Lífið

Boðskapur Keith Urban skýr á CMA-verðlaunahátíðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Keith Urban á sviði í gær.
Keith Urban á sviði í gær. Vísir/AFP

Boðskapur ástralska kántrísöngvarans Keith Urban var skýr þegar hann flutti nýtt lag sitt á CMA-verðlaunahátíðinni (Country Music Association Awards) í Nashville í gærkvöldi.



Flutningur Urban á nýju lagi sínu, Female, var mest í umræðunni eftir verðlaunahátíðina, en lagið samdi hann fyrir um þremur vikum og var þetta fyrsti opinberi flutningur hans á langinu.



Urban segist hafa sótt innblástur í hneykslismálin sem skekið hafa skemmtanaiðnaðinn síðustu vikurnar. Fjöldi kvenna og karla hafa þar sakað valdamikla menn innan geirans – Harvey Weinstein, Kevin Spacey, Dustin Hoffman þeirra á meðal – um nauðgun og kynferðislega áreitni.

Urban segir í samtali við Billboard að hann hafi hljóðritað Female þann 31. október síðastliðinn. „Sem eiginmaður og faðir tveggja stúlkna, þá snertir þetta mál mig mjög mikið. Einnig sem sonur – móðir mín er enn á lífi,“ segir Urban sem giftur er leikkonunni Nicole Kidman.



Kidman á einnig að hafa verið með í bakröddum við upptökur, en hún var þó ekki viðstödd verðlaunahátíðina í gær.



Eitt erindi lagsins hljómar á þessa leið:



„When somebody laughs and implies that she asked for it / Just cause she was wearing a skirt/ Now is that how it works?/ When somebody talks about how it was Adam first/ Does that make you second best?/ Or did he save the best for last?



Hlusta má á lagið í heild sinni að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×