Innlent

Bílvelta á Suðurlandsbraut

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Slökkvilið, sjúkrabílar og lögregla voru á vettvangi á Suðurlandsbraut í kvöld.
Slökkvilið, sjúkrabílar og lögregla voru á vettvangi á Suðurlandsbraut í kvöld. Vísir/Ernir
Jeppi valt á Suðurlandsbrautinni rétt fyrir klukkan sjö í kvöld eftir árekstur tveggja bíla. Slökkvilið, sjúkrabílar og lögregla fóru á vettvang en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru engin alvarleg meiðsl á fólki. Ekki var talin þörf á að flytja ökumann jeppans á sjúkrahús. Áreksturinn varð nálægt Orkuhúsinu og lokaði lögregla hluta Suðurlandsbrautar. 

Snjór og myrkur var á svæðinu þegar áreksturinn varð eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×