið unnar í áflogum. Dóm héraðsdóms í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi síðastliðinn fimmtudag mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn fyrrverandi sambýliskonu hans. Manninum var gefið að sök að hafa veist tvívegis að konunni á heimili mannsins. Hann játaði sök fyrir dómi og taldi dómurinn því nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var borinn sökum. Í fyrri árásinni sló hann konuna hnefahöggi og skallaði hana í andlit. Því næst ýtti hann konunni upp að vegg með því að leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og haldið henni þannig fastri. Eftir að hún náði að losa sig réðst maðurinn að henni á ný og hélt henni á gólfinu. Í síðari árásinni réðst hann að konunni með hnefahöggum og skallaði hana ítrekað í andlit. Hann hrinti henni í gólfið svo enni hennar skall í gólfið. Konan hlaut bólgur og mar um allt andlit í kjölfar árásanna. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í skaðabætur.Langur sakaferill Maðurinn á langan sakaferil að baki sem teygir sig aftur til ársins 1999. Hann hefur margsinnis verið dæmdur til refsingar fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þar að auki hefur hann verið dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað, brot gegn valdstjórninni og fyrir að raksa umferðaröryggi og stofna lífi og heilsu vegfaranda í háska með akstri sínum. Hann hefur einnig ítrekað sætt sektum fyrir umferðarlagabrot og hefur verið sviptur ökurétti ævilangt. Dómurinn leit til þess að maðurinn hafi nú í annað sinn ítrekað brot sem tengt er við vísvitandi ofbeldi og leiddi það því til þess að maðurinn hlaut þyngri refsingu en ella. Hins vegar féllst dómurinn á það með manninum að lækka beri refsingu hans vegna þess að árásirnar hafi verið unnar í áflogum. Dóm héraðsdóms í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira