Fráfarandi þingmenn eiga rétt á 70 milljónum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. október 2017 06:00 Sextán fráfarandi þingmenn eiga rétt á biðlaunum í þrjá til sex mánuði í kjölfar kosninganna þar sem fjórtán þeirra náðu ekki endurkjöri. vísir/stefán Fjórtán sitjandi þingmenn féllu af þingi í kosningunum á laugardag en tveir þingmenn gáfu ekki kost á sér. Þrátt fyrir að kjörtímabilið nú hafi aðeins verið eitt ár í stað fjögurra þá eiga allir þessir sextán þingmenn rétt á biðlaunum í þrjá til sex mánuði. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi sem í dag nemur rúmlega 1.100 þúsund krónum. Kjörnir þingmenn þurfa ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga þennan rétt, engu máli skiptir hversu lengi eða stutt þeir hafa setið né hversu langt eða stutt viðkomandi kjörtímabil er. Þeir sem sitja eitt kjörtímabil, jafnvel þótt það sé aðeins eitt ár eins og raunin var núna, eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði en þeir sem hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánuðum. Þótt það hafi væntanlega reynst mörgum þingmönnum og ráðherrum áfall að ná ekki endurkjöri í kosningunum nú þá veitir biðlaunakerfið þeim ákveðið andrými til að koma undir sig fótunum á vinnumarkaði á ný. Öryggisnetið er þó víðfeðmara en hjá hinum hefðbundna launþega, því að í lögum um þingfararkaup segir að biðlaunin falli aðeins niður að fullu á biðlaunatímanum ef þingmenn ráði sig í starf sem fylgja jöfn eða hærri laun en sem nemur biðlaununum. Ef launin í nýja starfinu eru lægri ber ríkinu að greiða þingmanninum fyrrverandi launamismuninn til loka þriggja eða sex mánaða tímabilsins. Samantekt Fréttablaðsins leiddi í ljós að sex þingmenn eiga rétt á sex mánaða biðlaunum nú, þar af þrír úr röðum Sjálfstæðisflokksins, þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, eiga sömuleiðis rétt á sex mánuðum sem og Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem ekki gaf kost á sér núna en hafði setið á þingi á tveimur kjörtímabilum. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gaf heldur ekki kost á sér en á rétt á þremur mánuðum. Hún hafði hins vegar lýst því yfir í Fréttablaðinu í ágúst að hún myndi ekki nýta rétt sinn til biðlauna. Hinir tíu þingmennirnir sem hverfa nú af þingi voru kjörnir á þing fyrir ári og eiga því rétt á þremur mánuðum. Að biðlaunum Theodóru undanskildum er því ljóst að þeir 15 þingmenn sem ekki náðu endurkjöri eiga samtals rétt á 69,4 milljónum króna í biðlaunagreiðslur næstu mánuði. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fjórtán sitjandi þingmenn féllu af þingi í kosningunum á laugardag en tveir þingmenn gáfu ekki kost á sér. Þrátt fyrir að kjörtímabilið nú hafi aðeins verið eitt ár í stað fjögurra þá eiga allir þessir sextán þingmenn rétt á biðlaunum í þrjá til sex mánuði. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi sem í dag nemur rúmlega 1.100 þúsund krónum. Kjörnir þingmenn þurfa ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga þennan rétt, engu máli skiptir hversu lengi eða stutt þeir hafa setið né hversu langt eða stutt viðkomandi kjörtímabil er. Þeir sem sitja eitt kjörtímabil, jafnvel þótt það sé aðeins eitt ár eins og raunin var núna, eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði en þeir sem hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánuðum. Þótt það hafi væntanlega reynst mörgum þingmönnum og ráðherrum áfall að ná ekki endurkjöri í kosningunum nú þá veitir biðlaunakerfið þeim ákveðið andrými til að koma undir sig fótunum á vinnumarkaði á ný. Öryggisnetið er þó víðfeðmara en hjá hinum hefðbundna launþega, því að í lögum um þingfararkaup segir að biðlaunin falli aðeins niður að fullu á biðlaunatímanum ef þingmenn ráði sig í starf sem fylgja jöfn eða hærri laun en sem nemur biðlaununum. Ef launin í nýja starfinu eru lægri ber ríkinu að greiða þingmanninum fyrrverandi launamismuninn til loka þriggja eða sex mánaða tímabilsins. Samantekt Fréttablaðsins leiddi í ljós að sex þingmenn eiga rétt á sex mánaða biðlaunum nú, þar af þrír úr röðum Sjálfstæðisflokksins, þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, eiga sömuleiðis rétt á sex mánuðum sem og Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem ekki gaf kost á sér núna en hafði setið á þingi á tveimur kjörtímabilum. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gaf heldur ekki kost á sér en á rétt á þremur mánuðum. Hún hafði hins vegar lýst því yfir í Fréttablaðinu í ágúst að hún myndi ekki nýta rétt sinn til biðlauna. Hinir tíu þingmennirnir sem hverfa nú af þingi voru kjörnir á þing fyrir ári og eiga því rétt á þremur mánuðum. Að biðlaunum Theodóru undanskildum er því ljóst að þeir 15 þingmenn sem ekki náðu endurkjöri eiga samtals rétt á 69,4 milljónum króna í biðlaunagreiðslur næstu mánuði.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira