Innlent

Meðalþingaldur VG sá hæsti

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá kosningavöku Vinstri grænna.
Frá kosningavöku Vinstri grænna. Vísir/Laufey
Þingflokkur Vinstri grænna er sá þingflokkur sem hefur hæstan meðalþingaldur. Sjálfstæðisflokkurinn er næstur flokka í þeirri röð.

Við útreikning á þingaldri eru öll þing þingmanna talin með jafnvel þótt þeir hafi aðeins setið sem varamenn í skamma stund. Vinstri græn hafa að meðaltali setið á 10,5 þingum en Sjálfstæðismenn 8,5.

Hinn nýi Miðflokkur hefur allnokkra þingreynslu að baki þótt tveir þingmenn flokksins séu glænýir. Hafa þingmenn flokksins setið á 6,5 þingum að meðaltali. Sömu sögu er að segja af Viðreisn og Samfylkingunni. Meðalþingaldur Framsóknarmanna er rúm sex þing en Pírata slétt þrjú.

Flokkur fólksins er óreyndastur allra þingflokka en enginn þingmanna flokksins hefur áður setið á Alþingi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×