Sjálfstæðisflokkurinn á móti öllum breytingum á gjaldtöku í sjávarútvegi Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2017 11:26 Nefndin er hætt störfum en Þorsteinn segir Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið gegn öllum hugsanlegum breytingum á breytingum við gjaldtöku á auðlindinni. Þorsteinn Pálsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir öllum hugsanlegum breytingum á fyrirkomulagi við fiskveiðar og að aukinn arður renni í samneysluna.Þetta kemur fram greinargerð hans sem formaður nefndar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði en hún átti að fjalla um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Þorsteinn, sem er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætis- og sjávarútvegsráðherra, segir nefndina hætta störfum. Tilgangslaust sé að halda áfram starfi hennar, því fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi gegn öllum hugmyndum um breytingar.Teitur Björn stóð vörð um óbreytt ástand Ekki er hægt að skilja Þorstein öðruvísi en svo að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, Teitur Björn Einarsson alþingismaður, hafi hreinlega aftrað því að einhver niðurstæða fengist. „Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á þeirri stundu tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni,“ segir meðal annars aðfararorðum greinargerðar sem Þorsteinn hefur skilað til ráðuneytisins.Teitur Björn stóð í vegi fyrir öllum breytingum hugsanlegum á frekari gjaldtöku á auðlindinni.visir/ernirEkki hafi tekist að leggja fram tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku af sjávarauðlindinni.Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn sammála Þegar ákveðið var að rjúfa þing og efna til kosninga 28. október næstkomandi stóðu mál þannig, að sögn Þorsteins, að fulltrúar tveggja flokka, Viðreisnar og Framsóknarflokks, höfðu lagt fram tillögur í nefndinni, hvor í sínu lagi. „Ennfremur höfðu fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, lýst stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Þorsteinn segist hafa gert ráðherra grein fyrir því munnlega að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.Tilgangslaust að halda starfinu áfram „Um leið lét ég það álit mitt í ljós að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags um önnur atriði meðan sá flokkur sem fer með forystu fyrir ríkisstjórn opnaði ekki með ótvíræðum hætti fyrir lausn á þeirri forsendu. Þetta mat mitt er óbreytt.“ Þorsteinn segist telja að tímabundinn afnotaréttur sé forsenda fyrir því að ná megi tveimur afar mikilvægum markmiðum í löggjöf um þessi efni: Annars vegar að lagareglurnar endurspegli með alveg ótvíræðum hætti sameign þjóðarinnar. Hins vegar að þær megi stuðla að sem mestri þjóðhagslegri hagkvæmni veiðanna. Tengdar fréttir Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þorsteinn Pálsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir öllum hugsanlegum breytingum á fyrirkomulagi við fiskveiðar og að aukinn arður renni í samneysluna.Þetta kemur fram greinargerð hans sem formaður nefndar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði en hún átti að fjalla um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Þorsteinn, sem er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætis- og sjávarútvegsráðherra, segir nefndina hætta störfum. Tilgangslaust sé að halda áfram starfi hennar, því fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi gegn öllum hugmyndum um breytingar.Teitur Björn stóð vörð um óbreytt ástand Ekki er hægt að skilja Þorstein öðruvísi en svo að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, Teitur Björn Einarsson alþingismaður, hafi hreinlega aftrað því að einhver niðurstæða fengist. „Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á þeirri stundu tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni,“ segir meðal annars aðfararorðum greinargerðar sem Þorsteinn hefur skilað til ráðuneytisins.Teitur Björn stóð í vegi fyrir öllum breytingum hugsanlegum á frekari gjaldtöku á auðlindinni.visir/ernirEkki hafi tekist að leggja fram tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku af sjávarauðlindinni.Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn sammála Þegar ákveðið var að rjúfa þing og efna til kosninga 28. október næstkomandi stóðu mál þannig, að sögn Þorsteins, að fulltrúar tveggja flokka, Viðreisnar og Framsóknarflokks, höfðu lagt fram tillögur í nefndinni, hvor í sínu lagi. „Ennfremur höfðu fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, lýst stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Þorsteinn segist hafa gert ráðherra grein fyrir því munnlega að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.Tilgangslaust að halda starfinu áfram „Um leið lét ég það álit mitt í ljós að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags um önnur atriði meðan sá flokkur sem fer með forystu fyrir ríkisstjórn opnaði ekki með ótvíræðum hætti fyrir lausn á þeirri forsendu. Þetta mat mitt er óbreytt.“ Þorsteinn segist telja að tímabundinn afnotaréttur sé forsenda fyrir því að ná megi tveimur afar mikilvægum markmiðum í löggjöf um þessi efni: Annars vegar að lagareglurnar endurspegli með alveg ótvíræðum hætti sameign þjóðarinnar. Hins vegar að þær megi stuðla að sem mestri þjóðhagslegri hagkvæmni veiðanna.
Tengdar fréttir Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46