Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. október 2017 07:00 Það er ýmislegt í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Hann mun ræða einslega við hvern og einn formann. Allt frá því fyrir helgi hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna átt óformlegt samtal um mögulegt stjórnarsamstarf. Bjarni, Katrín og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sögðu öll í fjölmiðlum í gær að þau gerðu tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. Katrín segist vonast til þess að hægt verði að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það þýðir að fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins skipuðu þá stjórn sem myndi njóta stuðnings 32 manna meirihluta. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem völ er á.Eiríkur BergmannEftir alþingiskosningarnar í fyrra þótti staðan mjög snúin. Rúmir tveir mánuðir liðu áður en þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar varð að veruleika. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst, telur að annað landslag geti blasað við núna. „Ég held að þetta sé talsvert opnari staða heldur en var í fyrra,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina og í fyrra.“ „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi stjórnarandstaða plús Viðreisn. Hægra megin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski persónuerjur sem gætu sett strik í reikninginn. En valdastólarnir toga nú menn fast til sín,“ sagði Eiríkur Bergmann. Engir möguleikar eru á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar og myndun þriggja flokka stjórnar krefst aðildar bæði Sjálfstæðisflokksins og VG. Sterkasta þriggja flokka stjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, myndi hafa 35 þingmenn að baki sér. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Hann mun ræða einslega við hvern og einn formann. Allt frá því fyrir helgi hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna átt óformlegt samtal um mögulegt stjórnarsamstarf. Bjarni, Katrín og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sögðu öll í fjölmiðlum í gær að þau gerðu tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. Katrín segist vonast til þess að hægt verði að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það þýðir að fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins skipuðu þá stjórn sem myndi njóta stuðnings 32 manna meirihluta. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem völ er á.Eiríkur BergmannEftir alþingiskosningarnar í fyrra þótti staðan mjög snúin. Rúmir tveir mánuðir liðu áður en þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar varð að veruleika. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst, telur að annað landslag geti blasað við núna. „Ég held að þetta sé talsvert opnari staða heldur en var í fyrra,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina og í fyrra.“ „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi stjórnarandstaða plús Viðreisn. Hægra megin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski persónuerjur sem gætu sett strik í reikninginn. En valdastólarnir toga nú menn fast til sín,“ sagði Eiríkur Bergmann. Engir möguleikar eru á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar og myndun þriggja flokka stjórnar krefst aðildar bæði Sjálfstæðisflokksins og VG. Sterkasta þriggja flokka stjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, myndi hafa 35 þingmenn að baki sér.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira